Miðvikudagur, 31. janúar 2007
Er fólk fífl? III
í framhaldi af orðum gærdagsins og ýmsum athugasemdum sem gerðar voru þá velti ég fyrir mér einu máli í viðbót varðandi markaðssetningu Icelandair á netinu.
Hvernig er bókunarvél flugferða hjá icelandair.is undanskilin reglum um verðmerkingar? Í reglum um verðmerkingar nr. 580/1998 (PDF-skjal) er skýrt kveðið á um að skylt er að verðmerkja vöru og þjónustu með söluverði og ef annar kostnaður bætist við söluverðið þarf að taka það sérstaklega fram.
Aðferð Icelandair að sýna verð fyrir "skatta og gjöld" í bókunarvél sinni er ekki ósvipuð þeirri ef verslun sýndi verðmerkingar úti í glugga án virðisaukaskatts, síðan þegar þú ert búinn að velja þér vöru á verði X þá færðu að vita við kassann að verðið er þetta 50% hærra vegna "skatta og gjalda". Spyrjir þú hvers vegna og hvað felist í "sköttum og gjöldum" segist sá á kassanum ekert vita. En þér sé velkomið að senda tölvupóst, póstinum verður ekki svarað.
Árið 2003 féll dómur í Hæstarétti þar sem að grunni var verslunareigandi hér í borg var dæmdur til sektar fyrir ófullnægjandi verðmerkingar. Má vefverslun eins og bókunarvél Icelandair vera með ófullnægjandi verðmerkingar?
Og ef Icelandair ber því fyrir sig að þetta verði að vera svona vegna einhverra reglna eða mekkanísma í bókunarvél eða einhvers þess háttar þá má spyrja hversvegna Expedia og orbitz geta boðið upp á verð á flugum með Icelandair með "sköttum og gjöldum" inniföldum?
PS.
Einihvernveginn held ég að vildarpunktarnir mínir muni þurrkast út vegna undanfarna daga.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:50 | Facebook
Athugasemdir
Sæll. Ég fer ekki ofan af því; Í fréttirnar eða Kastljós með þetta! Þetta er of sláandi til að vera BARA á blogginu!
Sveinn Hjörtur , 31.1.2007 kl. 09:51
Þetta er ekki rétt hjá þér Friðjón. Ég mæli ekki með að þú farir með þetta í Kastljósið.
ÓÞ (IP-tala skráð) 5.2.2007 kl. 13:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.