Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Af hverju er Rúv svona lélegt?

ég er búinn að vera að reyna að fylgjast með útvarpinu í gegnum podcast eða hlaðvarp eins og rúv er að reyna að kalla fyrirbærið líka.

Rúv segist bjóða upp á daglegar uppfærslur af þáttum eins og hádegisfréttum, morgunvaktinni og Speglinum. Fréttirnar detta nú alltaf inn að lokum, morgunvaktinni er mjög vel viðhaldið en Spegillinn er í tómu rugli. Síðasti þátturinn sem er á vefnum er frá 30. október.

Af örðum þáttum má nefna þátt eins og Vikulokin sem var síðast uppfærður 26. september.

 

Að auki virðist efnið detta inn með tilviljanakenndum hætt, ég skil ekki verklagið að baki.

Með podcasti ætti allt efni rúv bæði útvarp og sjónvarp, að vera til og eins langt og heimildir ná.

Þessi stofnun er soldið eftirá.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband