Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007
Miðvikudagur, 28. febrúar 2007
áhugaverðar pælingar...
Pælingar umboðsmanns neytenda um kaup á höfundavörðu efni og skil á diskum finnst mér áhugaverðar. Það sem er áhugavert í pælingunni er viðurkenning á því að það er hugverkið sem maður er að kaupa ekki diskurinn.
Því tengist nefnilega læsingar sem settar eru á diska til að verja þá afritun. Er ennþá verið að læsa diskunum frá Skífunni? Rottweiler diskurinn hundar er síðasti íslenski diskurinn sem ég keypti og þegar ég sá að ég gat ekki sett hann nema einu sinni á tölvu og ekki á mp3 spilara ákvað ég að þetta kompaní og þetta fyrirkomulag væri rugl sem ég nennti ekki að taka þátt í. Frekar kaupi ég mína tónlist erlendis. Ég er búinn að eiga/hafa afnotarétt af amk 3 tölvum síðan þá, vélin sem geymir digital útgáfuna af Hundum er niðrí kjallara. Við þetta bætist að tónlist.is er svikamylla þar sem meginþorri notenda heldur að hann sé að kaupa lög en í raun er það allt bundið ákveðnum Windows Media spilara og ef notandinn forsníður vélina sína eða skiptir um vél þá er öll músíkin horfin.
Það eru þessir viðskiptahættir íslenskra rétthafa sem gera það að verkum að ég er hreinlega hættur að kaupa tónlist af þeim.
Þriðjudagur, 27. febrúar 2007
Fyrir rúmum fjörtíu árum
vildi nestor vinstri-grænna ekki leyfi kosningar nema á grundvelli sósíalismans, núna vill pólitískur ættbogi hans ekki leyfa lýðræði nema á grundvelli femínismans.
Hjörleifur lét þessi fleygu orð falla þegar hann var við nám í sæluríki Walters Ulbricht í Austur-Þýskalandi:
Okkar álit í stuttu máli: Við álítum, að rétt sé og sjálfsagt að leyfa ekki umræður né gefa fólki kost á að velja um neitt nema á grundvelli sósíalismans, og þá síst Þjóðverjum. Okkur er það jafnframt ljóst að "frjálsar kosningar" eins og það tíðkast á Vesturlöndum, gefa alranga mynd af vilja fólksins.
Ég er búinn að pakka bókinni góðu þar sem þetta er prentað, þannig að ég er ekki með á fingurgómunum hvenær hann reit þessi orð. Þau standa þó fyrir sínu til að sýna hugarheim forræðishyggjufólksins. (svo eru menn að láta sem það sé undrunarefni að félagar manns sem skrifaði svona væru hleraðir þegar mikið lá við!)
Tillagan sem kom fram á þingi Vinstri grænna um síðustu helgi er af sama meiði og orð Hjörleifs hér að ofan.
Hundsa ber lýðræðislegan vilja fólks og ekki leyfa almenningi að velja nema á grundvelli femínismans. Kata, Sóley, Atli og hinar stelpurnar vita nefnilega að "frjálsar kosningar" gefa alranga mynd af vilja fólksins, fólkið vill í raun og sann það sama og vinstri grænir vilja, það veit bara ekki af því ennþá.
Laugardagur, 24. febrúar 2007
Hvar klikkaði Kaupthing?
Í fyrradag keyrði ég með 3 ára dóttur mína framhjá Landsbankanum Laugavegi 77 þar sem hún þekkti merki bankans og staðinn. Fyrr í vetur bauð Lansinn leikskólanum í heimsókn til að horfa á leikrit. Með góðum árangri greinilega. Í gærkvöld fórum við svo á Vetrarhátíðarrölt og þar sem við löbbum frá Listasafni Íslands í áttina að bænum heyri ég hana hrópa af gleði: GLITNIR! Hún fær greyði ekki oft að horfa á Latabæ, en þegar það gerist þá liggur hún greinilega á hverju einasta smáatriði. Nú er Glitnir semsasgt uppáhalds bankinn hennar, á hennar fjórða ári.
En hvar er Kaupthing? Hafa Kaupthangsmenn verið of uppteknir af nafnabreytingum undanfarið og misst af heilli kynslóð af yfirdrætti? Í framhaldi af því hvert verður nafn fyrirtækisins í lok þessa árs?
Er ekki hægt að lotta um það frekar en sænsku þriðjudeildina í körling.
Fimmtudagur, 22. febrúar 2007
Össi í blakkáti
Blakkát Össa sl. laugardag þar sem hann hótaði heilli atvinnugrein er eins og flassbakk frá fyrri tíð. Ungur vinur minn Sævar föndraði mynd sem hefur farið víða og er hér að neðan. Það hinsvegar sem vantar inn á myndina eru fræg ummæli Össurar frá árinu 1986. Þegar hann bauð sig fram til borgarstjórnar fyrir Alþýðubandalagið gamla, á kosningafundi í Háskólabíó nokkrum dögum fyrir kosningar, þá lét hann þessi orð falla:
Og svo ætlum við að byrja á því, sem við gerðum ekki illu heilli síðast, þegar við náðum borgarstjórnarmeirihluta, og það er að fæla alla embættismenn borgarkerfisins úr starfi. Mér er alveg sama, hvert við sendum þá; í öskuna eða látum þá sópa götur eða bara rekum þá. Þeir unnu skemmdarverk á síðasta kjörtímabili vinstri meirihlutans, og burt skulu þeir.
Ég man eftir fárinu sem varð vegna ummælanna, þau sýndu hið sanna innræti kommúnistanna í Alþýðubandalaginu. Þau kostuðu Alþýðubandalagið mörg atkvæði.
Það er ekki von að Sævar muni þetta, enda líklega enn í bleyju á þeim tíma.
Ég er viss um að áður en pólitískir lífdagar Össa verða allir þá mun hann minna á sig með fleiri svona hressandi ummælum, sem minna okkur á hve óstjórntækt þetta Samfylkingarslekti er.
Þriðjudagur, 20. febrúar 2007
Kartöflur á flótta
OK, potatos, póteitós.
Það er samt áhugavert að huga að því afhverju þetta fór eins og eldur um sinu. Var fólk ekki bara tilbúið að trúa því að bónus hýsi mýs? Ég var tilbúinn til þess, þegar maður labbar inn í grænmetisdeildina er maður stundum undrandi á því að það stökkvi ekki eitthvað lifandi á móti manni út úr rotnandi laukhaug.
Ég var að hugsa um á leiðinni heim úr göngutúr með Helenu um hádegið. Hvernig stendur á því að grænmetið sem er selt hér á landi er jafn ómögulegt og það er. Ég skil ekki að einhver kaupi þessar gömlu paprikur sem boðið er upp á.
Eitt af því sem ég hlakka mest til við yfirvofandi Ameríkuferð er að fara versla þar. Að eiga valkost milli tegunda, að fá að velja ferskt grænmeti.
Reyndar hefði verið sniðugt að renna yfir grænmetisborðið í Bónus og svo aftur í Netto versluninni. Einhvern vegin held ég að kartöflurnar þar séu ekki að reyna að flýja grænmetisdeildina eins og í Bónus.
Þriðjudagur, 20. febrúar 2007
Eitthvað rotið í bónusveldi?
Athygli mín var vakin á myndbroti úr Íslandi í dag frá því í gærkvöldi. Ég þykist viss um að póstar um málið gangi manna í millum. En þar sést eitthvað skríða eftir gólfinu í Bónus.
Myndbrotið er hér, skoðið það frá og með 55:50 og þá sérstaklega á mínútu 55:56. Lítið vinstra megin við Sölva, þegar hann heldur á kexpakkanum.
Hér eru myndir til að hjálpa til við skoðunina
Ég held að maður segir bara Bon Appétit.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þriðjudagur, 20. febrúar 2007
Sýnileg löggæsla
Hann var ekki að grínast með þetta, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, ég sá eða mætti í morgun 3 lögreglubílum frá Bergstaðastræti upp Njarðargötu að Hallgrímskirkju. Það er gott að vita til þess að Þingholtanna sé vel gætt í morgunsárið.
Er það bara ég eða er eins og lögreglan hafi fengið vítamínsprautu (löglega, auðvitað) í rassinn nú um áramót? Vondir kallar eru handteknir, fjölmiðlamálin einhvern veginn í betri málum og það er varla hægt að drepa niður fæti án þess að þar sé lögreglumaður fyrir.
Mér líkar þetta vel, svona á löggan að vera, dugleg og áberandi. Ég hef mikla trú á lögreglustjóranum, þrátt fyrir að hann haldi með vestubæjarliðunu. Ég tek atburðum morgunsins alls ekki þannig að trú lögreglunnar er að glæponarnir séu í Valshverfinu, það er frekar að þeir skilja af sínu heimafólki að það þurfi að gæta hverfisins fyrir aðkomumönnum sem lagst hafa í víking austur fyrir læk.
Mánudagur, 19. febrúar 2007
Sagan
er skemmtilegt fyrirbæri.
Fyrir 18 árum var samþykkt breyting á áfengislögum í þá veru að sala á áfengum bjór var leyfð.
Þá fannst einum þingmanninum það góð hugmynd að banna áfengiskaup yfirleitt og veita svo sérstakar heimildir til áfengiskaupa. Réttinn til kaupa á bjór eða vín gátu menn fengið með því að vera skuldlausir við skattayfirvöld.
Þetta er alveg snilldargóð hugmynd, afar góð og holl þjóðfélagsleg hugmynd. Fyrst leggur þú þitt af mörkum til samfélagsins og síðan máttu fara og kaupa eitthvað af brennivíni fyrir afganginn ef einhver er
Það þarf auðvitað ekki að taka fram ef viðkomandi stjórnmálamaður réði einhverju þá væri lítill sem enginn afgangur. En við værum í góðum málum því hann er róttækur feminísti en enginn karlremba.
Laugardagur, 17. febrúar 2007
Blogið virkar III
Ég velti því fyrir mér hvort þetta skatta og gjaldamál hefði verið tekið upp ef ég hefði ekki byrjað að nöldra á netinu. Kastljós tók það upp að ég held vegna skrifa minna sem svo ýtti því líklega enn frekar áfram. Ef trú mín er rétt þá erum við að sjá Moggablogið hafa áhrif. Það er merkilegt. Vonandi hætta flugfélögin að draga okkur á asnaeyrunum hvað framsetningu fargjalda á netinu. Vonandi fara þau að keppa aftur.
Sturla er vanmetinn ráðherra, hann gerði mistök á fyrsta kjörtímabili sínu sem ráðherra en á því kjörtímabili sem nú er að ljúka hefur hann verið nokkuð góður. Hann hefur einkavætt án þess að það yrði að veseni og gert margt gott. Hann enn of hallur undir veru flugvallarins en að öðru leyti er hann góður ráðherra.
Allir hinir "skatta og gjalda" pistlarnir:
Gjöld flugfélaga skoðuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 15. febrúar 2007
Blogið virkar II
Ég get ekki neitað því að það kitlaði pínu að sjá Guðjón Arngrímsson grillaðan í Kastljósinu í kvöld. Jóhanna stóð sig vel, vitnaði í blogið nokkrum sinnum og tók vel á Guðjóni. Mér fannst það reyndar skrítið að viðurkenna sennilegt lögbrot og kenna "samkeppninni" um. Er það kannski bara heila málið sem skein í gegn um viðtalið, Icelandair er allt af vilja gert til að gera hið rétta, það er bara þessi bölvaða samkeppni sem kemur í veg fyrir það. Ef hægt væri að losna við þessa bévítans samkeppni þá væri allt auðveldara.
Það var gott að sjá Guðjón viðurkenna mistök Icelandair og að þeir muni leiðrétta framsetningu fargjalda á vefnum.
Endanleg fargjöld verða hin sömu fyrir fullorðna, en þá kemur að punktinum sem ég hefði vilja sjá Jóhönnu taka líka. Með því að hafa "skatta og gjöld" utan hins almenna verðs hefur Icelandair sleppt því að gefa 20% afslátt sem börn 2-11 ára fá af almennu fargjaldi. Af 5000 kr. hækkun eldsneytisgjalds gera þetta 1000 kr. á miða fyrir hvert barn á aldrinum 2-11 ára. Það eru ekki mörg börn í hverri flugvél fyrir sig en þetta safnast þegar saman kemur. Þegar þessir "skattar og gjöld" eru komin inn í fargjaldið þá mun það lækka til barna.
Verst að þessir smáaurar þurfi að vera á kostnað barnafólks. Er það nokkuð gott fyrir ímynd fyrirtækisins? Það er ekki á móti barnafólki eða hvað...?
Hér má sjá grafið sem Jóhanna vísar til. Það er fengið af vef IATA (The International Air Transport Association) NB þetta eru ekki einhver skuggaleg neytendasamtök eins og FíB
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)