Kartöflur á flótta

OK, potatos, póteitós.

bonus_rotta3

Það er samt áhugavert að huga að því afhverju þetta fór eins og eldur um sinu. Var fólk ekki bara tilbúið að trúa því að bónus hýsi mýs? Ég var tilbúinn til þess, þegar maður labbar inn í grænmetisdeildina er maður stundum undrandi á því að það stökkvi ekki eitthvað lifandi á móti manni út úr rotnandi laukhaug.

Ég var að hugsa um á leiðinni heim úr göngutúr með Helenu um hádegið. Hvernig stendur á því að grænmetið sem er selt hér á landi er jafn ómögulegt og það er. Ég skil ekki að einhver kaupi þessar gömlu paprikur sem boðið er upp á.

Eitt af því sem ég hlakka mest til við yfirvofandi Ameríkuferð er að fara versla þar. Að eiga valkost milli tegunda, að fá að velja ferskt grænmeti.

Reyndar hefði verið sniðugt að renna yfir grænmetisborðið í Bónus og svo aftur í Netto versluninni. Einhvern vegin held ég að kartöflurnar þar séu ekki að reyna að flýja grænmetisdeildina eins og í Bónus.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þar sem ég bý erlendis, þá get ég ekki annað en sagt þér frá því að grænmetið í bónus er himnaríki miðað við það sem hægt er að fá hér í Danmörku.

Biggi (IP-tala skráð) 21.2.2007 kl. 09:21

2 Smámynd: Friðjón R. Friðjónsson

Það kemur á óvart ef ástandið er verra í danaveldi, en þú segir það sem hægt er að fá. Hér er það eina sem fæst gamalt og grátt.

Ég hef mín viðmið fyrst og fremst frá Bandaríkjnunum og Spáni þar hef ég ekki séð boðið upp á skorpnar paprikur eða laukhrúgu þar sem leitun er að einhverju sem ekki er með myglublettum. Þar fann ég aldrei grútmyglaða ávexti í borði né þurfti maður að skoða box af jarðaberjum líkt og um sprengjuleit væri að ræða til að fullvissa sig um gæði.

Friðjón R. Friðjónsson, 21.2.2007 kl. 09:31

3 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Takk fyrir þessa góðu umfjöllun í gær um stóra kartöflumúsamálið með fjarlægðarmælingum og sekúndubrotum. Það varð til að ég rýndi djúpt í skjámyndina sem þú birtir og af því að ég er svo næm þá sá ég 11 grænar ófreskjur sem virðast hafa farið fram hjá öllum öðrum þó ótrúlegt sé. Sjá hérna: http://salvor.blog.is/blog/salvor/entry/128246/

Ætli annars það sé eitthvað samband milli þess hvar fólk stendur í afstöðunni til Baugsveldisins og þess hversu músaðar kartöflurnar voru

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 21.2.2007 kl. 14:35

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég var rúman mánuð í Vín nú um áramótin og grænmetið sem þar var á boðstólum var ekkert betra en hér á Ísafirði.  Stundum verra.  Og maður þurfti sko að skoða vel í appelslínu og nektarínu pokana til að skoða hvort þar væri ekki rotnun í gangi bananar out of date og svo framegis.  Þannig að það er ekki all best í útlöndum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.2.2007 kl. 14:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband