Leynisjóðir listamanna - og vina þeirra

Verandi bullandi kverúlant hef ég verið að velta fyrir mér fyrirbæri sem heitir Innheimtumiðstöð gjalda. Aðaltilgangur IHM er að annast innheimtu gjalda af tækjum, diskum, plötum eða öðrum hlutum til hliðrænnar eða stafrænnar upptöku.  Það er aukaskattur á Ipod og auðum geisladiskum til að standa straum af þessum sjóði.

Tollayfirvöld sjá um að innheimta gjöldin fyrir IHM samkvæmt sérstöku samkomulagi. Í ríkisreikningi fyrir árið 2005 (hvet alla til að skoða þetta merka rit) kemur fram liðurinn höfundarréttargjöld upp á níutíu og tvær milljónir níuhundruð fimmtíu og tvö þúsund (92.952.000).  Að öllum líkindum er sjóður IHM þessar rúmu 90 milljónir en IHM segir ekkert um hve mikið af almannafé þeir hafa á milli handana. Þannig að þettta er tóm ágiskun.

Um það bil 80% af skattfé IHM rennur tli samtaka tónlistarrétthafa STEF og SFH samkvæmt skýrslu stjórnar Myndstefs.

STEF er nokkuð þekkt fyrirbæri og hefur yfir miklu meiri fjármunum en þeim sem IHM mjólkar til þeirra, en SFH er samband flytjenda og hljómplötuframleiðenda og hlutverk sambandsins er að starfa sem innheimtusamtök tónlistarflytjenda og hljómplötuframleiðenda.

Það er áhugavert að þar hafa tveir lögmenn, Eiríkur Tómasson og Gunnar Guðmundsson komið sér fyrir sem innstu koppar í búri. Lagaprófessorinn er í 50% starfi hjá STEF og símanúmer SFH er skráð á Gunnar Guðmundsson hdl, fulltrúa SFH í stjórn IHM. Eiríkur er formaður IHM og Gunnar varaformaður. Hvað fá þeir fyrir sinn snúð? Láta þeir sér nægja að fá greiðslur frá samtökunum sem þeir eru í forsvari fyrir? Sem reyndar hafa samskonar sjálftökurétt en enga upplýsingaskyldu.

Bæði samtökin vísa til laga með réttlætingu á tilveru sinni. SFH vísar til að sambandið er stofnað með heimild í 47. grein höfundalaga nr. 73/1972 og STEF starfar samkvæmt sérstakri löggildingu frá menntamálaráðuneytinu.

Það sem mér finnst áhugavert er að spyrja hvernig stendur á því að einhverjum aðilum úti í bæ er veittur aðgangur að almannafé en upplýsingaskylda þeirra virðist engin?

Mikið væri nú gaman ef einhver reyndi að ná utan um þessa peningahít. IHM veltir 100 milljónum, STEF og Fjölís eru líkast til með aðrar 100 milljónir milli handana (það er mjög varlega áætlað, Fjölís fær 38 milljónir bara frá grunnskólunum) en enginn svarar til um hvað verður um þetta almannafé. 

Hver getur spurt IHM hvað varð um peningarna sem frúin í Hamborg gaf?

 

 

PS.
Þegar IHM var sett á stofn til að reyna að tryggja sem víðtækasta samtrygginu og margir fengu bita;

  • STEF (Samband tónskálda og eigenda flutningsréttar),
  • SFH (Samband flytjenda og hljómplötuframleiðenda),
  • RSÍ (Rithöfundasamband Íslands),
  • Hagþenkir, (Félag höfunda fræðirita og kennslugagna),
  • (Blaðamannafélag Íslands) SKL (Samtök kvikmyndaleikstjóra)
  • F-SÍK (Framleiðendafélagið-Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda) 
  • FÍL (Félag íslenskra leikara)
  • FK (Félag kvikmyndagerðamanna),
  • Myndstef (Samband íslenskra myndlistarmanna, Ljósmyndarafélag Íslands, Félag íslenskra teiknara, Félag grafískra teiknara, Arkitektafélag Íslands, Félag leikmynda- og búningahöfunda.)
  • Félag leikstjóra á Íslandi.
  • FÍH, Félag íslenskra hljómlistarmanna
  • SKL, Samtök kvikmyndaleikstjóra
Hvers vegna fær blaðamannafélagið úthlutað af innheimtu gjalda af tækjum, diskum plötum eða öðrum hlutum til hliðrænnar eða stafrænnar upptöku? Dúsur, einhver?
mbl.is Fjárlagaumræða framundir miðnætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Þetta er mjög þörf ábending. Félög sem þiggja almannafé eiga auðvitað að standa reiður á hvernig fénu er varið. Ég var einu sinni í stjórn Hagþenkis félags fræðirita og kennslugagnahöfunda, ég var gjaldkeri þar og það hefur alltaf að ég best veit verið mjög ljóst í hvað fé Hagþenkis fer. Það fer lóðbeint í ferðastyrki og starfsstyrki sem félagsmenn geta sótt um. Ég fékk t.d. 50 þús. styrk frá Hagþenki til að fara á ráðstefnuna Wikimania í Boston í sumar. 

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 6.12.2006 kl. 19:14

2 identicon

Hvernig dettur þér í hug að líkja saman Fjölís og IHM? Ég held að það sé alveg kristaltært í hvað peningar Fjölís fara (og ég held raunar að það sem kemur "bara" frá grunnskólunum sé drjúgur hluti tekna og nái raunar til allra skóla).

Umfjöllun þín um IHM er hins vegar merkileg og þörf. Það félag virðist ekki úthluta miklu úr digrum sjóðum og því spurning hvað verður um peningana. Hagþenkir fær um 1% af úthlutun diskatekna og auðvelt fyrir þig að komast að því hvað verður um þá peninga. Blaðamannafélagið fékk 0% síðast þegar ég vissi og var þá lækkað úr 1%.

Sverrir (IP-tala skráð) 11.12.2006 kl. 13:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband