Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009

Verkefnalisti ríkisstjórnarinnar

Ríkisstjórnin sendi frá sér fréttatilkynningu um að einungis 6 málum væri ólokið á 100 daga lista ríkisstjórnarinnar. Það er ekki rétt eins og kemur fram í óháðu mati.

Það er þó eitt sem ég staldra við í tilkynningu ríkisstjórnarinnar sem enginn fjölmiðill hefur fjallað um.

Á verkefnalistanum er þrítugasta atriðið:

Lokið við efnahagsreikninga nýju bankanna og þeir endurfjármagnaðir.

Ríkisstjónin telur þessi máli lokið, en segir svo í lok tilkynningar sinnar þegar sagt er frá einu máli sem hún viðurkennir að er ólokið:

Stöður bankastjóra ríkisbankanna auglýstar lausar til umsóknar (aðeins verður um eina stöðu að ræða, ef að líkum lætur og hún auglýst um leið og endurfjármögnun Landsbanka er í höfn).[feitletrun mín]

Í tilkynningu ríkistjórnarinnar segir að sex atriðum sé ólokið og þau talin upp. Mál númer 30 er ekki eitt þeirra.

Það lítur út fyrir að ríkistjórnin sé í besta falli að senda frá sér villandi upplýsingar, í versta falli að ljúga eina ferðina enn.

 

En getur það verið? Fjölmiðlar myndu alltaf kanna sannleiksgildi fréttatilkynninga stjórnarinnar.

Er það ekki?


Hver er skaðinn af lekanum?

Hver er raunverulegur skaði af lekanum?

Það eina sem Steingrímur nefnir í viðtali við stuðningsmann sinn, Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur, á mbl.is er að þeir hefðu viljað stjórna umræðunni! Það er erfitt að sjá hvernig “trúnaðarskjalið” sem lak í gærkvöld skaðar hagsmuni Íslands meira en yfirlýsingar ráðamanna um að við verðum að borga fyrir Icesave. Þegar hlustað er á Steingrím er gott að hafa eftirfarandi í huga:

Steingrímur Joð sagði þingi og þjóð ósatt þegar hann sagði á miðvikudegi að engin sátt í Icesave væri í sjónmáli, næsta föstudag var skrifað undir.

Hvað hafa mörg skjöl komið fram alveg óvart, eftir að öll skjöl Icesave-málsins hafa átt að vera fram komin?

Þessi stormur í fingurbjörg er allur hugarsmíð fréttastofu Rúv sem gengur hart fram við að verja ríkisstjórnina.

Þeim hefur tekist að snúa umræðunni frá fáránlegum fyrirvörum yfir í eitthvað allt annað!

Smjörklípa, hvað?

Loksins erum við sannarlega með RÍKIS-fréttir.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband