Bloggfærslur mánaðarins, desember 2006
Þriðjudagur, 5. desember 2006
Írak
Andrés Magnússon bendir réttilega á í pistli sínum hverskonar della veður uppi í umfjöllun um Írak og Kofi Annan sérstaklega. Kofi Annan missti alla von um að geta verið trúverðugur þátttakandi í umræðu um Írak þegar upp komst um að sonur hans var einn innstu koppa í búri olíusvindlsins hér um árið.
Auðvitað saknar Annan Saddams, skyldmenni Annan efnuðust stórlega á einræðisherranum.
Svo er ég ekki viss um að íbúar Kúrdahérðana myndu samþykkja yfirlýsingar Annan. Þar var fólk myrt á kerfisbundinn hátt af yfirvöldum, nú er nokkuð kyrrt á svæðinu, amk ekki meiri borgarastyrjöld en svo að fjárfestar renna hýru auga til svæðisins og eru byrjaðir að byggja.
Þá vil ég endilega benda á pistil Steinars Þór Sveinssonar frá Írak sem birtist á hrafnasparkinu þar segir ma:
Upplýsingar sem bárust til Bandaríkjamanna og Breta voru því mjög misvísandi. Fjölmargir Írakar, og margir hverjir háttsettir, trúðu því að Saddam réði yfir gereyðingarvopnum. I nýútkominni bók, Inside the Jihad, kemur fram að Al Queda-liðar vildu að ráðist yrði á Írak. Stríð þeirra tengist ekki beint löndum heldur battlespace" og innrás í Írak gæfi þeim vígvöll til að berjast á. Í Inside the Jihad kemur fram að Al Queda-liðum var gert að segja að samtökin væru við það að kaupa gereyðingarvopn af Saddam ef þeir næðust og yrðu yfirheyrðir. Ein hliðin á teningnum var að ekki fundust gereyðingarvopn í Írak, og allir voru sammála um að það væri eins og að leita að nál i heystakki. Hin hliðin var sú sem menn sannarlega þekktu á Saddam og þær upplýsingar sem njósnarar fengu frá hans eigin háttsettu herforingjum, sem trúðu að hann ætti gereyðingarvopn, og handteknum Al Queða-liðum sem sögðu að samtökin væru við það að kaupa slík vopn af honum.
Mánudagur, 4. desember 2006
Lína net plús?
Ég rakst á frétt í síðustu viku sem vakti mig til enn og aftur til umhugsunar um Orkuveituna.
Fréttin segir frá því að stjórn Orkuveitunnar að rekstur gagnaveitu fyrirtækisins verði í sérstöku félagi í eigu OR. Er verið að endurvekja Línu net? Er Lína net plús (eins og Dagur myndi nefna fyrirtækið) að verða til?
Aðskilnaðurinn er mjög jákvæður ef selja á Gagnaveituna en mér finnst þessi aðgerð vera frekar vísbending um að OR verði því miður ekki einkavædd. Með því að einangra þennan rekstur sem er í samkeppnisumhverfi og færa hann útúr fyrirtækinu er verið að reyna að minnka þrýsting á að OR verði selt. Ég trúi því ekki að hægrimenn eins og Gulli og aðrir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins stefni ekki að sölu OR, þeir hljóta að vera að gefa eftir til Framsóknar.
Það vekur mig svo aftur til umhugsunar til hvers við vorum að berjast við að ná borginni, þegar við leyfum framsóknarmönnum að stjórna OR?
Föstudagur, 1. desember 2006
Ekki góð könnun fyrir neinn nema Frjálslynda
Við skulum vona að hreyfing á fylgi frá nóvember fram að kosningum verði ekki eins og fyrir fjórum árum
gallup nóvember 2002 | kosningar 2003 | Gallup nóvember 2006 | Ef fylgi hreyfist eins fram að kosningum | Þá verður þetta fjöldi þingmanna: | |
Framsókn | 14% | 18% | 8% | 12% | 8 |
Sjálfstæðisflokkur | 41% | 34% | 37% | 30% | 19 |
Frjálslyndir | 2% | 7% | 11% | 16% | 10 |
Samfylking | 32% | 31% | 25% | 24% | 15 |
Vinstri-gænir | 11% | 9% | 19% | 17% | 11 |
Semsagt Kaffibandalagið í ríkisstjórn og Frjálslyndir í dómsmálaráðuneytinu. Það yrði gæfulegt. Ég held reyndar að eitthvað meirihátta þyrfti að koma til svo Sjálfstæðisflokkurinn færi svona langt niður. En maður skyldi aldrei segja aldrei. Það er alveg ljóst að ef fylgi flokksins er í þessum lægðum í könnunum í aðdraganda kosninga, þá er eitthvað mikið að. Kannski er könnunin núna "tæknileg mistök"? Kannski eru frjálslyndir að snerta einhverja strengi hjá kjósendum?
Reyndar þyrftu frjálslyndir að bæta mannvalið allverulega og ég held hvorki að Jón Magnússon sé lausnin né þeir fái alvöru fólk í framboð. Framboðslistar Frjálslyndra næsta vor verða líklega þéttskipaðir lukkuriddurum sem hafa ekki náð þeim frama í öðrum flokkum sem þeim þótti þeir eiga skilið. Svona fólk af kaliberi fyrrverandi dómsmálaráðherra Óla Þ. Guðbjartssonar.
Þegar ég byrjaði í dómsmálaráðuneytinu fyrir rúmum 4 árum spurðist ég fyrir um málverkasafn sem Óli lét kaupa af listmálara frá Selfossi, málverkin voru keypt fyrir sýslumanninn á Selfossi að honum forspurðum og mig minnti að eftirmálar hafi orðið þeir að þau voru send í ráðuneytið því sýslumaður vildi ekkert með listina hafa. Þetta var auðvitað skandall og misnotkun á almannafé, Óli var að gera einhverjum félaga á Selfossi greiða og keypti af honum malverkasafn sem enginn vildi eiga.
Ég reyndi mikið að finna eitt af þessum málverkum til að fá inn á skrifstofu mína, ekkert fannst. Málverkin hljóta að hafa farið til Selfoss aftur, en ég hef ekki spurt núverandi sýslumann hvort hann lúri á þeim. Þannig á veggnum mínum hafa hangið ljósmyndir eftir betri helminginn en ekki sögulegar pólitískar minjar eins og ég vonaði. Nú er líklega fullseint að gera eitthvað í málunum.
Kaffibandalagsríkisstjórn yrði reyndar ekki ósvipuð þriðja ráðuneyti Steingríms Hermannsonar. Í stað Jim Beam, Sólness, Grísins og Óla Þ. fengjum við Ágúst 800, Magnús bombardier, Hegranesgoða og Ömma efnahagsundur. Það yrði aldeilis hressandi partý.
Fylgi Frjálslynda flokksins eykst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)