Friedman í sjónvarpssal

grimssonÞað var kostulegt að horfa á þáttinn Friedman í Sjónvarpssal  frá 1984 sem sýndur var í fyrr kvöld. Þarna voru 3 vinstrisinnaðir besserwisserar að reyna að reka gat á Friedman en lítið gekk hjá þeim blessuðum.

Vitringarnir þrír voru Ólafur Ragnar Grímsson, Birgir Björn Sigurjónsson og Stefán Ólafsson.  

Stefán og Ólafur eru auðvitað þekktir enn í dag sem vinstri menn en þriðji félaginn er ekki þekktur fyrir gæsku við launafólk en nú er Birgir Björn Sigurjónsson forstöðumaður kjaraþróunardeildar Reykjavíkurborgar og var (lengi formaður launanefndar sveitarfélaganna leiðrétt yfirstrik virkar ekki) oft formaður samninganefndar Launanefndar sveitarfélaganna. Þar hefur hann komið fram sem verkalýðsins versti óvinur, fjarri hugsjónamanninum unga sem skrifaði bókina Frjálshyggjan árið 1981. Bókin átti að afhjúpa hina hræðilegu, illu og meingölluðu frjálshyggju, það tókst ekkert sérstaklega vel.

Bókin Frjálshyggjan var auðvitað gefin út af bókaútgáfunni Svart á Hvítu sem Ólafur Ragnar, þá fjármálaráðherra, bjargaði gjaldþroti á nokkrum árum síðar. Úlfar Þormóðsson alþýðubandalagsmaður skrifaði við upphaf 10. áratugarins bók sem heitir Útgangan í bókadómi í mbl um bókina segir:

Úlfar telur það til marks um niðurlægingu Þjóðviljans og þjóns lund við Ólaf Ragnar Grímsson fjármálaráðherra að blaðið skuli ekki hafa sagt frá því um Svartá hvítu" að fyrirtæki þetta hafði gleymt" að skila söluskattsskýrslum allt þar til söluskatts skuldin" var komin í einar tuttugu og fimm milljónir eða svo. Og þar var alls ekki sagt frá því að fjármálaráðherra hefði gefið eftir þessa skuld" með öllu og tekið uppí hana hrákaraðan hugmyndabanka sem á frjálsum markaði hefði ef til vill verið seldur fyrir par þúsundir króna." Síðan segir Úlfar að aðstandendur Svarts á hvítu" hafi verið og séu með dyggustu stuðningsmönnum fjármálaráðherrans í innanflokks meiðingum".

Þetta var samflokksmaður Ólafs sem vitnað er í og endanum fór Svart á Hvítu á hausinn en ekki fyrr en maðurinn sem tímabundið er forseti var búinn að bjarga félögum sínum úr mikilli fjárhags og fjárglæfraklípu. Ólafur kom líka upp um sig að hann er í grunninn elítukommi sem trúir á forréttindi menntamanna. Það er engin furða að honum líði svona vel á Bessastöðum þar sem hann er jafnastur allra.

solafssonÞegar maður horfir á þáttinn þá skilur maður líka betur af hverju Stefán Ólafsson prófessor Samfylkingarinnar skrifaði hina makalausu og rætnu grein í Lesbók Mbl. sl. laugardag undir yfirskriftinni Maðurinn sem rændi frelsinu. Hann er greinilega ekki enn búinn að jafna sig á meðferðinni sem hann fékk þetta kvöld. Fyrir utan að hafa ítrekað verið snýtt af miðaldra kalli í jakkafötum þá voru Stefán og Ólafur afhjúpaðir fyrir að skilja ekki eitt grunnatriða hagfræðinnar. Það er ekkert ókeypis.

Það eru engir ókeypis fyrirlestrar það er alltaf einhver sem borgar. Vinstri menn vilja að aðrir (les. ómenntaður og menningarsnauður almúginn) borgi þeirra neyslu á menntun og menningu á meðan frjálshyggjumenn vilja að þeir sem neyta og njóta borgi. friedman

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flott grein, mér leið hálf illa að sjá gamla kallinn taka þessa labbakúta í nefið. Meira að segja þegar hann var búinn að reka hlutina ofan í þá voru þeir að malda í móinn. Maður sá það á kallinum að honum leið eins og kennara sem er að  reynaáð útskýra einfaldan hlut trekk í trekk en nemandin skilur hann ekki. hann var smá meðvirkur með þeim og hefði hann verið ruddi hefði hann tekið ´þá og hakkað þá í sig, en hann var bara ljúfur og geðugur kall

Ehud (IP-tala skráð) 12.12.2006 kl. 12:36

2 identicon

Ég sá ekki þáttinn en vil benda á að Birgir Björn hefur ekki verið formaður Launanefndar sveitarfélaga. Hann hefur hins vegar nokkrum sinnum verið formaður samninganefndar LN og var það að mig minnir í síðustu samningum við kennara (verkfall í tvo mánuði).

Hins vegar var hann líka við samningaborðið þegar Reykjavíkurborg samdi um mun hærri laun en LN árið 2005, undir stjórn Steinunnar Valdísar.

Sjá nánar: http://www.samband.is/template1.asp?ID=940

kókó (IP-tala skráð) 13.12.2006 kl. 15:46

3 identicon

Þessi þáttur var hrein unun sem sjónvarpsefni fyrir frjálshyggjumanninn, og kenningin um biturð Stefáns eftir útreiðina fyrir 22 árum hittir beint í mark!
Kv.
Geir Ágústsson

Geir (IP-tala skráð) 13.12.2006 kl. 21:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband