Bloggfærslur mánaðarins, október 2006

Tónlistaspilarinn

Er áhugaverð viðbót.  Lagið er 53 ára höfundurinn dó fyrir 53 árum.  Lifir höfundarrétturinn í 50 eða 70 ár?

Leyfum því að vera inni þessa helgi. 

Hank er í uppáhaldi hjá mér, ég er nefnilega mjög ginkeyptur fyrir sumu kántýri. Cash er ég búinn að hlusta á í áraraðir. Þá var ég alltaf skotinn í Nashville plötu Dylan. Svona þjóðlagakántrý sem er svo amerískt að það gæti ekki verið annarsstaðar frá. Líka sumt það sem Neil Young gerir (ég veit að hann er kanadískur) og sumt Springsteen efni, að ógleymdum Leadbelly og Guthrie. Ég get hlustað á þessa tónlist tímum saman.

Your cheatin heart,
Will make you weep,
You'll cry and cry,
And try to sleep,
But sleep wont come,
The whole night through,
Your cheatin heart, will tell on you...


Helena Marín Ying

Helena Marín YingFæddist miðvikudaginn 25. okt kl 16.11, 13 merkur og 50 cm. 

Fæðingin gekk mjög vel, móður og barni heilsast vel.

Eins og sjá má er sú stutta kafloðin og gullfalleg.

Nýr vefur systranna verður vonandi til í dag. 

 

 


Ertu farinn upp á slysó?

Er besta spurningin sem ég hef fengið síðastliðna daga. Viðkomandi vinur minn, barnlaus laganemi, er ekki alveg með hugtökin á hreinu, enda aldrei gengið í gegnum þá lífsreynslu að fara uppá slysó og koma heim með erfingja.

Ég hef fulla trú á því að ný Friðjónsdóttir líti dagsins ljós í dag. 

Spennan magnast...

 

Uppfært 12.45

Núna í þessum orðum var Liz að hringja....

Sjáumst í Hreiðrinu. 


Political Junkie...

 

p1020346

er maður sem hleypur út til að ná í pizzu og dettur inn á kosningakokteil á meðan beðið er eftir að hún verði tilbúin. Snitturnar hjá manni fólksins sl. föstudagskvöld voru frábærar og félagsskapurinn góður, eins og sjá má af myndum. (það má smella á myndina til að sjá fleiri myndir frá þessum góða kokteil)

Eina sem skyggði á var að pizzan var tilbúin alltof fljótt og enginn tími gafst í spjall við alla þá snillinga sem voru á staðnum. 


Ég hvet alla til að setja mann fólksins í fjórða sæti. Hann er einn besti maðurinn á þingi.

Sumarið 1999 vann ég gegn því að Sigurður Kári yrði kjörinn  formaður Sus, ég hafði nýhafið pólitísk afskipti að nýju eftir 4 eða 5 ára hlé og mér leist ekkert á þennan mann.(Það var Guðlaugur Þór dró mig aftur inn í pólitíkina) Á Sus þinginu hafði Sigurður sigur og ég var kjörinn í stjórn Sus. Í þeirri stjórn voru um 10 manns, nærri helmingur stjórnarinnar, sem ekki fylgdu Sigurði að málum. Næstum allir þeirra styðja hann nú. Málið er að hann er einn heilsteyptasti og traustasti ungi stjórnmálamaðurinn sem við eigum. Hann hefur ávallt tekið slaginn við andstæðinga flokksins og ég hef staðfasta trú á að hugsjónaeldur hans muni lifa lengur áður hefur sést.  Þegar ég verð orðinn gráhærðari og íhaldssamari  og fárast yfir ungum mönnum sem boða byltingar, þá verður maður fólksins ennþá staðfastur baráttumaður hugsjóna frjálshyggjunnar.

 

PS.
Biðin stendur enn. Vonandi fjölgar þeim sem eiga afmæli í dag upp í 764. sbr þetta


Gott hjá Geir

 Þessu hef ég beðið lengi eftir:

Ráðherraembættum fækki eftir kosningar

Geir Haarde, forsætisráðherra, telur tímabært að endurskipuleggja stjórnarráðið eftir næstu kosningar og vill ná samstöðu við aðra flokksformenn um slíkar breytingar.

Lög um stjórnarráð Íslands frá árinu 1970 mæla fyrir um fjölda ráðuneyta og reglugerð byggð á þeim lögum mælir fyrir um verkaskiptingu milli þeirra. Fyrir rúmu ári síðan skipaði þáverandi forsætisráðherra, Halldór Ásgrímsson, starfshóp til að fara yfir þessi lög og gera tillögu að breyttu skipulagi stjórnarráðsins. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra og Árni Magnússon, þáverandi félagsmálaráðherra, stýrðu því starfi undir yfirstjórn forsætisráðuneytisins. Niðurstöður hópsins gengu til Geirs Haarde þegar hann tók við embætti forsætisráðherra. Geir segir þetta ekki nýja umræðu en að nú sé tímabært að láta af þeim verða.

Þegar ég var í Sus þá ályktuðum við ítrekað um fækkun ráðuneyta og þetta var sérstakt áhugamál mitt að spyrja ráðherra flokksins um í fyrirspurnartímum.

Á 37. þingi Sus lögðum við til að innanríkisráðuneyti yrði stofnað:
Samband ungra sjálfstæðismanna leggur til að dóms- og kirkjumálaráðuneyti, umhverfisráðuneyti, félagsmálaráðuneyti og samgönguráðuneyti verði sameinuð í eitt ráðuneyti innanríkismála sem og að byggðamál verði færð úr iðnaðarráðuneyti til þessa ráðuneytis.

 Þá hefur Sus löngum lagt til að atvinnuvegaráðuneytin verði sameinuð í eitt ráðuneyti. Þá er fráleitt að Hagstofan sé með stöðu ráðuneytis.

 Lítum á ráðuneytin:

  • Forsætisráðuneyti
  • Dóms og kirkjumálaráðuneyti
  • Félagsmálaráðuneyti
  • Fjármálaráðuneyti
  • Hagstofa
  • Heilbrigðis- og tryggingaráðuneyti
  • Iðnaðarráðuneyti (iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti eru skvt. lögum tvö ráðuneyti)
  • Landbúnaðarráðuneyti
  • Menntamálaráðuneyti
  • Samgönguráðuneyti
  • Sjávarútvegsráðuneyti
  • Umhverfisráðuneyti
  • Utanríkisráðuneyti
  • Viðskiptaráðuneyti

Hvernig þetta gæti verið:

  • Forsætisráðuneyti
  • Innanríkisráðuneyti
  • Fjármálaráðuneyti
  • Heilbrigðis- og tryggingaráðuneyti
  • Atvinnuvegaráðuneyti
  • Menntamálaráðuneyti
  • Utanríkisráðuneyti

Mér hugnast þessi uppstilling mikið betur.  Ég er kannski til í að brjóta frá tillögu Sus frá því fyrir 3 árum og stilla málum svona upp: 

  • Forsætisráðuneyti
  • Innanríkisráðuneyti
  • Fjármálaráðuneyti
  • Heilbrigðis- og tryggingaráðuneyti
  • Atvinnuvegaráðuneyti
  • Menntamálaráðuneyti
  • Umhverfisráðuneyti
  • Utanríkisráðuneyti

Þessi uppstilling hugnast mér vel og ég held að stjórnsýslan hefði gott af þessari uppstokkun.


Það er talent í fjölskyldunni.

Hún er glæsileg og talenteruð litla frænkan mín. Hér vinnur hún og bloggið hennar er hér. Ég skil varla orð, en ég er viss um að þetta eru allt saman hreinir gullmolar.

 

Margrét Lára Atladóttir ofurbloggariÍslendingur bloggar fyrir Svía

Margrét Atladóttir er íslenskur blaðamaður sem vinnur hjá Aftonbladet í Svíþjóð. Hún skrifar um skemmtanalífið í Malmö á vefinn alltommalmo.se og bloggar um skemmtanalífið í Malmö.

„Ég er nýbyrjuð að blogga fyrir Aftonbladet, byrjaði fyrir tveimur dögum. Ég hef unnið á Afton­bladet í þrjár vikur. Okkur fannst vanta blogg um skemmtanalífið í Malmö þannig að ég byrjaði," segir hún.

„Við erum þrjú sem vinnum við heimasíðuna og svo gefur Aftonbladet út blað sem heitir Punkt se sem er fríblað. Við það vinna tíu blaðamenn þannig að við erum þrettán til fjórtán sem vinnum saman í Malmö."
Margrét hefur bloggað frá því að hún var fimmtán ára eða í sex ár. Hún segir að lítið hafi verið um blogg til að byrja með og lesendur fáir en fyrir ári hafi hún byrjað að vinna á ókeypis mánaðarblaði sem heitir Nöjesguiden og þá hafi fleiri byrjað að lesa bloggið hennar.

Margrét var á Iceland Airwaves með kærastanum sínum, sem líka er blaðamaður, og var að skrifa um tónleikana. Hún var búin að ákveða að fara á sænska bandið Love is All og ætlaði svo kannski að blogga um Iceland Airwaves.

Ofangreint er stolið af vefnum visir.is 


Bloginu hefur borist bréf.

Brynjólfur Ægir Sævarsson stjórnarmaður í Sus benti bloginu á í bréfi að hinn nýráðni framkvæmdastjóri  sagði sig úr stjórn Sus þegar hann var ráðinn framvkæmdastjóri og því hafi hann ekki komið að samningu ályktunar um hleranir. Það skal hér með leiðrétt. 

Bæsi er drengur góður og ég vefengi hann ekki.


Þegar menn eru að fara á taugum.

Þá skrifa menn bréf til Steingríms Sævarrs og skæla  yfir því að heimurinn sé vondur.  Nýjasta færsla spunalæknisins er mögnuð, hann birtir bréf sem honum barst  þar sem húrrað er saman klikkuðustu samsæriskenningum sem birst hafa í síðari tíð, enda þarf Sævarr að taka fram að bréfið sé ekki skrifað af Elías Davíðssyni, Ástþóri Magnússyni eða Þjóðarhreyfingunni.

Í bréfinu er því haldið fram að Mogginn,Blaðið og vefmiðlarnir(?) séu í samsæri gegn Gulla, já og Geir Haarde og Samfylkingin eru með í plottinu. skoðum þetta nú aðeins, í ritstjórn Moggans sitja 4 menn Styrmir, Björn Vignir Sigurpálsson, Karl Blöndal og Ólafur Stephensen. Einhverjir þeirra unnu með Birni fyrir 16 árum síðan en einn hefur tekið slaginn fyrir Gulla Þór, það var fyrir 13 árum. Þá rauf Ólafur Stephensen það sem sagt var vera handsalað samkomulag og réðist á þáverandi forystu Heimdalls í blaðagrein. Þetta var í fyrsta skipti sem málefni Heimdallar lentu með þessum hætti inni á síðum blaðanna. Ólafur rauf þá hefð og síðan þá hafa innri málefni Heimdallar ítrekað ratað inn á síður blaðanna. Ólafur hefur lengi tengst Gulla-genginu, sem reyndar einu sinni var Sveins Andra gengið áður en hann þjösnaði sjálfum sér út úr pólitík fyrir rúmum 12 árum. Ég held að aðstoðarritstjórinn myndi hreyfa einhverjum mótbárum ef Mogginn ætlaði að slátra Gulla.

Blaðinu stýrir Sigurjón Magnús Egilsson sem sér rautt og fjólublátt í hvert sinn sem rætt er um Björn, leiðari hans fyrir ca 10 dögum snérist allur um hvernig sme fannst Björn vera kominn fram yfir síðasta söludag. Það þarf frjórra ímyndunarafl en báðir félagsmenn Þjóðarhreyfingarinnar hafa til samans til að komast að þeirri niðurstöðu að Blaðið og sme gangi erinda "gömlu klíkunnar" í Sjálfstæðisflokknum. (hver sem hún er) Allir þeir sem þekkja sme eða til hans, vita að hann hefur horn í síðu góðra manna. Oftast af furðulegum ástæðum sem "meika sens" bara í hans huga.

Þegar bréfritari ræðir um veffjölmiðlana þá nefnir hann þetta blog og þá staðreynd að ég vinn í dómsmálaráðuneytinu. Með 80-90 heimsóknir á dag er ég tæplega fjölmiðill og hvað kemur vinnustaðurinn þessu við? Þeir sem halda að ég skrifi til að þóknast yfirmanni yfirmanns míns eiga í mjög óheilbrigðu sambandi við sinn yfirmann. Fyrir utan þá staðreynd að ég læt af störfum áður en langt um líður þá er dettur mér ekki í hug að skrifa til að þóknast einum né neinum. Mér finnst Björn brilliant stjórnmálamaður og vildi að ég gæti gert eitthvað til að tryggja gott gengi hans í prófkjörinu. Staðreyndin er hinsvegar sú að ég er með konu sem er kominn 4 daga framyfir og því til lítilla stórræða í þeim efnum. Ég sit hér í stofunni, bíð eftir barni og tuða á netinu en það er eins langt og það nær.

 


Formaðurinn segir satt.

Björn er traustasti og besti ráðherra sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur segir Geir, ég ætla ekki að vefengja formann flokksins, enda alltaf tekið til varna þegar að honum er sótt.

Það er áhugavert að formaður flokksins noti orðin "óprúttnir menn"  hverjir eru það? Össur er andstæðingur en ekki óprúttin. Ég þekki óprúttna menn sem hafa hagsmuni af því að koma höggi á dómsmálaráðherra, þeir voru örugglega ekki á fundinum í morgun. Þeir eru uppteknir við að undirbúa partý á kostnað almennings.

 


mbl.is Geir segir aðför að Birni Bjarnasyni sérlega ógeðfellda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Delusions of grandeur

Ályktun stjórnar Sus um hleranir er makalaus fyrir rangfærslur, misskilning og hreinlega af hve mikilli vanþekkingu hún er skrifuð. Svo mikil della er hún að það getur varla verið að annar maður en Klandri Óttarsson hafi skrifað hana. Mér eru minnistæð gagnrýni Klandra á frumvörp um útlendingamál og til breytinga á fjarskiptalögum í báðum málum fór hann mikinn og hafði uppi stór orð lík þeim sem eru viðhöfð í ályktun stjórnar Sus, en Klandri situr einmitt í sambandsstjórnni. Í gagnrýni sinni á frumvörp ríkisstjórnarinnar var málflutninga Klandra með þeim hætti að augljóst var að hann hafði ekki lesið greinargerðir frumvarpanna heldur kaus að æða áfram með það sem honum þótti betur hljóma. Ályktun stjórnar Sus er með þeim hætti að hún hundsar veruleikann en fjallar bara um það sem að gerst í skúmaskotum huga Klandra. 

 

Paranoja Klandra gagnvart ríkisvaldinu er slík að hann má ekki til þess hugsa að ríkið sinni skyldu sinni og verji borgarana fyrir líklegum áföllum. Hefðum við átt að hleypa morðhundunum í Hells Angels inn í landið á sínum tíma? Ættum við ekki að kanna sérstaklega menn berast á, án sýnilegra tekna sem þar að auki hafa þekkt tengsl við glæpamenn. Nei það er líklega misnotkun, misrétti og ofsóknir.

Þegar ég umgekkst  Klandra fyrri mörgum árum var hann svo nojaður gagnvart bönkunum að hann gat ekki hugsað sér að nota debet- eða kreditkort, það gæti einhver fylgst með honum. Ég skildi aldrei afhverju leyniþjónusta bankanna ætti að fylgjast sérstaklega með rauðhærðum laganema í Háskóla Íslands. En hann hefur haft sínar ástæður fyrir þessum hugmyndum, fyrir mér var þetta alltaf það sem best verður lýst með orðunum "delusions of grandeur"

Hann er spaugilegur þessi nýji framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. 

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband