Hvar klikkaði Kaupthing?

Í fyrradag keyrði ég með 3 ára dóttur mína framhjá Landsbankanum Laugavegi 77 þar sem hún þekkti merki bankans og staðinn. Fyrr í vetur bauð Lansinn leikskólanum í heimsókn til að horfa á leikrit. Með góðum árangri greinilega. Í gærkvöld fórum við svo á Vetrarhátíðarrölt og þar sem við löbbum frá Listasafni Íslands í áttina að bænum heyri ég hana hrópa af gleði: GLITNIR!  Hún fær greyði ekki oft að horfa á Latabæ, en þegar það gerist þá liggur hún greinilega á hverju einasta smáatriði. Nú er Glitnir semsasgt uppáhalds bankinn hennar, á hennar fjórða ári.

En hvar er Kaupthing? Hafa Kaupthangsmenn verið of uppteknir af nafnabreytingum undanfarið og misst af heilli kynslóð af yfirdrætti? Í framhaldi af því hvert verður nafn fyrirtækisins í lok þessa árs?

Er ekki hægt að lotta um það frekar en sænsku þriðjudeildina í körling.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Kaupthing hefur vinninginn í aldurshópnum 5-7 ára. Á næsta ári munu öll þriggja ára börn þekkja Búnaðarbankann ...

Hlynur Þór Magnússon, 24.2.2007 kl. 06:08

2 identicon

Af hverju í ósköpunum fær hún ekki að horfa á Latabæ?

snorri (IP-tala skráð) 24.2.2007 kl. 09:22

3 identicon

Af því að Latibær er skelfilegur, treysti ég.

a (IP-tala skráð) 24.2.2007 kl. 14:01

4 Smámynd: Friðjón R. Friðjónsson

Af því að við foreldrarnir erum ekki hrifin af því að 3 ára börn hangi fyrir framan sjónvarpið.

Það hefur minnst með Latabæ að gera og allt með sjónvarp almennt að gera.

Friðjón R. Friðjónsson, 24.2.2007 kl. 17:23

5 Smámynd: Óttarr Makuch

Kaupþing hugsar ekki um framtíðina heldur núið, eða svo virðist vera, því dætur mína fá boð um afmælisborðbúnað frá Glitnir og Landsbankanum en ekki frá Kaupþing.  Sem væri svo sem ekki frásögu færandi nema fyrir það að þær eru báðar með bankabók í kaupþing en ekki hinum bönkunum!  Það er greinilega hart barist um korta og yfirdráttavexti framtíðarinnar á þeim bæjunum

Óttarr Makuch, 24.2.2007 kl. 19:16

6 Smámynd: Vaff

Mér lýst vel á þetta hjá þér Friðjón, þ.a.s. að leyfa ekki sjónvarpsgláp. 

Alltaf gaman að lesa síðuna þína.  

Vaff, 25.2.2007 kl. 10:17

7 identicon

Sonur minn tveggja ára kallar Landsbankann Sprotabúðina. Ég held að það sé dæmi um góða markaðssetningu því hann á fullt af sprotadóti frá bankanum.

Sigga Inga (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 22:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband