Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007

Blogið virkar!

Ég má til með að gera smá hlé á síðasta heila vinnudeginum til að henda þessu inn.

Í morgun barst mér þessi póstur frá Icelandair, ég tek mér það bessaleyfi að birta hann:

Kæri Friðjón,

Bestu þakkir fyrir tölvupóstinn sem barst til þjónustueftirlits Icelandair varðandi skatta og gjöld. Við biðjumst velvirðingar á því hve dregist hefur
að svara þér.

Hjálagt sendi ég svar frá Guðjóni Arngrímssyni, upplýsingarfulltrúa Icelandair, við fyrirspurn þinni.

Með kveðju,
Rut Júlíusdóttir
Þjónustueftirliti


Hækkun á þessum lið "Skattar og gjöld" á undanförnum misserum á sér þá einföldu skýringu að Icelandair, líkt og önnur flugfélög brugðust við
tvöföldun eldsneytisverðs með því að leggja eldsneytisgjöld á hvern seldan farseðil. Búist var við því að um tímabundna hækkun væri að ræða og því var þessi kostnaður ekki settur beint inn í farmiðaverðið heldur haldið sér. Nú tæpum tveimur árum síðar eru engin merki þess að eldsneytisverð lækki og verði aftur það sem það var.

Því er löndunum í kringum okkur, líkt og hér á landi, vaxandi þrýstingur á að skattar og "gjöld" (charges, surcharges) verði felld inn í það verð sem birtist fyrst viðskiptavinum flugfélaga og ferðaskrifstofa á netsíðum þeirra. Sá háttur sem hefur verið hafður á undanfarin misseri er að birta fyrst fargjald án slíkra gjalda, en láta það bætast við á síðari stigum. Af samkeppnisástæðum hafa flugfélög og ferðaskrifstofur fylgt fordæmi hvers annars, uns þessi hefð virðist hafa skapast. Þetta fyrirkomulag er á undanhaldi. Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa tekið fyrir það nú þegar, og í Skandinavíu gáfu yfirvöld fyrirmæli um að þessir liðir skyldu felldir inn í það heildarfargjald sem birtist fyrst neytendum á vefsvæðum þann 1. janúar
sl..

Við hjá Icelandair fögnum þessum skýru fyrirmælum frá yfirvöldum í þessum löndum og förum að þeim í einu og öllu. Á Íslandi ber fyrirtækjum samkvæmt íslenskum lögum að tilgreina hvarvetna, svosem í sölukerfum og í auglýsingum heildarverð keyptrar þjónustu og því höfum við lagt til að samkeppnisyfirvöld hér á landi fari að dæmi yfirvalda í nágrannalöndunum og gefi ákveðin fyrirmæli til allra markaðsaðila hér um birtingu heildarverðs á netinu með vísan til þessara laga. Icelandair mundi fagna slíkum fyrirmælum og fara að þeim, svo fremi sem allir markaðsaðilar séu
jafnsettir.

Við teljum að með þessum hætti vinnist það sem að er stefnt - neytendur fá nákvæmari og betri upplýsingar, fyrirbærið "gjöld" verður í raun að innanhúsmáli hjá hverju fyrirtæki því það birtist aldrei neytandanum sem sér liður,  og markaðsaðilar eru jafnsettir - og þetta væri hægt að gera strax.

Takk fyrir svarið, jákvæð viðhorf þarna í orðum Guðjóns, en það er bara eitt lítið en. Heldur einhver að ég hefði ekki fengið þetta svar ef kvörtun mín hefði ekki birst á forsíðu mbl.is? 

Ok kannski eru en-in fleiri. 

Guðjón gefur í skyn að skattar og gjöld hafi verið jafn há á leið frá USA en hafi nú verið felld inn í verðið. Það má vera ég ætla samt að biðja mágkonu mína um að senda mér upplýsingar um samsetningu fargjalds og "skatta og gjalda" síðustu 3-4 skipti sem hún kom hingað í heimsókn. Sjáum hvað setur.

Svo læðist að mér ein hugsun það er 20% afsláttur af farmiðum barna 2-11 ára, með því að hafa  eldsneytisgjaldið fyrir utan  farmiðagjaldið  þá sparar flugfélagið sér 20% af eldsneytisgjaldshækkuninni. Það gæti verið dágóð upphæð þegar á heildana er litið.

Að síðustu þá er þessi yfirlýsing um Icelandair um að þeir myndu glaðir birta rétt verð ef ríkið færi fram á það og aðrir gerðu það líka. Minnir þetta ekki á stjórnmálaflokk sem heimtar að opnun bókhalds stjórnmálaflokka en neitar að gera það sjálfur fyrr en aðrir hafa verið skyldaðir til þess.  Svar mitt til Guðjóns er þá: Gjör rétt - þol ei órétt.


Er fólk fífl? III

í framhaldi af orðum gærdagsins og ýmsum athugasemdum sem gerðar voru þá velti ég fyrir mér einu máli í viðbót varðandi markaðssetningu Icelandair á netinu.

Hvernig er  bókunarvél flugferða hjá icelandair.is undanskilin reglum um verðmerkingar? Í reglum um verðmerkingar nr. 580/1998 (PDF-skjal) er skýrt kveðið á um að skylt er að verðmerkja vöru og þjónustu með söluverði og ef annar kostnaður bætist við söluverðið þarf að taka það sérstaklega fram.

Aðferð Icelandair að sýna verð fyrir "skatta og gjöld" í bókunarvél sinni er ekki ósvipuð þeirri ef verslun sýndi verðmerkingar úti í glugga án virðisaukaskatts, síðan þegar þú ert búinn að velja þér vöru á verði X þá færðu að vita við kassann að verðið er þetta 50% hærra vegna "skatta og gjalda". Spyrjir þú hvers vegna og hvað felist í "sköttum og gjöldum" segist sá á kassanum ekert vita. En þér sé velkomið að senda tölvupóst, póstinum verður ekki svarað.

Árið 2003 féll dómur í Hæstarétti þar sem að grunni var verslunareigandi hér í borg var dæmdur til sektar fyrir ófullnægjandi verðmerkingar. Má vefverslun eins og bókunarvél Icelandair vera með ófullnægjandi verðmerkingar?

Og ef Icelandair ber því fyrir sig að þetta verði að vera svona vegna einhverra reglna eða mekkanísma í bókunarvél eða einhvers þess háttar þá má spyrja hversvegna Expedia og orbitz geta boðið upp á verð á flugum með Icelandair með "sköttum og gjöldum" inniföldum?

 

PS.
Einihvernveginn held ég að vildarpunktarnir mínir muni þurrkast út vegna undanfarna daga. Errm


Er fólk fífl? II

Ég var að fárast yfir "sköttum og gjöldum" Icelandair og er frekar misboðið að þurfa að borga tæplega 45 þúsund krónur í "skatta og gjöld" vegna ferðar fjölskyldunnar til USA.

Ef ég ætla svo að fljúga sömu leið frá USA til Íslands þá lýtur dæmið öðruvísi út.

2xadult(s)84,11$168,22$
1xchild(ren)72,25$72,25$
1xinfant(s)49,7$49,7$
   290,17$
   20.311,9 Kr.

Er ekkert eldsneytisgjald á leiðinni USA-Ísland bara Ísland-USA?

Hvernig þessi "skattar og gjöld" eru samsett er engin leið að vita fyrir almenning, veit það einhver þarna úti? Í lögum um flugmálaáætlun og fjáröflun til flugmála 2. kafla er fjallað um flugvallaskatt og varaflugvallagjald það gjald eru heilar 980 kr og á það að vera helmingi lægra fyrir börn 2 til 12 ára. Hvernig stendur á því að  skattar og gjöld af flugi fyrir litlu fjölskylduna mína er víðsfjarri þess sem getið er í lögum?

"Skattar og gjöld" hljóma eins og opinber gjöld, að hver króna renni til opinberra aðila. Ég held að Icelandair séu að fela hluta flugfarsins inni í þessum tölum. Ætti "skattar og gjöld" fyrir barnið ekki að vera ca. 6400 kr. ekki 13.045. kr. ef lagaákvæðið um helmingsgjald fyrir börn ætti við?

Ég sendi bréf til Icelandair með nokkrum spurningum um "skatta og gjöld" fyrir nokkrum vikum síðan. Ekkert svar.

Flott þjónusta!

 


Er fólk fífl?

Fyrr í vetur var í fréttum umfjöllun um "skatta og gjöld" flugfélaganna, moggin fjallaði um það hér og Sævarr blogaði um fréttirnar hér.  En af einhverjum ástæðum er maður orðinn ónæmur fyrir fréttum af okri Icelandair, þar til maður reynir það á eigin skinni.

Nýverið keypti ég miða fyrir fjölskylduna til USA og "skattar og gjöld" fyrir 2 fullorðna, 1 barn og 1 ungabarn eru 44.275 kr.! 

2x
fullorðinn/nir13.870         27.740 kr.
1x
barn/börn13.045         13.045 kr.
1x
ungbarn/börn3.490          3.490 kr.
 samtals fyrir alla farþega         44.275 kr.

Fyrir 18 mánuðum fór konan mín til USA þá voru skattar og gjöld á flugið 9.500 kr núna eru þeir 14.000 kr. pr flug. Ég hringdi í Icelandair til að spyrja hverju sætti og stúlkan sem ég talaði við þar sagði mér að stærstur hluti hækkunarinnar væri "eldsneytisgjald" sem Icelandair leggur á sjálfa sig!

í fréttinni frá því í haust segir Guðjón Arngrímsson:

"Við höfum, líkt og flest önnur flugfélög, lagt á eldsneytisgjald á undanförnum misserum, til að mæta gríðarlegum olíuverðhækkunum síðastliðin tvö ár. Sum flugfélög hafa bætt þessu inn í verð, önnur halda þessu gjaldi til haga eins og við. Þetta hefur margoft komið fram í fjölmiðlum, er að sjálfsögðu hluti af auglýstu heildarverði farseðla,"

800px-Oil_Prices_Short_Termnú hefur olíuverðlækkað á undanförnum mánuðum en hafa "skatta og gjöld" gert það?

 Það er nefnilega eins og Icelandair vinni eftir forsendunni fólk er fífl og á ekkert betra skilið en að borga meira.


Heppinn Geir

geirEin skemmtileg tilviljun henti í vikunni. Að kvöldi 23. jan. birtist frétt á Stöð 2 um viðtal TV2 í Noregi við Geir Haarde þar sem hann var spurður um evrópumál, viðtalið var frá deginum áður. Fyrir utan að svara spurningunni um ESB skýrt og afdráttarlaust og svara þannig ESBulli kratanna þá kom eins og punktur yfir i-ið, skoðannakönnun daginn eftir sem sýndi einstaklega  lítinn áhuga almennings á inngöngu.

Þrátt fyrir að  Samtök iðnaðarins hafi eytt milljónum af illa fengnu fé í áróður, þrátt fyrir að sameiningarflokkur alþyðunnar rembist eins og rjúpa við staur og þrátt fyrir að Eiríkur Bergmann og Auðunn Arnórsson hafi gefið okkur "fagleg" álit á mikilvægi inngöngu þá skellir almenningur skollaeyrum við guðspjallinu.

 

Það skyldi þó aldrei vera að almenningur kjósi að búa í velmegun og hagvexti?

Að lokum
Geir var góður í norska sjónvarpinu, þetta stutta skot fannst mér vera ein besta sjónvarpsframkoma Geirs lengi. Það er ekki skrítið að norskan fari honum en það er eitthvað við fjöltyngt fólk sem mér finnst traustvekjandi.

 

--------------------------- 

Og að síðustu, hér er sérstaklega áhugavert og skemmtilegt starf auglýst á snilldar vinnustað. Ef það vekur einhvern áhuga, láttu vaða sendu inn umsókn.

 


Björgvin G í hægri sveiflu

"Ríkisrekstur á að heyra sögunni til á samkeppnismarkaði" 

Sagði Björgvin G. Sigurðsson á Alþingi í dag. Þar höfum við það, þá er það ákveðið. Mikið er ég feginn að þetta er komið á hreint. Ár eftir ár höfum við frjálshyggjupúkarnir hamast á þessum orðum eins og möntru í einu eða öðru formi. "Ríkisrekstur á að heyra sögunni til á samkeppnismarkaði"

Núna höfum við fengið nýjan bandamann Björgvin G. Sigurðsson. Í dauða mínum átti ég von á honum en maður tekur öllum villuráfandi sauðum fegins hendi. Það hefur verið eftirtektarvert hvernig hann hefur verið að færast á okkar línu undanfarið, hann kaus gegn tóbaksólögunum og hann er farinn að berjast fyrir skólagjöldum í opinbera háskóla.

En hver er skýringin á þessari umbyltingu? Ég kíkti inn á vef alþingis og skoðaði myndina af Björgvini og þegar ég opnaði hana í photoshop og lýsti aðeins bakgrunninn þá kom þetta í ljós.

Þetta skýrir allt er það ekki?

 BjörgvinG

Ég bíð nú eftir harðri baráttu frá okkar manni á þingi fyrir því að Rás 2 heyri sögunni til. Já og stuðningi við óheftan innflutning allra landbúnaðarafurða því stuðningur ríkisins við einn aðila umfram annan í samkeppnisrekstri er inngrip, dulbúin ríkisrekstur.

Velkominn Björgvin.


 


Ísland ekki Costa Rica

ksi-merkiHinir og þessir hér á bloginu fara mikinn vegna framboðs þingfréttaritara Morgunblaðisins til formanns KSÍ. (Stefáni Páls og Sverri Jakobs hlýtur að svíða að draumastúlka kaninku opnaði moggablogsíðu fyrir framboðið) Mér er ekki sama hver vinnur þennan slag. Mínar forsendur eru hinsvegar ekki kvenfrelsi heldur kverúlans. Ég vil að sá vinni sem hendir núverandi merki KSÍ á haugana. 

Það var einhver tíska undir lok níunda áratugarins að skemma gömul merki og koma með ný, væntanlega til að sjá grafískum hönnuðum fyrir vinnu. Sjálfstæðiflokkurinn gerði þessi reginmistök, hér má sjá fallegan fálka  og hér er illfyglið nýji túrbófálkinn. Það voru fleiri aðilar sem létu undan einhverju auglýsingastofu-PR rugli en fáir gerðu það af jafnmiklu smekkleysi og KSÍ.

Costa Rica

Það fer nefnilega ósegjanlega í taugarnar á mér að landslið Íslands leiki undir fána Costa Rica. Costa Rica er vinalegt land, líkt og Ísland þá eiga þeir ekki her en þar er ólíkt hlýrra en hér þar sem Allsnægtaströnd er í mið Ameríku, mitt á milli Panama og Nicaragua. Ég hef ekkert á móti þessu blessaða landi, ég skil bara ekki af hverju íslensku landsliðin í fótbolta þurfa að keppa undir fána þess.

kksiHvað framboð Höllu varðar er það eina sem ég hræðist við framboð hennar er að stjórnmálaskoðandir hennar og tilhneigingar til að afsaka einræðisríki og/eða stuðningsmenn hryðjuverka yrðu til að undir hennar forystu yrði merki KSÍ meira í þessum stíl. -->

Hver svo sem sem kippir þessu í liðinn og færir merki þessa góða sambands í fyrra horf fær minn stuðning.

Að lokum óska ég þess að núverandi merki KSÍ verði sent til austur London og falli þar um deild og verði þaðan selt til Síberíu. Gamla góða

 

 

 


Valdimar segir sig frá þingmennsku!

Nú bíður þjóðin í ofvæni eftir því að  flokksfélög Frjálslynda flokksins álykti um að Valdimar Leo eigi að Hver er góði gæinn?segja sig frá þingmennsku. Miðað við það sem gekk á sumarið 2005 þegar Gunnar Örlygsson gekk úr Frjálslyndum til Sjálfstæðisflokksins þá hlýtur prinsipp fólkið í Frjálslynda flokknum að hafna inngöngu Valdimars.

Haustið 2005 skrifaði Margrét Sverrisdóttir hin óspjallaða grein í Morgunblaðið (einnig birt á xf.is

 

Þingsætin tilheyra því flokkum en ekki einstaklingunum sem boðnir eru fram í nafni flokkanna.

Þess vegna særir það réttlætiskennd kjósenda þegar þingmaður, sem nær kjöri vegna stuðnings við þann flokk sem hann er fulltrúi fyrir, fer með umboð kjósenda eins og honum sýnist

Hvað segja Frjálslyndir nú? Hvar eru fjölmiðlamennirnir sem fáruðust yfir skiptum Gunnars? Hvers vegna spyr enginn Guðjón A. hvað sé breytt? 


mbl.is Valdimar gengur til liðs við Frjálslynda flokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kálfurinn og ofeldið

Þá er fyrsta kosingaræðan komin fram enda tæpir 4 mánuðir til kosninga. Ræða Valgerðar var lítið annað en fyrstu skref í kosningabaráttu. Tvö stef standa uppúr, burt með pukrið og fleiri konur. Mér fannst þessi setning áhugaverð:
Það andrúmsloft leyndarhyggju, sem áður var ríkjandi gagnvart þjóð, Alþingi og utanríkismálanefnd þegar að varnarmálum kom er ekki það vinnulag sem ég vil viðhafa. Raunar verð ég að játa að mér hefur oft fundist pukur af þessu tagi fremur einkenna karlana, sem hafa tilhneigingu til að leiða málin til lyktar í reykfylltum bakherberjum.[sic]


Af hverju hún kýs að hnýta í fyrrum formann Framsóknarflokksins er skil ég ekki. En þegar ofangreind orð bætast við yfirlýsingu um mikla fjölgun kvenna í friðagæslunni þá eru áhugaverðir hlutir séu að koma fram. Það kæmi mér ekki á óvart að Framsókn muni byggja veigamikinn hluta kosningabaráttu sinnar á því að hún sýnir "jafnrétti" í verki. Svo lengi sem VG og Frjálslyndir beygi ekki útaf stefnu sinni þá verður Framsóknarflokkurinn eina framboðið sem hefur konur sem oddvita lista í helming kjördæma. Nú þegar er helmingur ráðherra framsóknar konur og það er erfitt að koma auga á þrjár konur í Sjálfstæðisflokkki eða Samfylkingu sem eiga skýrt tilkall til ráðherrasætis. Samfylkingin sem þykist vera mikill jafnréttisflokkur er með karla í öndvegi í öllum kjördæmum nema einu!

Samkomulagið handsalaðÞegar Valgerður er talar svona um karlapukur og afléttir leynd er hún líka að gefa tón um hvernig framsókn vilji skapa sér sérstöðu. Hinsvegar er ég ekki viss um að hún geti verið trúverðug þegar hún tekur sér orð eins og pukur í munn. Það eru alltof margir sem setja til dæmis spurningamerki við kaupin á Búnaðarbankanum þegar Valgerður var iðnaðar- og viðskiptaráðherra.

Í athugasemdum hér á bloginu og í tölvupóstum hafa margir haft á orði að pukrið þá hafi verið sýnu verra en í utanríkisráðuneytinu þegar fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins réð þar ríkjum. Þetta skot Valgerðar á fyrrum formann sinn sýnir enn og aftur að sjaldan launar kálfurinn ofeldið.


 


Munu þeir muna?

Tóku einhverjir eftir orðum Ingibjargar Sólrúnar  í Kastljósi sl. mánudag þar sem hún og  Árni Mathiesen mættust? Efnahagsmál voru til umfjöllunar og á einum tímapunkti lét hún þessi orð falla:

"Ég tel það alveg fráleitt að við förum í þessar álversframkvæmdir á næstu árum"

Munu þessi 58% Norðlendinga sem styðja álver í Húsavík muna orð Ingibjargar næsta vor? Mun einhver þeirra 75% Húsvíkinga sem vilja álver veita henni atkvæði sitt? Hvernig munu Suðurnesjamenn kjósa? 66% íbúa Reykjanesbæjar styðja álver í Helguvík. Þeim er þá núna ljóst að atkvæði til Samfylkingarinnar er atkvæði gegn álveri. 

Húsvíkingar og Suðurnesjamenn eru heppnir, kostir þeirra hafa verið einfaldaðir, með álveri eða á móti því. Stjórnarandstaðan vill ekki byggja, stjórnarflokkarnir vilja byggja. Ekki flókið.

Eða halda menn að ISG muni draga í land á framboðsfundum suður með sjó og fyrir norðan?

samfylkingarblad_nordaustur

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband