Blogið virkar II

Ég get ekki neitað því að það kitlaði pínu að sjá Guðjón Arngrímsson grillaðan í Kastljósinu í kvöld. Jóhanna stóð sig vel, vitnaði í blogið nokkrum sinnum og tók vel á Guðjóni. Mér fannst það reyndar skrítið að viðurkenna sennilegt lögbrot og kenna "samkeppninni" um. Er það kannski bara heila málið sem skein í gegn um viðtalið, Icelandair er allt af vilja gert til að gera hið rétta, það er bara þessi bölvaða samkeppni sem kemur í veg fyrir það.  Ef hægt væri að losna við þessa bévítans samkeppni þá væri allt auðveldara. 

Það var gott að sjá Guðjón viðurkenna mistök Icelandair og að þeir muni leiðrétta framsetningu fargjalda á vefnum. 

Endanleg fargjöld verða hin sömu fyrir fullorðna, en þá kemur að punktinum sem ég hefði vilja sjá Jóhönnu taka líka. Með því að hafa "skatta og gjöld" utan hins almenna verðs hefur Icelandair sleppt því að gefa 20% afslátt sem börn 2-11 ára fá af almennu fargjaldi. Af 5000 kr. hækkun eldsneytisgjalds gera þetta 1000 kr. á miða fyrir hvert barn á aldrinum 2-11 ára. Það eru ekki mörg börn í hverri flugvél fyrir sig en þetta safnast þegar saman kemur. Þegar þessir "skattar og gjöld" eru komin inn í fargjaldið þá mun það lækka til  barna.

Verst að þessir smáaurar þurfi að vera á kostnað barnafólks. Er það nokkuð gott fyrir ímynd fyrirtækisins? Það er ekki á móti barnafólki eða hvað...?

 

Hér má sjá grafið sem Jóhanna vísar til. Það er fengið af vef IATA (The International Air Transport Association) NB þetta eru ekki einhver skuggaleg neytendasamtök eins og FíB 

flugvélaeldsneyti frá ágúst 2006

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Hjörtur

Sæll Friðjón. Þegar ég sá þetta í fréttum hugsaði ég með mér; "Ég vona að Friðjón sé að horfa á Kastljósið?" Guðjón var létt grillaður og sérstaklega í endinn þegar hann sagði að hann vonaði að samkeppnisaðilarnir lækki líka? Bíddu, hvað er I EXpress búið að vera gera? En Friðjón þetta var flott hjá þér. Ég kalla þig hér með Neytendalöggu mánaðarins.

Sveinn Hjörtur , 15.2.2007 kl. 10:10

2 identicon

glæsilegt hjá þér og mjög vandræðalegt fyrir Guðjón.

Fasteignaviðskipti eru svipuð þessu þar sem kaupandi er látinn borga "umsýslugjald" sem á að sjálfsögðu að vera inn í kaupverði eða því gjaldi sem seljandi þarf að greiða fasteignasölunni fyrir sölunni. Gjaldið er frá 10þús til 31þús sem er kannski ekki mikið af 30milljónum en það er samt einn flugmiði.

Hákon Hrafn (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 10:16

3 Smámynd: Júlíus Valsson

Er hægt að tala um samkeppni á sviði flugmála hér á landi?
Á þetta að vera brandari?
Fólkið og ég erum fífl, og getum ekki annað.  Icelandair Group eru miklir húmoristar  og gera óspart grín að okkur, sem auðvitað hlægjum með.

Júlíus Valsson, 15.2.2007 kl. 11:22

4 identicon

Júlíus 

Hingað fljúga 4 flugfélög, Hello AG, Icelandair, SAS Braathens og British Airways. Fleiri eru að bætast við svo að ég myndi telja að hér sé samkeppni, í það minnsta á tilteknum leiðum.

Geir (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 17:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband