Fullreynt

Ţađ er löngu ljóst ađ hér er og verđur ekki mikiđ blogađ.

Hér hef ég veriđ í rúm 3 ár => fridjon.eyjan.is


Mađur ársins?

Fyrir 2 árum var Svandís Svavarsdóttir valin mađur ársins á Rás 2, eftir skipulagđar hringingar Vinstri Grćnna. Svandís marđi 4 atkvćđa sigur á Freyju Haraldsdóttur.

Nú er hafinn einhver söngur um ađ ósannindamađurinn Steingrímur Jođ Sigfússon eigi skiliđ ađ vera mađur ársins, hvílík della!

Hvađ hafa íslenskir stjórnmálamenn gert til ađ verđskulda slíkan titil?

Eftir Kastljós gćrkvöldsins er hins vegar ekki vafi í mínum huga ađ ţađ er einn mađur á skiliđ ađ vera valinn mađur ársins: Guđmundur Sesar Magnússon.

Ţađ er bara hćgt ađ vona ađ ţeir á flokksskrifstofu Vinstri Grćnna skammist sín nćgjanlega til ađ endurtaka ekki leikinn frá ţví fyrir 2 árum.


Kynjuđ hringtorg

Hún var merkileg yfirlýsingin frá umhverfisráđherra sem birtist í Fréttablađinu sl. laugardag:

“Ţađ er okkar vissa ađ viđ verđum ađ samţćtta kynjajafnrétti í allt okkar starf, ćtli okkur ađ takast ađ bregđast viđ loftslagsbreytingum”

Međ allri ţeirri virđingu sem ég get kreist fram fyrir umhverfisráđherra ţá er ţessi setning samt galin.

Ţađ er mjög hughreystandi ađ vita ađ ráđherrar ríkisstjórnarinnar eru međ forgangsröđina á hreinu.

Nćsta skref hlýtur ađ vera umrćđa um kynjuđ hringtorg


Minnisleki Jónasar

Hún er ekki merkileg bókin hans Jónasar Kristjánssonar ef minni hans er međ ţessum hćtti:

“Viđ Magnús Óskarsson gáfum Birgi Ísleifi Gunnarssyni borgarstjóra ráđ fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 1982. Vildum, ađ Birgir yrđi grćnn borgarstjóri. Legđi grćna trefla um borgina, til dćmis milli Elliđaárdals og Laugardals. Slíkt var ţá ekki enn komiđ í tízku. Hittum Birgi, sem virtist vera alveg mállaus og skođanalaus. Ég hef aldrei hitt pólitíkus, sem kom eins aulalega fyrir og Birgir. Ţađ var eins og hann vćri í öđrum heimi og heyrđi ekki orđ manna í umhverfinu. Mér kom ekki á óvart, ađ hann féll í kosningunum. Hann fór ekki eftir neinu, sem viđ Magnús ráđlögđum honum.
(Úr bókinni: Jónas Kristjánsson: Frjáls og Óháđur, 2009)”

Ţađ er ekki von ađ Birgir hafi ekki fariđ eftir neinu sem ţeir Jónas og Magnús ráđlögđu honum fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 1982, hann var ekki í frambođi, ţađ var annar mađur.

Miđađ viđ lýsinguna ţá heldur mađur helst ađ Jónas hafi veriđ ađ tala viđ brjóstmyndina af borgarstjóranum fyrrverandi.


Verkefnalisti ríkisstjórnarinnar

Ríkisstjórnin sendi frá sér fréttatilkynningu um ađ einungis 6 málum vćri ólokiđ á 100 daga lista ríkisstjórnarinnar. Ţađ er ekki rétt eins og kemur fram í óháđu mati.

Ţađ er ţó eitt sem ég staldra viđ í tilkynningu ríkisstjórnarinnar sem enginn fjölmiđill hefur fjallađ um.

Á verkefnalistanum er ţrítugasta atriđiđ:

Lokiđ viđ efnahagsreikninga nýju bankanna og ţeir endurfjármagnađir.

Ríkisstjónin telur ţessi máli lokiđ, en segir svo í lok tilkynningar sinnar ţegar sagt er frá einu máli sem hún viđurkennir ađ er ólokiđ:

Stöđur bankastjóra ríkisbankanna auglýstar lausar til umsóknar (ađeins verđur um eina stöđu ađ rćđa, ef ađ líkum lćtur og hún auglýst um leiđ og endurfjármögnun Landsbanka er í höfn).[feitletrun mín]

Í tilkynningu ríkistjórnarinnar segir ađ sex atriđum sé ólokiđ og ţau talin upp. Mál númer 30 er ekki eitt ţeirra.

Ţađ lítur út fyrir ađ ríkistjórnin sé í besta falli ađ senda frá sér villandi upplýsingar, í versta falli ađ ljúga eina ferđina enn.

 

En getur ţađ veriđ? Fjölmiđlar myndu alltaf kanna sannleiksgildi fréttatilkynninga stjórnarinnar.

Er ţađ ekki?


Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband