Er fólk fífl? II

Ég var að fárast yfir "sköttum og gjöldum" Icelandair og er frekar misboðið að þurfa að borga tæplega 45 þúsund krónur í "skatta og gjöld" vegna ferðar fjölskyldunnar til USA.

Ef ég ætla svo að fljúga sömu leið frá USA til Íslands þá lýtur dæmið öðruvísi út.

2xadult(s)84,11$168,22$
1xchild(ren)72,25$72,25$
1xinfant(s)49,7$49,7$
   290,17$
   20.311,9 Kr.

Er ekkert eldsneytisgjald á leiðinni USA-Ísland bara Ísland-USA?

Hvernig þessi "skattar og gjöld" eru samsett er engin leið að vita fyrir almenning, veit það einhver þarna úti? Í lögum um flugmálaáætlun og fjáröflun til flugmála 2. kafla er fjallað um flugvallaskatt og varaflugvallagjald það gjald eru heilar 980 kr og á það að vera helmingi lægra fyrir börn 2 til 12 ára. Hvernig stendur á því að  skattar og gjöld af flugi fyrir litlu fjölskylduna mína er víðsfjarri þess sem getið er í lögum?

"Skattar og gjöld" hljóma eins og opinber gjöld, að hver króna renni til opinberra aðila. Ég held að Icelandair séu að fela hluta flugfarsins inni í þessum tölum. Ætti "skattar og gjöld" fyrir barnið ekki að vera ca. 6400 kr. ekki 13.045. kr. ef lagaákvæðið um helmingsgjald fyrir börn ætti við?

Ég sendi bréf til Icelandair með nokkrum spurningum um "skatta og gjöld" fyrir nokkrum vikum síðan. Ekkert svar.

Flott þjónusta!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur H. Bragason

væri ekki leið að koma þessu í sjónvarpsfréttirnar með einhverju móti og fá menn til að svara fyrir þessa vitleysu?

Guðmundur H. Bragason, 29.1.2007 kl. 23:56

2 Smámynd: Ögmundur

Fyrst þegar ég las þetta hugsaði ég með mér: djöfulsins væl, fargjald fyrir 44 þúsund? Það er gjöf en ekki gjald! En svo sá ég villu mína, þetta eru BARA "SKATTAR OG GJÖLD"! Mér finnst þetta fyrirtæki okra meira en góðu hófi gegnir (ef hægt er að okra bara hóflega, þá væri það fint), en það er víst lítið við þessu að gera. Í þessu ríkir fákeppni, það er engin annar að fljúga í vestur-átt, en það er alltaf möguleikinn að fljúga fyrst til Evrópu, en hver nennir því?

Ögmundur, 30.1.2007 kl. 02:29

3 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Já þetta eru háar upphæðir.

Það er auðvitað svindl af fyrirtæki að auglýsa ferð á einhverju verði án þess að innihalda skattana. Bara einn liður í áróðursherferðum braskara gegn Íslenska ríkinu, svo halda allir að "skattur" sé vondi djöfullinn kominn til að gleypa börnin okkar.

M.ö.o.: Hvers vegna bara sundurliða skatta og svo grunnverð? Af hverju ekki sundurliða meira og sýna hvaða hagnað Flugleiðir taka af verðinu? Hvað fer mikið í forstjóralaunin? Hvað fer mikið í uppihald og hótelkostnaði ýmiss konar? Hvað fer mikið í að niðurgreiða allskonar fríferðir sem fá að fljóta með? Hvað rukkar Flugleiðir hið opinbera mikið aukalega fyrir dýrar ferðir alls kyns uppaliðs og ráðamanna sem eru of góðir að fara í venjulegt nautgripafarrými? Því í það fara skattarnir, ekki satt?

Af hverju er bara sundurliðað skattur og svo eitthvað mysterískt verð sem á að vera gott en skatturinn vondur?

Svona bókhaldssvindl með að aðskilja skattana frá verðinu er bara til að slá ryki í augu almennings.

Ólafur Þórðarson, 30.1.2007 kl. 02:46

4 Smámynd: Júlíus Valsson

Já, við erum fífl! Eitt flugfélag? Engin samkeppni? Nei, það getur ekki verið!

Júlíus Valsson, 30.1.2007 kl. 09:28

5 identicon

Og hvað ? Fólk hristir bara hausinn,  röflar smá og heldur svo áfram að láta okra á sér eins og ekkert sé sjálfsagðara.

Já  stundum finnst mér fólk vera fífl.

Þóra (IP-tala skráð) 30.1.2007 kl. 10:10

6 identicon

Icelandair er ekki góðgerðarfélag eða sjálfseignarstofnun.  Þeir, eins og öll önnur fyrirtæki, iðnaðarmenn og sérfræðingar, rukka eins hátt verð og þeir geta.

Á meðan vélarnar eru að fljúga meira og minna fullar yfir hafið þá hafa þeir enga ástæðu til að lækka verðið.

Annar möguleiki væri auðvitað að þjóðnýta fyrirtækið þannig að eftir 5 ár væru fargjöld örugglega lægri en á móti værum við öll að pumpa milljörðum af skattfé okkar í flugbáknið "Flugleiðir Íslands ohf."

Það eina sem getur raunverulega lækkað fargjöldin er samkeppni.  Eru ekki einhverjir hér fyrir ofan tilbúnir að leggja allt sparifé sitt í nýtt félag?  Líklega ekki.

Kalli (IP-tala skráð) 30.1.2007 kl. 10:59

7 identicon

vonum bara að iceland express fari í þetta eins og maður hefur heyrt

gummi (IP-tala skráð) 30.1.2007 kl. 12:41

8 identicon

Þeir hafa greinilega ekki vitað að þetta bréf kæmi á forsíðu mbl.is. Gott hjá þér að vekja athygli á þessu því að þeir eru alltaf að gera okkur hérna á Íslandi að fíflum og komast upp með það.

mm (IP-tala skráð) 30.1.2007 kl. 12:59

9 identicon

Þetta er fínt, flugvélar menga mikið. Mér finnst allt í lagi að láta borga mikið fyrir þetta.Er að flugleiðum að kenna að hér sé lítil markaður? Ágúst Einarson hefur bent á það að ef við fjölgum útlendingum hér væri meiri líkur á að aukin samkeppni skjóti rótum sínum hér. Ástæðan fyrir því að bandarískir flugneytendur borga minna en íslenskir neytendur er vegna minni markaðar og minni samkeppni hér á landi.

Bandaríkin, sem láta mest af gróðurhúsalofttegundum út í adrúmsloftið, eru að færast í átt til umhverfisverndar. Hugmyndir vestra ganga út að selja fyrirtækjum mengunarkvóta, sem neytendur borga. Sem þeir eiga að borga fyrir það að menga fyrir hinum sem ekki keyra, ekki fljúga eða nota minna af vörum sem leiða til aukinnar mengunnar. Þessar skatttekjur fara í sameiginlega sjóði.

Gróði flugleiða(icelandair group) er gróði þeirra sem eiga í fyrirtækinu. Finnst það lúalegt af hverjum sem er að æpa á peninga frá örðum til að setja í sinn eigin vasa. Hættu að nota fljúga erlendis og ferðaðu innanlands.

Gott hjá flugleiðum að hækka verðrið til að græða. Hvernig græði ég, hærra verð á flugfargjöldum minni mengun.

Hátt verða á bensín = minni mengun.

óþarfi að kynna (IP-tala skráð) 30.1.2007 kl. 15:18

10 identicon

Mikið er ég sammála þér. Þetta er bara kjaftæði og ætti auðvitað að vera bannað. Hvað er það að auglýsa td verð án skatta og gjalda eins og hefur stundum tíðkast ! Það er ekki eins og maður hafi eitthvað val !!

Það er líka margt annað sem fer ógurlega mikið í taugarnar á mér varðandi þetta ágæta félag. Heimasíðan sem á einhvern mjög undarlegan hátt fékk verðlaun um daginn er hreint út sagt ónothæf. Punktasystemið er fáránlegt og maður þarf hreinlega að sína á sér brjóstin til að fá þessa blessaða punkta inná kortið sitt,,,og svona mætti lengi telja.

En já fólk er fífl og meðan svo er þá breytast þessir hlutir ekki neitt !

Halli (IP-tala skráð) 30.1.2007 kl. 16:12

11 identicon

Gaman að segja frá því að vinur minn búsettur erlendis sendi fyrirspurn á Icelandair fyrir 2-3 árum, er með gmail netfang, bréfið á ensku og hvergi kom fram að hann væri íslenskur.  Hann spurði hvernig stæði á þessum verðmuni á fargjöldum sem Íslendingar væru að borga og svo hinir.  Það kom svar ansi fljótt....enda sinnir starfsfólk Icelandair erlendum viðskiptavinum sínum vel; þeir þurfa nefnilega að hafa fyrir því að ná þeim í viðskipti!!  Svarið var eins og blaut gólftuska í andlit þess íslenska, fargjöld fyrir Ísl. eru svona há vegna þess að það er svo "high living standard" á Íslandi.  Þar hafið þið það! 

Óskráður (IP-tala skráð) 30.1.2007 kl. 16:24

12 identicon

Eru Icelandair - menn ekki búnir að kaupa Iceland Express? Þar með öll samkeppni farin og þess vegna allt að verða enn dýrara!

Ég heyrði þetta - hengi mig svo sem ekki upp á það.

HD (IP-tala skráð) 30.1.2007 kl. 21:26

13 Smámynd: Sveinn Hjörtur

Friðjón. Mæli með að þú farir með þetta í fréttirnar. Hvet alla bloggara að senda póst á icelandair.is og reka á eftir svarinu.... Ég ætla að setja þetta á forsíðuna hjá mér. Hvernig væri það. Er ekki rétt að allir bloggarar setji link á það sem Friðjón er að segja, á síðuna hjá sér og link svo á póst til icelandair?

Sveinn Hjörtur , 30.1.2007 kl. 22:01

14 Smámynd: Friðjón R. Friðjónsson

það er bara ein athugasemd sem ég ætla að svara hér.

Óskráður (óþarfi að kynna) ferðir mínar til og frá USA eru fyrst og fremst til þess að dætur mínar geti hitt afa sinn og ömmu, konan mín foreldra sína, vini  og ættingja. Við þig hef ég bara eitt að segja: Take a hike!

Friðjón R. Friðjónsson, 31.1.2007 kl. 13:19

15 identicon

Flott svar hjá þér Friðjón!

Icelandair menn eru náttúrulega að borga svo svakalega mikið í sjóð til að minnka mengun og eyðingu ósonlagsins. Og þar afleiðandi eru þeir ekkert svo ríkir og hæstu menn þar aka ekki um á milljóna jeppum.... YEAH RIGHT!

Óskráður (óþarfi að kynna) þarf nú bara að skríða aftur inn í torfkofann sinn og fóðra hestinn sem hann þarf að nota til að ríða um landið í fríinu sínu í sumar!

Svo ætti Óskráður (óskráður) að hvetja vin sin til að fara til fjölmiðla með þetta e-mail svar sem hann fékk frá Icelandair! Fólk ætti að sjá þetta og það væri sko gaman að sjá hverju Icelandairmenn svara við því! Því þetta eru hlutir sem á ekki að bölva um í lokuðum vinahóp, þetta á að fara lengra.

Jóhanna Margrét (IP-tala skráð) 31.1.2007 kl. 17:50

16 identicon

Þetta er löngu þörf umræða því þetta hefur gengið lengi! Íslendingar hafa t.d. löngum farið til Danmerkur að stúdera. Það er ótrúlegt að sjá hversu verðin hækka á annatíma fyrir jól t.d. Þar er þetta bákn sem hefur starfað í skjóli íslenska ríkisins að féfletta fátæka námsmenn sem koma til með að bæta haga íslensku þjóðarinnar. Einnig minnist ég í þessu samhengi samtals sem ég átti við gesti á Íslandi frá BNA (fyrir uþb 10 árum tek ég fram) sem þurftu að reiða fram 36 þús krónur fyrir 5 daga ferð með hóteli og ferð á Gullfoss&Geysir ofl. Á sama tíma voru Íslendingar að borga á milli 50 og 70 þús fyrir einungis flug til NY.

 Hvað er til ráða veit ég ekki því að eins og með olíusölu, sjóflutninga, tryggingar ofl er erlendum aðilum kerfisbundið haldið úti. Þar fór samkeppnin!

Albert Steinn Guðjónsson (IP-tala skráð) 6.2.2007 kl. 03:00

17 identicon

Æji, ég ætlaði bara að vera sniðugur. Var kannski dónalegur en fór yfir strikið. Biðst afsökunar á því. Ég tek ábendingu þína og hef mig á brott, fer líka til öryggis í gönguferð(hike).

virðingafyllst
bleyðan sem þorir ekki að koma undir nafni

E.s. vonandi nota tengdaforeldar þínir sér lágu verðin sem þeim standa til boða í USA og koma í heimsókn til Íslands. Sem og vinir konu þinnar. Ég vel gjaldeyristekjur framyfir minni mengun. Þó ég hafi bullað um hið öfuga í fyrri færslu minni.

óþarfi að kynna (IP-tala skráð) 8.2.2007 kl. 00:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband