Talsmaður neytenda

er skrítin skepna. (Þá er ég að tala um embættið ekki Gísla Tryggvason sjálfan.) Það að enginn hafi skellt uppúr þegar framsóknarráðherrann og bóndinn Valgerður lagði fram frumvarp um talsmann neytenda er furðulegt. Ráðherra flokks sem hefur markvisst í 90 ár miðboðið og misnotað neytendur býr til embætti talsmanns fórnarlamba sinna. 

Þess vegna varð að velja rétt í sætið. Ef einhver er undrandi á því að Valgerður Sverrisdóttir frá Lómatjörn í Grýtubakkahreppi við Eyjafjörð hafi skipað Gísla Tryggvason Gíslasonar rektors MA frá 1973-2003, þá er viðkomandi lítt versaður í pólitík Framsóknarflokksins. (Hér er listinn yfir þá sem sóttu um embættið, er einhver meiri norðanmaður þarna eða með viðlíka tengsl í kjördæmi ráðherrans?)

Núnar er ég hinsvegar að velta fyrir mér talsmanni neytenda hinum fyrsta, Gísla Tryggvasyni. Hvernig getur hann verið trúverðugur talsmaður neytenda eftir að hann gaf kost á sér í pólitík. Núna hljóta allar hans yfirlýsingar verða skoðaðar í ljósi metnaðar hans á þeim vettvangi.

Hvernig er t.d. hægt að skoða eftirfarandi yfirlýsingu annað en pólitíska yfirlýsingu og skoðun Gísla Tryggvasonar?  

 „Þar sem ég tel það ekki hlutverk talsmanns neytenda að hafa skoðun á því hvert eignarhald fyrirtækja á markaði skuli vera tel ég að öðrum kosti koma til álita sem illskárri kost að horfið verði frá yfirlýstri markaðsvæðingu raforkumarkaðar og komið á opinberri verðstýringu á markaði með þá grundvallarvöru sem raforka er."

Fréttin í heild sinni ásamt myndskeiði þar sem fyrrum frambjóðandi til varaformanns Samfylkingarinnar les fréttina.

 

Reyndar dettur manni í hug orðin kálfur og ofeldi, eða kannski er þetta bara svekkelsi að koma svona í bakið á Jóni og Valgerði?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Friðjón, ertu orðinn Vinstri-grænn??? Sbr. litadýrðin á síðunni ;) hehe

Hjörtur J. Guðmundsson (IP-tala skráð) 7.12.2006 kl. 16:33

2 Smámynd: Friðjón R. Friðjónsson

jólin maður jólin

Friðjón R. Friðjónsson, 7.12.2006 kl. 23:18

3 identicon

Sæll Friðjón,

 Það er furðulegt að svona frjálslyndur maður eins og þú ert skulir standa í að agnúast út í það að fólk gefi sig upp í pólitík eins og Gísli gerði (klaufalegt sem það kann að hafa verið).

Varðandi þessa yfirlýsingu sem þú rífur þarna úr samhengi: Hún er hluti af umbeðinni umsögn embættisins til iðnaðarnefndar.

Um embættið sjálft er það að segja að það er fullkomlega eðlilegt að hið opinbera standi straum af kostnaði við embætti sem hefur það hlutverk að verja hagsmuni neytenda. Vonandi tekur hann næst fyrir þessa andskotans nýðinga sem við köllum símafyrirtæki.

Það hvort Gísli er réttur maður á réttum stað er annað mál, en að vita hvað hann kemur til með að kjósa í vor er ekki næg ástæða til að ómerkja hann.

Pétur Maack Þorsteinsson (IP-tala skráð) 8.12.2006 kl. 10:51

4 Smámynd: Friðjón R. Friðjónsson

Ég hef ekkert á móti því að Gísli gefi sig upp en afleiðingin fyrir mér er að hann á erfiðara um vik að vera trúverðugur talsmaður neytenda fyrir vikið. Ef hann hefði náð inn þá hefði hann hætt vegna þess að það samrýmdist ekki stöðu hans að vera á þingi og í embætti.  En hann komst ekki inn en sýpur samt seyðið af metnaði sínum. 

Hann var ekki bara að segja ég kýs framsókn, hann var að segja mig langar til að vera memm. 

Setjum sem svo að umboðsmaður Alþingis gæfi kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins en fengi afleita kosningu, gæti hann setið áfram sem umbi? Ég held ekki. Lögformlega væri örugglega ekkert því til fyrirstöðu en öll hans orð yrði metin út frá pólitískum ambisjónum. Alveg eins og með Gísla, hnútukast hans í orkustefnu ríkisstjórnarinnar (les framsóknarflokks) verður lesin í samhengi við að honum var hafnað af framsóknarflokknum. Samúel Örn sigraði hann! common, þetta hlýtur að hafa verið áfall.

Hvernig liði þér ef þú féllir í kosningu fyrir Valtý Birni?

Vandinn við að hafa talsmann neytenda á kostnað skattgreiðenda en skipaðan af stjórnmálamönnum er sá að hann skuldar stjórnmálamönnunum meira en skattgreiðendum. Þess vegna segir talsmaður neytenda ekki múkk yfir stöðu landbúnaðarmála. 

Ef Gísli er enn með ambisjónir í pólitík fer hann þá að styggja VÍS-hópinn sem öllu ræður í framsókn? 

Þú sem skynsamur maður hlýtur að sjá að með framboði sínu gerði Gísli Tryggvason sér mjög erfitt fyrir að starfa sem trúverðugur talsmaður neytenda.

Friðjón R. Friðjónsson, 8.12.2006 kl. 12:52

5 identicon

Ég er alveg hjartanlega sammála því sem fram kemur hjá þér Friðjón.  Þú ert greinilega tiltölulega skarpur og vel hugsandi maður.

 En fyrst þú ert að ræða póltískar skipanir í hlutlausar stöður þá óska ég næst eftir umfjöllun frá þér um skipanir í hlutlausar stöður hæstaréttardómara að undanförnu og takir smá vinkil um álit umboðsmanns alþingis um hvernig lög voru brotin í fyrra skiptið.

 Spurningin er, fyrst að stjórnmálaflokkar eru farnir að viðurkenna opinberlega að þeir séu hálfvonlausir og vart treystandi í augum almennings, og dómarar, umboðsmenn og aðrir hlutlausir að verða trausti rúnir vegna tengsla við þessa aumingjans stjórnmálamenn, hverjum ber okkur að treysta?

Það er nú ekki nema von að Gunnar í Krossinum njóti sívaxandi hylli og pmth hafi mörg atvinnutækifæri. 

 Kv. Benedikt Benediktsson

Benedikt Benediktsson (IP-tala skráð) 8.12.2006 kl. 18:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband