Bloggfærslur mánaðarins, desember 2006

Jakob og Jón

jakobjonEftir að hafa lesið í gær að Jakb Magnússon sé að skoða framboð með Framtíðarlandinu þá datt mér í hug að ef Jón Magnússon væri ekki búinn að binda trúss sitt við Frjálslynda þá væri hann í þessu viðtali.

Jakob er á góðri leið með að breytast í Jón. Svona mann sem miklu meira framboð er af en eftirspurn 


Google Analytics

Eitt af því sem mér fannst hvað helst mætti bæta hér á bloginu voru betri upplýsingar um heimsóknir og tilvísanir. Mér fannst HTLM-boxið skrítið í virkni og hreint út sagt var ég ekki að ná að virkja það.

Hinir ljómandi ljúfu starfsmenn netdeildarinnar hafa nú leitt mig í allan sannleik um hvernig HTML boxið virkar þannig að ég get sett inn kóða sem gefur mér bestu greiningu á heimsóknarupplýsingum semég hef séð. Tólið er ókeypis og frá Google, Google Analytics. Gmail notendur geta notað loginið sitt.

world wide readershipNiðurbrot upplýsinganna er magnað, einnig eru margir skemmtilegir fídusar ss. heimskort sem sýnir hvar lesendur þínir eru. Hér til hægri er smá myndbrot.

 

Leiðbeiningar netdeildar mbl til að setja inn HTML-box:

Varðandi HTML-boxið, stofnarðu það á eftirfarandi hátt: þú velur Listar í stjórnborðinu, stofnar nýjan lista, velur gerðina HTML, setur fyrirsögn í reitinn Nafn og sjálft HTML-ið í reitinn Lýsing. Við vitum að þetta er mjög órökrétt en það stendur til bóta ...

Það gerirðu með því að fara í útlit og síðueiningar. Þar seturu inn svokallað notandaskilgreint HTML box. Til að setja inn efni í þetta box ferðu í listar og býrð til lista af HTML gerð. Þú setur fyrirsögn í reitinn Nafn (með því að setja bara bil þá birtist teljarinn ekki)  og sjálft HTML-ið(teljarakóða GA) í reitinn Lýsing

Svo einfalt er það. 

Það er svo gaman að greina gögn.


Enn um fátækt

og fátæklega umræðu um skýrslu forsætisráðherra.

Þessi fátæka umræða heldur áfram, þeir sem meiri áhyggjur hafa að því hvernig náunganum gengur en öðru hafa allt á hornum sér, aðrir eru að átta sig á málinu. Þessi leið sem farin er að við skýrsluskrifin að forskrift Samfylkingarinnar er mjög gölluð. Það sem 50% af miðgildi leiðin mælir er ekki fátækt heldur hlutfallsleg fátækt eða ójöfnuður. Yfirleitt er þessi mælikvarði notaður með öðrum til að mæla eitthvað ástand. Þótt Wiki sé ekki alltaf besta heimildin þá birtist það ágæt samantekt á mælikvarða á fátækt. Heimildirnar sem vísað er í á wiki eru frá SÞ. Þar sért skýrt að 50% af miðgildi reglan er bara einn þáttur í mælikvarða á fátækt.  

50% frá miðgildi reglan mælir dreifingu tekna að ákveðnu leyti en samt ekki einu sinni sérstaklega vel. Mig langar til að sýna smá töflu. Hér erum við með 3 lönd sem öll búa við sömu efnahagslegu skilyrðir nema tekjur einstaklinga, þeir eru 7 í hverju ríki fyrir sig.

 

 JanftenskíttistanVelmegunía Ríkistan
1100200340
2110400390
3120600600
miðgildi 4 130801801
514010001250
615012001500
716014001800
    
Hlutfall fátækra
0%28,6%28,6%

Maður spyr sig er ekki betra að vera með 200 krónur í Velmeguníu en 160 í Jafntenskíttistan? 

Skilvirkasta leiðin til að minnka þessa hlutfallslegu fátækt í Velgemeníu og Ríkistan er að reka silkiliðið úr landi. Það var kannski það sem Ömma efnahagsundri gekk til þegar hann vildi gera bankana útlæga.

  Janftenskíttistan VelmeguníaRíkistan
1100200340
2110400390
miðgildi 3120600600
4130801801
514010001250
    
Hlutfall fátækra0%20%0%

 Og sjá fátæktin hverfur í Ríkistan en samt er meira bil milli þess ríkasta og fátækasta en í Velmeguníu.

Málið er að á öllum öðrum kvörðum þar sem ekki er spurt um hlutfallslega skiptingu heldur beinan árangur þá erum við í efstu sætum. Samkvæmt lista Þróunaráætlunar Sameinuðu þjóðanna yfir fátækt í heiminum þá erum við í 2. sæti á eftir leiðinglegu oílumógúlunum

Það sem er áhyggjuefni og skiptir meira máli fyrir þá sem minna hafa milli handana en þessi pantaði skandall þeirra í Samfylkingunni er hlutfall ráðstöfunartekna af launum.  Það skiptir máli þegar rætt er um hvernig fólk hefur það.

Hagstofan gefur út upplýsingar um ráðstöfunartekjur og útgjöld heimila á mánuði (opnar EXCEL skrá)  og taflan hér að neðan er yfir árin 2002-2004.

HeimilisgerðirÚtgjöld sem hlutfall
ráðstöfunartekna
Allir 93,8
Einhleypir95,0
Hjón/sambýlisfólk án barna97,5
Hjón/sambýlisfólk með börn90,7
Einstæðir foreldrar105,0
Önnur heimilisgerð89,3

Einstæðir foreldrar safna skuldum og enginn hefur mikið til að leggja til hliðar. Til að laga þetta þarf að hækka ráðstöfunartekjur td. með því að lækka beina skatta og lækka útgjöld með því að lækka óbeina skatta eins og VSK. En ríkisstjórnin var einmitt að gera nákvæmlega það og þess vegna skiptir meira máli hvað Árni Matt gerir en allar skýrslur heimsins og þess vegna eigum við að vona að Sjálfstæðismenn hafi enn lyklavöld í Arnarhvoli eftir 12. maí nk. en ekki popúlískir froðusnakkarar.

 

Að lokum þrír punktar.

  • Það kemur skýrt fram í skýrslunni að talan 4.634 er líklega ofáætlun. Þegar tillit hefur verið tekið til námslána lækkar talan í 4.400 og meðlagsgreiðslur lækka hlutfallið enn frekar.
  • 75% þeirra sem töldust fátækir árið 2000 eru það ekki lengur fjórum árum seinna. Það bendir til þess að ætluð fátækt sé mjög tímabundin. Í raun mætti ætla að það séu þessi 25% sem eftir sitja sem við þurfum að hafa áhyggjur af það eru ca. 1000 börn.
  • Börn Jóns Ólafssonar hér um árið mældust bláfátæk þegar hann var með uppgefnar tekjur upp á ca. 70 þús. á mánuði. Þar sem miðað er við upplýsingar frá skattinum þá eru þeir sem hundsa hann taldir til fátæklinga.

 

Á morgun gefur Hagstofan út Rannsókn á útgjöldum heimilanna 2003-2005. Það verður mjög forvitnilegt að skoða.

 


6,6% fátækt - 98% della

Finn hjá mér óyfirstíganlega hvöt til að skrifa aðeins um skýrslu forsætisráðherra sem pöntuð var af Samfylkingunni með því fororði að miðað skyldi við ákveðnar forsendur. Forsendurnar eru í 34 liðum og miða flestar að því að draga upp ákveðna mynd. Aðaforsendan er sú að miðað skuli við fátæktarskilgreiningu OECD. Hún er samkvæmt þeim sem pöntuðu (eins og segir í skýrslupöntuninni):

"Miða skal við skilgreiningu OECD á fátækt (lægri tekjur en 50% meðaltekna)."

Þekki menn eitthvað í hlutfallsreikningi þá átta menn sig á því að það er aldrei hægt að útrýma fátækt ef þetta er forsendan.  Skýrsluhöfundar fóru þá leið að velja miðgildi (Miðgildi tekna eru þær tekjur þar sem jafnmargir hafa meiri tekjur og minni.) vegna þess að það er ekki viðkvæmt fyrir einförum og skekkju í dreifingunni eins og meðaltal.

Hvor forsendan sem valin er skiptir ekki máli því fátæktin er hlutfallsleg og ef við fækkum fátækum barnafjölskyldum þá fjölgar barnlausum fátækum fjölskyldum og einstæðingum. Þá þarf að panta nýja skýrslu og hringavitleysan heldur áfram.

Það er EKKI hægt að ræða um fátækt á þessum nótum, allt þetta havarí er til þess gert að skora ódýr pólitísk stig. 


Friedman í sjónvarpssal

grimssonÞað var kostulegt að horfa á þáttinn Friedman í Sjónvarpssal  frá 1984 sem sýndur var í fyrr kvöld. Þarna voru 3 vinstrisinnaðir besserwisserar að reyna að reka gat á Friedman en lítið gekk hjá þeim blessuðum.

Vitringarnir þrír voru Ólafur Ragnar Grímsson, Birgir Björn Sigurjónsson og Stefán Ólafsson.  

Stefán og Ólafur eru auðvitað þekktir enn í dag sem vinstri menn en þriðji félaginn er ekki þekktur fyrir gæsku við launafólk en nú er Birgir Björn Sigurjónsson forstöðumaður kjaraþróunardeildar Reykjavíkurborgar og var (lengi formaður launanefndar sveitarfélaganna leiðrétt yfirstrik virkar ekki) oft formaður samninganefndar Launanefndar sveitarfélaganna. Þar hefur hann komið fram sem verkalýðsins versti óvinur, fjarri hugsjónamanninum unga sem skrifaði bókina Frjálshyggjan árið 1981. Bókin átti að afhjúpa hina hræðilegu, illu og meingölluðu frjálshyggju, það tókst ekkert sérstaklega vel.

Bókin Frjálshyggjan var auðvitað gefin út af bókaútgáfunni Svart á Hvítu sem Ólafur Ragnar, þá fjármálaráðherra, bjargaði gjaldþroti á nokkrum árum síðar. Úlfar Þormóðsson alþýðubandalagsmaður skrifaði við upphaf 10. áratugarins bók sem heitir Útgangan í bókadómi í mbl um bókina segir:

Úlfar telur það til marks um niðurlægingu Þjóðviljans og þjóns lund við Ólaf Ragnar Grímsson fjármálaráðherra að blaðið skuli ekki hafa sagt frá því um Svartá hvítu" að fyrirtæki þetta hafði gleymt" að skila söluskattsskýrslum allt þar til söluskatts skuldin" var komin í einar tuttugu og fimm milljónir eða svo. Og þar var alls ekki sagt frá því að fjármálaráðherra hefði gefið eftir þessa skuld" með öllu og tekið uppí hana hrákaraðan hugmyndabanka sem á frjálsum markaði hefði ef til vill verið seldur fyrir par þúsundir króna." Síðan segir Úlfar að aðstandendur Svarts á hvítu" hafi verið og séu með dyggustu stuðningsmönnum fjármálaráðherrans í innanflokks meiðingum".

Þetta var samflokksmaður Ólafs sem vitnað er í og endanum fór Svart á Hvítu á hausinn en ekki fyrr en maðurinn sem tímabundið er forseti var búinn að bjarga félögum sínum úr mikilli fjárhags og fjárglæfraklípu. Ólafur kom líka upp um sig að hann er í grunninn elítukommi sem trúir á forréttindi menntamanna. Það er engin furða að honum líði svona vel á Bessastöðum þar sem hann er jafnastur allra.

solafssonÞegar maður horfir á þáttinn þá skilur maður líka betur af hverju Stefán Ólafsson prófessor Samfylkingarinnar skrifaði hina makalausu og rætnu grein í Lesbók Mbl. sl. laugardag undir yfirskriftinni Maðurinn sem rændi frelsinu. Hann er greinilega ekki enn búinn að jafna sig á meðferðinni sem hann fékk þetta kvöld. Fyrir utan að hafa ítrekað verið snýtt af miðaldra kalli í jakkafötum þá voru Stefán og Ólafur afhjúpaðir fyrir að skilja ekki eitt grunnatriða hagfræðinnar. Það er ekkert ókeypis.

Það eru engir ókeypis fyrirlestrar það er alltaf einhver sem borgar. Vinstri menn vilja að aðrir (les. ómenntaður og menningarsnauður almúginn) borgi þeirra neyslu á menntun og menningu á meðan frjálshyggjumenn vilja að þeir sem neyta og njóta borgi. friedman

 

 


persónuafsláttur hækkar um 14%

og er orðinn að ákvörðun Fjármálaráðherra hverju sinni.

 Í nýsamþykktu frumvarpi fjármálaráðherra til laga um breyting á lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt, og lögum nr. 94/1996, um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur, með síðari breytingum kennir margra góðra grasa. Skattalækkananir á skattalækkanir ofan, hamingjufrumvarp fyrir fólkið í landinu. Það er þó eitt sem ég staldra aðeins við og það er breyting sem er orðin á 1. mgr. 67.gr laganna. Í lögunum segir:

Við 1. mgr. bætast tveir nýir málsliðir er orðast svo: Persónuafsláttur skal í upphafi hvers árs taka breytingu í réttu hlutfalli við mismun á vísitölu neysluverðs við upphaf og lok næstliðins tólf mánaða tímabils. Fjárhæð persónuafsláttar skal birta með auglýsingu fjármálaráðherra fyrir upphaf staðgreiðsluárs. 

 Ég sé ekki betur en að þarna sé verið í verðtryggja persónuafsláttinn? 

Þetta er að vísu dálítið ógagnsæ lagasetning að því leytinu til að í lögunum mun standa upphæð sem síðan verður orðin allt önnur eftir einhver ár.

 

Annars lítur dæmið mjög vel út. Þarna er ekkert búið að gera ráð fyrir neinu nema bara heildarupphæð. ég   tek auðvitað dæmið af 4 manna fjölsk. þar sem það er mín fjölskyldustærð.

!Þetta eru ekki nákvæmir útreikningar heldur bara spekúlasjón!
 

Í raun munu barnfjölskyldur fá meira, sjómenn fá einnig hlutfallslega meira  osfrv. Ekki alveg einsog ég vildi helst gera en fjári jákvæðar lækkanir.

22.000.000.000skattalækkun
300.000íbúar á íslandi
73.333 kr. skattalækkun pr. íbúa
4í fjölskyldu
293.333 kr. samtals skattalækkun á fjlsk.
24.444 kr. skattalækkkun pr. mán pr. fjölsk.

 

Kommarnir þurfa kannski á neyðar- og áfallahjálp að halda, en miðað við tillögur tillögur hér og hér í þessu máli  þá finnst þeim vera skorið við nögl hjá Árna. Yfirboð einhver?


mbl.is Viljayfirlýsing um sjálfvirka neyðarhringingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

þegar kvennalistinn var stofnaður...

...fyrir 10 árum (samkvæmt stjörnublaðamanninum Sigríði Dögg Auðunsdóttur í Silfrinu í dag) var það til að ýta jafnréttismálum í forgrunn og gömlu kallarnir sem stjórnuðu gömlu flokkunum áttuðu sig á því að eina leiðin til að fá atkvæði kvenna var að hafa konur á lista. Þetta var samliking sem hún notaði til að færa rök fyrir því að umhverfismál eru hin nýju jafnréttismál!

Fyrir utan ævintýralega tímaskekkju sem munar 13 árum (fyrir 10 árum var Kvennalistinn nær dauða en lífi) þá er ályktun sda röng. Allstaðar í hinum vestræna heimi hefur konum á þjóðþingum fjölgað undanfarin ca 30-40 ár. Það eru þjóðfélagsbreytingar sem eiga ætt sína til umbyltinga á sjöunda áratugnum sem hafa skilað þessum aukna jöfnuði. Hér á lendi hefur konum gengið ver en hjá frændþjóðum okkar að komast inn á þing. Engan kvennalista áttu þær þjóðir. Það má frekar halda því fram með samanburðar rökum að kvennalistinn hafi haldið aftur af konum fækkað tækifærum þeirra.

Líklega var þetta með 10 árin mismæli en hugsanavillan er alger.

-Uppfært-

Ég bæti hér við 3 myndum sem ég tel að styðji mál mitt. Fyrri tvær eru fengnar frá Jafnréttisstofu á þessari síðu

Sú fyrsta sýnir þróun á fjölda sveitarstjórnarmanna á tæplega 50 ára tímabili.  

Kjörnir sveitarstjórnarmenn 1958-2006

Önnur sýnir  þróun fjölda þingmanna. Það er rétt að fjöldi kvenna á þingi tekur stökk þegar kvennalistinn kom fram en eins og ég hef sagt þá tel ég að þróunin hefði verið líkari þeirri sem var á sveitarstjórnarstiginu þótt Kvennalistinn hefði ekki komið fram. 

%DEingmenn%20kyn%2071-%2003

Svo er reyndar áhugavert að skoða stöðu íslands gagnvart örðum þjóðum sem við berum okkur gjarnan saman við. Taflan að neðan er ný og frá Evrópusambandinu. Við erum í 7. sæti, ég sem hélt að hér væri allt á heljarþröm! 

en418low

 


Talsmaður neytenda

er skrítin skepna. (Þá er ég að tala um embættið ekki Gísla Tryggvason sjálfan.) Það að enginn hafi skellt uppúr þegar framsóknarráðherrann og bóndinn Valgerður lagði fram frumvarp um talsmann neytenda er furðulegt. Ráðherra flokks sem hefur markvisst í 90 ár miðboðið og misnotað neytendur býr til embætti talsmanns fórnarlamba sinna. 

Þess vegna varð að velja rétt í sætið. Ef einhver er undrandi á því að Valgerður Sverrisdóttir frá Lómatjörn í Grýtubakkahreppi við Eyjafjörð hafi skipað Gísla Tryggvason Gíslasonar rektors MA frá 1973-2003, þá er viðkomandi lítt versaður í pólitík Framsóknarflokksins. (Hér er listinn yfir þá sem sóttu um embættið, er einhver meiri norðanmaður þarna eða með viðlíka tengsl í kjördæmi ráðherrans?)

Núnar er ég hinsvegar að velta fyrir mér talsmanni neytenda hinum fyrsta, Gísla Tryggvasyni. Hvernig getur hann verið trúverðugur talsmaður neytenda eftir að hann gaf kost á sér í pólitík. Núna hljóta allar hans yfirlýsingar verða skoðaðar í ljósi metnaðar hans á þeim vettvangi.

Hvernig er t.d. hægt að skoða eftirfarandi yfirlýsingu annað en pólitíska yfirlýsingu og skoðun Gísla Tryggvasonar?  

 „Þar sem ég tel það ekki hlutverk talsmanns neytenda að hafa skoðun á því hvert eignarhald fyrirtækja á markaði skuli vera tel ég að öðrum kosti koma til álita sem illskárri kost að horfið verði frá yfirlýstri markaðsvæðingu raforkumarkaðar og komið á opinberri verðstýringu á markaði með þá grundvallarvöru sem raforka er."

Fréttin í heild sinni ásamt myndskeiði þar sem fyrrum frambjóðandi til varaformanns Samfylkingarinnar les fréttina.

 

Reyndar dettur manni í hug orðin kálfur og ofeldi, eða kannski er þetta bara svekkelsi að koma svona í bakið á Jóni og Valgerði?

 


Hræðist ekki...

Pólitíkin er enn helblá þótt útlitið sé vinstigrænt.

Var að dunda mér við í gærkvöldi við að teikna upp aðeins jólalegra útlit fyrir hátíðarnar. Boðskapurinn verður enn rex og pex íhaldspungs.

Ég er ekki mikið jólabarn eins og kannski má sjá, ég er ekki að missa mig í föndrinu. Það bætist kannski í þegar líða tekur að jólum.

Band of Horses er búið renna í Ipoddinum og tölvunni undanfarið, setti inn nýtt lag The Funeral

eðalmúsík  einn desti diskur þessa árs. Lagið tengist jólunum ekkert.

I’m coming up only to hold you under
I’m coming up only to show you wrong
And to know you is hard and we wonder
To know you all wrong, we were

 

At every occasion I'll be ready for a funeral
At every occasion once more is called a funeral
Every occasion I'm ready for the funeral
At every occasion one brilliant day funeral

 


Leynisjóðir listamanna - og vina þeirra

Verandi bullandi kverúlant hef ég verið að velta fyrir mér fyrirbæri sem heitir Innheimtumiðstöð gjalda. Aðaltilgangur IHM er að annast innheimtu gjalda af tækjum, diskum, plötum eða öðrum hlutum til hliðrænnar eða stafrænnar upptöku.  Það er aukaskattur á Ipod og auðum geisladiskum til að standa straum af þessum sjóði.

Tollayfirvöld sjá um að innheimta gjöldin fyrir IHM samkvæmt sérstöku samkomulagi. Í ríkisreikningi fyrir árið 2005 (hvet alla til að skoða þetta merka rit) kemur fram liðurinn höfundarréttargjöld upp á níutíu og tvær milljónir níuhundruð fimmtíu og tvö þúsund (92.952.000).  Að öllum líkindum er sjóður IHM þessar rúmu 90 milljónir en IHM segir ekkert um hve mikið af almannafé þeir hafa á milli handana. Þannig að þettta er tóm ágiskun.

Um það bil 80% af skattfé IHM rennur tli samtaka tónlistarrétthafa STEF og SFH samkvæmt skýrslu stjórnar Myndstefs.

STEF er nokkuð þekkt fyrirbæri og hefur yfir miklu meiri fjármunum en þeim sem IHM mjólkar til þeirra, en SFH er samband flytjenda og hljómplötuframleiðenda og hlutverk sambandsins er að starfa sem innheimtusamtök tónlistarflytjenda og hljómplötuframleiðenda.

Það er áhugavert að þar hafa tveir lögmenn, Eiríkur Tómasson og Gunnar Guðmundsson komið sér fyrir sem innstu koppar í búri. Lagaprófessorinn er í 50% starfi hjá STEF og símanúmer SFH er skráð á Gunnar Guðmundsson hdl, fulltrúa SFH í stjórn IHM. Eiríkur er formaður IHM og Gunnar varaformaður. Hvað fá þeir fyrir sinn snúð? Láta þeir sér nægja að fá greiðslur frá samtökunum sem þeir eru í forsvari fyrir? Sem reyndar hafa samskonar sjálftökurétt en enga upplýsingaskyldu.

Bæði samtökin vísa til laga með réttlætingu á tilveru sinni. SFH vísar til að sambandið er stofnað með heimild í 47. grein höfundalaga nr. 73/1972 og STEF starfar samkvæmt sérstakri löggildingu frá menntamálaráðuneytinu.

Það sem mér finnst áhugavert er að spyrja hvernig stendur á því að einhverjum aðilum úti í bæ er veittur aðgangur að almannafé en upplýsingaskylda þeirra virðist engin?

Mikið væri nú gaman ef einhver reyndi að ná utan um þessa peningahít. IHM veltir 100 milljónum, STEF og Fjölís eru líkast til með aðrar 100 milljónir milli handana (það er mjög varlega áætlað, Fjölís fær 38 milljónir bara frá grunnskólunum) en enginn svarar til um hvað verður um þetta almannafé. 

Hver getur spurt IHM hvað varð um peningarna sem frúin í Hamborg gaf?

 

 

PS.
Þegar IHM var sett á stofn til að reyna að tryggja sem víðtækasta samtrygginu og margir fengu bita;

  • STEF (Samband tónskálda og eigenda flutningsréttar),
  • SFH (Samband flytjenda og hljómplötuframleiðenda),
  • RSÍ (Rithöfundasamband Íslands),
  • Hagþenkir, (Félag höfunda fræðirita og kennslugagna),
  • (Blaðamannafélag Íslands) SKL (Samtök kvikmyndaleikstjóra)
  • F-SÍK (Framleiðendafélagið-Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda) 
  • FÍL (Félag íslenskra leikara)
  • FK (Félag kvikmyndagerðamanna),
  • Myndstef (Samband íslenskra myndlistarmanna, Ljósmyndarafélag Íslands, Félag íslenskra teiknara, Félag grafískra teiknara, Arkitektafélag Íslands, Félag leikmynda- og búningahöfunda.)
  • Félag leikstjóra á Íslandi.
  • FÍH, Félag íslenskra hljómlistarmanna
  • SKL, Samtök kvikmyndaleikstjóra
Hvers vegna fær blaðamannafélagið úthlutað af innheimtu gjalda af tækjum, diskum plötum eða öðrum hlutum til hliðrænnar eða stafrænnar upptöku? Dúsur, einhver?
mbl.is Fjárlagaumræða framundir miðnætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband