Bloggfærslur mánaðarins, desember 2006

Afmælisbarn gærdagsins

var vinur minn Halldór Karl Högnason, vinir hans og vandamenn höfðu sameinast í kvikindislegri hundsun á afmælinu en dagurinn endaði svo í óvæntri veisu. Allan daginn hafði greyið dóri reynt að fá fólk til að óska sér til hamingju við dræmar undirtektum. Meira að segja kærasta hans þóttist þurfa að fara að vinna um kvöldið þannig hann sá fram á einmannalegt kvöld. Honum sárnaði líka sérstaklega hve erfitt það var að draga hamingjuóskirnar út úr mér á MSN. Samtalið tók tæpar 10 mínútur.

16:36:58  Halldór: veistu hvaða dagur er í dag ?
16:37:41  fridjon: já, það er fimmtudagur
16:38:26  fridjon: veistu ekki hvaða dagur er?
16:38:46  Halldór: jú, ég veit það uppá hár.
16:39:09  fridjon: Það er nú gott
16:39:34  Halldór: einmitt.
16:41:53  Halldór: jæja, það er til skúffukaka hérna heima, ef ykkur langar í.
16:42:22  fridjon: noh, assgoti er það grand
16:42:42  fridjon: við erum með matarboð á morgun fyrir fjölskylduna
16:42:50  Halldór: aha
16:42:56  fridjon: erum að byrja að búa til dót í kvöld
16:43:04  fridjon: svo við klárum einhverntíma
16:43:25  Halldór: jæja, ég á afmæli í dag.
16:43:34  fridjon: hey, til hamingju

              

Hann varð svo ósköp glaður þegar hann kom heim í gærkvöldi og þar tóku 20-30 manns á móti honum með afmælissöng og partýstemningu.  

Þá áttaði hann sig á því að hann á illa innrætta vini og kærustu sem eru með kvikindislegan húmor, því við höfðum svo gaman af blekkingunni. Að draga hann niður bara til að skjóta honum upp eins og rakettu.


Plexus Consulting

Moggin sagði frá störfum Plexus Consulting fyrir lýðveldið á forsíðu blaðsins í aðfangadagsblaðinu og Pétur "hux" Gunnarsson fjallaði um fréttina í færslu

Mér fannst við lestu greinarinnar í mbl eins og það væri verið að gera starf Plexus tortryggilegt. Ég velti því hinsvegar fyrir mér hvort þetta sé ekki kjörin leið til að vinna að hagsmunum lands og þjóðar. Hver ætli að sé kostnaður við sendiráðsstarfmann? Með launum, kostnaði uppbótum og tilheyrandi þá er hann ábyggilega hátt í milljón á mánuði ef ekki meira. Ef við erum ekki ánægð þá er minna mál að segja upp þessari þjónustu en ríkisstarfsmanninum. 

Ég hef heimsótt Plexus Consulting, fór þangað fyrir nokkrum árum með vini mínum þegar við vorum á ferð í DC. við vorum að dunda okkur við að skoða hin ýmsu pólitísku fyrirbæri sem nóg er af í DC.

Þessi félagi minn var í nokkuð miklum samskiptum við Jón Hákon Magnússon  og við heimsóttum Plexus fyrir hans milligöngu. Fyrirtækið kom mér fyrir sjónir sem ákaflega "pró" fyrirtæki þar sem menn voru að ná mjög vel utan um það sem þeir voru að gera. Ég get ekki sagt að sendiráðið hafi komið mér eins fyrir sjónir. Mér fannst það fámennt miðað við mikilvægi, varnarviðræður í sjónmáli en manni virtist enginn sérstakur viðbúnaður, þáverandi sendiherra kom mér fyrir sjónir sem gamaldags embættismaður  sem hafði meiri áhuga á hinum formlega þætti (les. boðunum og "minglinu") en að sýna frumkvæði til að tryggja hagsmuni lands og þjóðar. annað starfsólk sem ég hitti virkaði áhugasamt en ofhlaðið verkefnum.

Ég er viss um að annar bragur sé á málum nú þar vestra, en ég held að ráðstöfun sjávarútvegsráðuneytisins sé vænleg til árangurs.

Ég held reyndar að uppslátturinn á greininni um Plexus sé hluti af einelti sem sjávarútvegsráðherra  er lagður í af ákveðnu vinstri sinnuðu menningarriti

 

---------------------- 

Að lokum legg ég til að menn sleppi ýlum og handblysum alfarið nú um áramótin og styrki Harald Hannes í baráttunni við að ná heilsu. 

Reikningurinn sem stofnaður hefur verið í nafni Haraldar er með númerið 1150-26-26600, kt. 070970-4229.


Jóla jól

prinsessurPrinsessurnar voru næstum drukknaðar gjöfum frá öfum, ömmum og öðrum vandamönnum.

Þær og við óskum öllum gleðilegra jóla.

Hér til hliðar er sönnun þess að kverúlantaíhaldspúngar gera stundum eitthvað rétt.  Eða sönnun náttúruvals um hvernig gen móður eru sterkari.


Seinheppinn Stefán

Fyrir stuttu síðan birtist í vefritinu stjórnmál og Stjórnsýsla grein Stefáns Ólafssonar Aukinn ójöfnuður á Íslandi - Áhrif stjórnmála og markaðar í fjölþjóðlegum samanburði í útdrætti greinarinnar er meginniðurstaðan sú:

Ef skattleysismörk munu ekki fylgja launavísitölu á næstu árum má að öðru óbreyttu búast við að enn lengra verði gengið í ofangreinda átt, til aukins ójafnaðar í tekjuskiptingunni á Íslandi.

solafssonSíðastliðinn sunnudag birtist svo í Fréttablaðinu nokkuð áberandi frétt á síðu 6 undir fyrirsögninni "Lágtekjufólk dregst aftur úr"  Þar voru kynntar niðurstöður Stefáns Ólafssonar, prófessors við félagsvísindadeild Háskóla Íslands, í nýrri rannsókn sem byggir á fjölþættum gögnum frá Hagstofu Íslands, ríkisskattstjóra, Þjóðhagsstofnun og Hagfræðistofnun Háskóla Íslands, auk erlendra samanburðargagna. Aftur var því haldið fram að ef skattleysismörk fylgi ekki launavísitölu þá stefni allt í óefni. 

Nú hefur alþingi samþykkt breytingu á lögum um tekjuskatt þar sem persónuafslátturinn er hækkaður um 14% og bundin vísitölu neysluverðs. Þess er þó í engu getið í grein Stefáns eða Fréttablaðsins.  Er þetta bara seinheppni Stefáns að birta grein með þessari niðurstöðu, nokkrum dögum eftir að broddurinn var tekinn úr hans málflutningi. Eða hvað?

Hvað gengur Stefáni til? Er hann í pólitískum leik þar sem sannleikurinn skiptir ekki máli, bara áróðurinn?  Hvenær mun Stefán Ólafsson fagna vístölubindingu persónuafsláttarinns, eins og hann hefur barist fyrir á pólitískum vettvangi? Er hann að bíða eftir ordru frá 9. þingmanni Reykjavíkurkjördæmis norður? Getur hann ekki gefið "fræðilegt" álit fyrr? Er hann kannski bara prófessor Samfylkingarinnar?

 Svo vitnað sé til orða spunadoktorsins fyrrverandi:  Þegar stórt er spurt... 


Ég er með það

Stundum vandfundið, í dag ofgnótt af Þú sem ekki fékkst Blaðið borið út til þín í morgun örvæntu ekki, ég er með eintakið þitt. Við íbúar á Bergó vorum svo heppin í morgun að fá 11 eintök inn um lúguna fyrir tvær íbúðir, ríflega tvö eintök á hvern læsan einstakling. Við erum að vísu með gesti en þau gera lítið af því að lesa íslensk blöð.

Það hafa margir orðið til að kvarta yfir dreifingu Blaðsins m.a. fyrrv. ritstjóri og er dreifingin einn þáttur í atburðarásinni makalausu þar sem -sme var vísað á dyr í Hádegismóum.

Talandi um ritstjórann fyrrverandi þá er ég aldrei þessu vant sammála honum þegar hann hælir Sigríði Björk Guðjónsdóttir, nýskipuðum aðstoðarríkislögreglustjóra í hástert . -sme segir hana víðsýna og glögga manneskju og tali um lögreglu, rannsóknir, glæpi, samstarf lögreglu við einstaklinga og fjölmiðla af þekkingu og yfirsýn, sme segist hafa orðið dolfallinn.

Ég er sammála sme að því leyti að Sigríður á eftir að vera til fyrirmyndar hjá embættinu. Ríkislögreglustjóri nýtur ekki sannmælis hjá honum frekar en endranær en ég held að þegar fram í sækir verður litið á  skipun Sigríðar sem ákveðin straumhvörf í umfjöllun um embættið.


Er ég einn

um það að finnast það fyndið þegar Guðmundur Steingrímsson skrifar þessa setningu?

Ég er nú svo gamall að ég man eftir manni sem fullkomnaði þennan leik og varð vinsælastur stjórnmálamanna á Íslandi fyrir vikið.

steingríma


Að klappa sjálfum sér.

Annar hver bloggari fjallaaaa1f713fe57cedc nú um mann ársins hjá Time "borgara hins stafræna lýðveldis", sumir taka þetta til sín í léttum dúr eins og á að gera. Ég var að velta því fyrir mér í dag þegar ég entist í örfáar mínútur yfir góli Kristrúnar Heimisdóttur í Silfrinu hve úrsérgengið þetta spjallþáttaform er. Kannski er Silfrið bara úr sér gengið, því ég get horft nánast endalaust á sambærilega þætti þegar ég er úti, þá skiptir ekki máli hvort það er CNN, NBC, Fox eða PBS.

Til að fylgjast með íslenskri pólitík í dag þá les maður blog.is, svo einfalt er það. ég renni yfir tenglana hér til hliðar og skoða nú orðið nokkur blog í viðbót. 

Þessi þáttur hans Egils er svo fyrirsjáanlegur að ég nenni ekki að horfa, netið bjargar manni því þá er hægt að spóla í gegnum þáttinn.

Síðasti þáttur Egils var svona:

  1. Gamall krati með pistil sem yfirleitt felur pólitískar skoðanir sínar á bak eitthvað tilbúið "hlutleysi" og kaldhæðni.
  2. 4 pólitíkusar, flestir uppteknir af því að "skora stig"
  3. Gamall krati sem felur pólitík sína á baki við "fræðimennsku" en getur ekki falið biturð sína yfir því að vera ekki Seðlabankastjóri.
  4. Gamall kall sem er orðinn að krata því þeir voru þeir einu sem voru til í að veita honum athygli.
  5. Áhugavert spjall við tvær konur um bækur sem eru að gefa út mjög áhugaverðar bækur, en þær fengu engan veginn nægan tíma til að gefa þeim góð skil.

 Seimó seimó.

Þessu tengt, er ekki soldið fyndið að 3 af 4 upphafsstjórnendum Sunnudagsþáttarins eru mögulega á leið á þing, hvað fór úrskeiðis Óli Teitur? 


mbl.is Tímaritið Time velur „borgara stafræna lýðveldisins“ mann ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mynd vikunnar.

Stjórnarskrár
Mynd vikunnar er mynd af Heimssýnar bloginu. Hún sýnir stjórnarskrá lýðveldisins, Bandaríkjanna og hina fyrirhuguðu stjórnarskrá Evrópusambandsins. (Giscard d’Estaing sagðist vona að skólabörn myndu læra utanaf formálann, hann er nú ekki nema 440 orð ef maður sleppir þeims sem staðfesta hana, það telur 500 orð)

Myndin segir meira en þessi tæpu 1000 orð sem formáli evrópuskráarinnar telur. 

Þjóðfélag það þar sem grunnlögin er svona doðrantur er í vanda. Í því þjóðfélagi verða lögfræðingar og endurskoðendur feitir.

Ef grunnlögin eiga að vera svona hvernig yrði restin? 

Góða helgi 

 

 


Algjör illi.

illi er orð sem ég og minn næsti yfirmaður vorum að ræða fyrr í dag. Þá er ég að tala um orðið illi í merkingunni að vera algjör illi. (Vil taka það fram að við vorum að tala um okkur sjálf en ekki samstarfsmenn eða forstöðumenn undirstofnunar, þar eru engir illar.)

Það sem við erum bara áhugamenn í orðsifjum þá datt okkur ekkert í hug, enda kannski ekki tími til mikilla málkrufninga á miðjum vinnudegi við kaffivélina.

Kann einhver lausnina á illu orðsifjagátunni um illa?


Hvert stefnir Halla?

Þjóðmál þriðja heftiHalla Gunnarsdóttir pistlahöfundur og fyrrv. blaðamaður á Mogganum birti í gær viðhorfspistil sem vakti mig til umhugsunar. Pistillinn heitir "Hvert stefna Þjóðmál?" og þar fer hún yfir allt það sem henni finnst að tímaritinu Þjóðmál.

Hún hefur mál sitt á því að hrósa tímaritinu, það fari vel í hendi og lítið sé um auglýsingar. "Sumar greinar í Þjóðmálum skýra vel afstöðu og rök hægri manna og er það vel" segir Halla en bætir svo við: "Aðrar halda á lofti undarlegum, jafnvel afturhaldslegum, hugmyndum sem eru tímaritinu ekki til sóma." Það skín í gegn að henni finnst ómögulegt að afturhaldslegar hugmyndir fáist prentaðar. Þessar greinar sem henni er svo uppsigað við eru um jafnréttismál, innflytjendur og fóstureyðingar. Erfið mál að ræða en merkilegt að bregðast þannig við að vilja banna umræðuna. Lokaorð Höllu eru varnaðarorð til "upplýsts" fólks um að skrifa nú ekki í þetta ófétis tímarit:

Fræði- og stjórnmálamenn sem vilja láta taka sig alvarlega ættu að hugsa sig tvisvar um áður en þeir skrifa í Þjóðmál með óbreyttu sniði. 

Það er frekar að blaðamenn sem vilja láta taka sig alvarlega ættu ekki að vilja loka á umræðu.

Nú eiga vinstri menn Lesbók Moggans og fleiri rit fyrir sín hugðarefni og ég hef ekki séð neinn vara við skrifum í LEsbókina þótt síður hennar séu t.d. notaðar í 22 ára gamalt uppgjör við nýlátinn mann.

Ég hef gaman af því að lesa skrif Höllu þótt ég sé henni aldrei sammála, ég skil ekki áráttu hennar til að bera blak af harðstjórum og hryðjuverkamönnum og leikið einhvern afsökunarleik fyrir þá. Rétt eins og mér virðist hún ekki skilja áráttu manna eins og mín að benda á að Ísrael er enn eina lýðræðisríkið í mið-austurlöndum og því eigi þeir að njóta vafans í deilum við harstjóra og leppi þeirra.

Ég ætla samt ekki að segja við neinn ekki skrifa á sömu síður og aðdáandi hryðjuverkamannanna í Teheran.  Ég myndi frekar hvetja til þess að fólk svaraði atyrðum sósíalistanna, efni til umræðu því í þeim slag stöndum við sterkar að vígi, sannleikurinn og sagan er okkar megin. 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband