Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Fimmtudagur, 3. maí 2007
Delerandi frambjóðandi
Margrét Sverrisdóttir kemst að skrítinni niðurstöðu í Blaðspistlinum fræga, sem hún er nú búinn að setja á netið. Hún virðist sannfærð um að fjölmiðlarnir og löggjafinn séu í einhverskonar samsæri gegn Íslandshreyfingunni.
Hún segir:
Svo var líka sett í lög að ný framboð yrðu að ná 5% fylgi til að ná manni á þing.
Það er synd að manneskja sem stefnir að því að komast á þing þekki ekki lögin um kosningar til alþingis betur, já og fleiri lög. Hvernig dettur henni í hug að það gildi einhverjar sér reglur fyrir ný" framboð. Allir flokkar verða að ná 5% fylgi. Um tíma stefndi að elsti starfandi stjórnmálaflokkur landsins þurrkaðist út af þingi því hann var ekki að ná 5% í könnunum.
Aðallega er hún þó rasandi yfir fjölmiðlunum. Formáli að pistlinum á heimasíðu Margrétar segir að hún vilji ...ítreka að megininntak greinarinnar er að sjónvarpsþættir með yfirheyrslum pólitískra fulltrúa eru hlutdrægir og ekki líklegir til að efla áhuga fólks á þátttöku í pólitík."
Þættirnir eru aðallega leiðinlegir og því ekki líklegir til að efla áhuga fólks. Svo bætir ekki úr skák að vonarstjarna íslenskra stjórnmála, unga konan eins og ritstjórn moggans vill kalla hana, er hreinlega lélegur pólitíkus.
Í Blaðsgreininni segir hún:
Svo er það hlutur spyrlanna. Það vita allir, að þeir sem spyrja spurninganna í þessum þáttum eru innvígðir og innmúraðir í stjórnarflokkana.
Hvar er formaður Sus?
Margrét kvartar líka yfir uppstillingunni, stjórnarliðar öðrum megin og andstæðingar hinum megin. Þannig að það er ljós að hún er að kvarta yfir borgarafundum Rúv. Hverjir hafa verið spyrlar í þeim þáttum? Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir, Brynja Þorgeirsdóttir Ingólfur Bjarni og Sigmar Guðmunds. Mig langar til að fá að vita hvert þeirra hefur verið formaður SUS? eða í hvaða flokk þetta fólk er innmúrað?
Margrét er orðin örvæntingarfull, það fjarar undan því litla sem þau höfðu og því grípur hún til þess ráðs að dylgja og delera.
-------
Lagfærði aðeins uppsetninguna, ég var eitthvað að huga að því halda börnum sofandi þegar ég póstaði.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 4.5.2007 kl. 01:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Miðvikudagur, 2. maí 2007
Hommar og húsmæður
Á sumardaginn fyrsta fórum við í Ikea hér í N-Virgíníu, auðvitað var þetta IKEA af allra allra stærstu gerð en og von er á í Ameríkunni. Versunin var eins og sú nýja heima nema öll 3 númerum stærri. Ég var í sérstöku nostalgíukasti þar sem ég rölti um og skoðaði nákvæmlega sama dótið og er heima, á sama stað í versluninni. Ég var meira að segja að hlusta á síðdegisútvarpið á Rás2 í nýjasta leikfanginu mínu.
Samsetning kúnnana var skemmtileg, konur með börn, oftast tvær saman með skara og svo hommapör. Það má vera að ég sé sekur um fordóma, þegar ég dreg þessa ályktun af því að sjá tvo karlmenn versla saman með eina innkaupakerru, en svoleiðis gera hetero karlar í Ameríku ekki. Það voru amk ekki mörg kk/kvk pör.
Í stóra ríkisfangsmálinu þá trúi ég Gunnu Ögmunds og Bjarna að þau hafi ekki vitað af tengslum Jónínu. Ég trúi ekki orði af því sem umsjónarmaður leikskrár Vals segir í málinu, hann er líka versaður í siðferðiskúrs Finns Ingólfssonar.
Það sem málið aðallega dregur fram er að Allsherjarnefnd er alltof, alltof aumingjagóð. Það á að draga úr þessum undantekningum og láta þær vera raunverulegar undantekningar. Er ekki mikið að um 5% þeirra sem fá íslenskt ríkisfang á ári hverju uppfylli ekki lagaskilyrði? Hvaða fordæmi hefur allsherjarnefnd sett með þessu máli? Má ekki búast við að mun fleiri sæki núna um, þrátt fyrir a eiga kannski enn 5 ár í að uppfylla skilyrðin?
Þriðjudagur, 1. maí 2007
Fyndnir frammarar
Það verður ekki af þeim tekið framsóknarmönnum þeir eru fyndnir.
Ég fékk sendingu frá félaga mínum um að einhverjum í frammaraklíkunni fannst það grunsamlegt að ég hafi birt mynd af Lúsíu Celeste daginn eftir umfjöllun Kastljóss um stóra ríkisfangsmálið. Vegna þess að ég vann einu sinni í dómsmálaráðuneytinu þá er málið allt saman mjög spúkí.
Miðað við hvað maður hefur séð til sauðhausanna (framboð sem rekur vefinn www.kind.is hlýtur vera stolt af þeirri nafngift) þá skilur maður að þeir fyllist undrun og lotningu ef maður sem hefur haft Alnetið að aðalstarfi í fjölda ára hafi meðvitund til að gúgla nafn stúlkunnar. Nafnið var að finna á vef alþingis.
Reyndar fann Elías Blöndal á eliasblondal.wordpress.com lúsíu sama kvöld fréttin birtist í Kastljósi en þar sem hann bloggar á púnkt com léni þá telst það ekki með á Hvanneyri.
Liz (konan mín) sótti um og fékk íslenskan ríkisborgararétt fyrir tæpu ári, þá var liðið rúmt ár frá því að hún uppfyllti öll skilyrði, ég skal viðurkenna að okkur datt ekki í hug að það væri svona lítið mál að fá ríkisborgararétt. Hún hefði getað kosið 2002, 2003 og 2004 ef ég hefði haft ímyndunarafl á við Jónínu að það væri svona létt verk að fá íslenskt ríkisfang. Við eigum vini og kunningja sem hafa verið á Íslandi mun lengur en stúlkan fra Gvatemala. Það er auðvitað bara við þau að sakast að hafa ekki sótt um.
Föstudagur, 27. apríl 2007
Velkomin Lucia Celeste Molina Sierra
Lucia er eins og hún segir sjálf frá á Flickr prófílnum sínum, sæt stelpa. Við hljótum að gleðjast yfir því að hún bætist í flóru Íslendinga. Þeir sem þetta lesa mega ekki kenna henni um málið. Hún hefur enga sök unnið, það næg refsing hvort sem er að eignast Jónínu fyrir tengdamömmu.
Því trúir þó ekki nokkur maður að Jónína hafi ekki hamast í fólki til að fá ríkisborgararétt fyrir Luciu.
Og við hverja þurfti hún að tala? Hverjir voru þessir þrír sem fóru yfir umsóknirnar? Það voru Bjarni Ben. Guðrún Ögmunds og Guðjón Ólafur.
Gunna Ögmunds er svo aum fyrir öllum útlendingum að hún hefur ekki einu sinni þurft símtal.
Guðjón Ólafur er framsóknarmaður í Rvk. og því ekki líklegur til að vera með eitthvað múður.
Bjarni er pragmatískur fram úr hófi og kurteis og því hefur hann látið undan þegar hann var með Jónínu brjálaða á hælunum á sér. Það er svo sem skiljanlegt að hann bregðist þannig við, hún hefur heimtað allt og hótað hinu.
En hver lak þessu máli? Þar er einn líklegastur og það er Guðjón Ólafur. Hann er líkleg búinn að reikna dæmið þannig að eftir kosningar þá verði Jón ekki lengi formaður. Þá standa eftir forystumenn í Rvk hann og JB, þetta mál veikir Jónínu verulega. Guðjón veit sem er að hann fer ekki inn á þing í kosningunum og því er honum sama þótt framsókn tapi einhverjum prósentustigum í viðbót. Guðjón hefur stóra drauma og mikinn metnað, það er ekki nóg að vera bara umsjónarmaður leikskrár Vals og varaþingmaður. Það er líka löng hefð fyrir undirferli í Framsóknarflokknum í Reykjavík. Guðmundur G. Þórarinsson þótti ekki vandur að meðölum þegar hann ýtti Haraldi Ólafssyni prófessor út. Guðmundur fékk svo að kenna á Finni Ingólfssyni og líkti þá vinnubrögðum Finns við bófaflokk í Chicago eins og frægt er.
Að lokum þá var umfjöllun Helga Seljan um veitingu ríkisborgararéttar í fréttinni til fyrirmyndar. Með því betra sem maður hefur séð þegar fjallað er um flókin ferli skrifræðisins.
![]() |
Nefndarmenn hafi tekið fram að þeim hafi verið ókunnugt um tengsl Jónínu og umsækjandans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Fimmtudagur, 26. apríl 2007
Traustur vinur
er maður sem skrifar svona:
Ég á slatta af vinum sem eru í samböndum frá því í menntaskóla. Þegar ég fylgist með þessu fólki finnst mér eins og það sé lifandi dautt. Ekkert af þeim samböndum sem ég þekki til eru sérstaklega ástríðufull og stundum finnst mér eins og þetta lið hati hvort annað í raun og veru.
Mikið er ég feginn að ég þekki manninn ekki.
Miðvikudagur, 25. apríl 2007
Lemdu tíkina mína
Getur einhver frómur útskýrt fyrir mér afhverju Samfylkingin í suðurkjördæmi vill lemja tíkina sína? Hver er tíkin? Eftir að hafa búið til halllrislegustu kosningaauglýsingu vorsins ákváðu strákarnir í "sigurlistanum", þeir Bjöggi, Lúlli og Robbi að senda okkur skilaboð með auglýsingu sem leikur lagið "Smack My Bitch Up" Hver er tíkin sem á að lemja, Ingibjörg Sólrún, Guðný Hrund eða einhver önnur?
Vefurinn www.sigurlistinn.is er sagður á vegum ungra jafnaðarmanna, en ég velti því fyrir mér af hverju "ungir" jafnaðarmenn gera auglýsingu um Davíð Oddson með 10 ára gömlu popplagi. Mér finnst það liklegra að þegar kom að því að velja eitthvað "edgy" lag sem ögraði þá voru það karlar undir fertugt sem stóðu í hugmyndavinnunni.
Væri ekki kómískt ef Björgvinn Gé yrði ráðherra jafnréttismála vegna þessarar auglýsingar?
Hver vill kjósa flokk sem talar bara um mann sem hætti pólitík fyrir tæpum 2 árum?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þriðjudagur, 24. apríl 2007
Kosningaauglýsingar
Eru skemmtileg fyrirbæri, þegar vel tekst til þá eru þær snilld, en þegar illa gengur þá eru þær hrikalega pínlegar, svo pínlegar að þær verða skemmtilegar á að horfa.
Auglýsing Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi er dæmi um hið síðarnefnda.
Í fyrsta lagi þá spyr maður sig hvað menn eru að meina með snókernum, með fullri virðingu fyrir íþróttinni, þá er þetta sport sem maður tengir frekar við reykingar, bjórdrykkju og iðjuleysi. Allt saman mjög virðingaverð áhugamál, en maður býst einhvern veginn ekki við að frambjóðendur hreyki sér af þeim.
Kannski eru þetta dulin skilaboð til okkar frjálshyggjumanna, kjósið okkur við ætlum bara að spila pool og sleppa því að setja lög!
Í örðu lagi þá sést ekki framan í fólkið, lýsingin er þannig, öll áherslan er á græna dúkinn.
Í þriðja lagi þá sökka þau í sportinu það hittir enginn neitt, sérstaklega ekki maðurinn með röddina.
Þessi hér finnst mér ein besta íslenska kosningaauglýsingin:
Svona á að gera þetta.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sunnudagur, 22. apríl 2007
Karnabær kemur ekki aftur
Það er merkilegt að sitja hér vestur í Vostúni og lesa um Eldsvoðann, það snýr einhvern veginn allt öfugt þegar maður horfir heim. Í skipulagi Reykjavíkur er Kópavogsbúinn Jón Snæhólm pottur og panna, en hvar er Hanna?
Til stendur að eyða tæplega 500 milljónum af almannafé í að kaupa lóðir, byggingarétt og byggingar, til hvers? Hvað á að koma inn í endurbyggðu húsin? Hvaða rekstur er sæmandi? Ekki verður það dansklúbbur, sjoppa og skyndibitastaður, borgin er ekki að eyða öllu þessu fé til þess. Hvað á að koma inn í húsin, fyrst var húsið í Austurstræti 22 íbúðarhús, svo einhvern tíma síðar fangelsi og svo prestaskóli. Kannski mætti gefa BDSM klúbbnum efri hæðina þar sem fangelsið var, þá væri farið nokkuð nálægt upprunalegu horfi.
Við hvað á svo borgarstjórinn þegar hann segist vilja koma götumyndinni í sem upprunalegast horf? Á að rífa upp hellurnar? Kannski vill hann bara fá húsin í það horf sem hann man? Mitt upprunalega horf er Karnabær þar sem Pravda var og svo allskonar rekstur í Lækjargötu, það var bókabúð syðst á götuhæðinni, þar voru alltaf götuskilti sem auglýstu Ný dönsk blöð og einhvern tíma heyrði ég skiltið hafi gefið hljómsveitinni nafnið.
Nú skal ekki misskilja mig sem ákafan talsmann þess að rífa allt gamalt (ég tengist Austurstræti 22 þeim böndum að hafa átt þar mörg ógleymanleg blakkát fyrir 12 árum eða svo og þykir vænt um húsið) en þessi fortíðardýrkun sem hefur leitt okkur í þá vitleysu að byggja Disney hús við elstu götu bæjarins, falsaða sögu. Hér vestra tröllríður þessi hugsun heilu borgunum. Öll hús skulu byggt í uppdiktuðum nýlendustíl, ég minnist þess að hafa heyrt sögu arkitekts sem er þekktur og vinsæll, hann stóð í málaferlum við bæjaryfirvöld um að fá að byggja hús úr 20. öldinni, enga fimleika eða vitleysisgang, bara stílhrein formfagurt hús.
Ef húsin eru ónýt þá eru þau ónýt og fráleitt fyrir borgarstjóra (sem tók víst ekki við góðu búi fyrir ári) að nota 500 milljónir í nostalgíu.
Ég vona bara að einhver hnippi í Villa og segi honum að þótt hann byggi húsið þá kemur Karnabær ekki aftur og jafnvel þótt hann endurbyggi alla borgina í sem næst upprunalegu horfi þá koma gömlu dagarnir ekki aftur.
Þriðjudagur, 17. apríl 2007
Skelfilega heimsk umfjöllun
Ég er búinn að lesa 20 heimsk blog útfrá fréttum af þessum hræðilega atburði sem flest öll ganga út á að kenna Bush um þetta á einhvern hátt eða þá að þetta sé maklegt fyrir þjóðfélag eins og er hér vestanhafs. Þetta er auðvitað ekkert annað en sjúk heimska. Eina vitiborna sem ég hef enn lesið er frá Ágústi Hirti. Fyrir þá sem eru sannfærðir um að Bush beri ábyrgð á þessu má benda á að það var í forsetatíð Clinton sem langflest fjöldamorð af þessu tagi hafa verið framin í sögu bandaríkjanna. Forsetinn kemur þessu bara ekkert við.
Hvað varðar hugmyndir manna um bandaríkjamenn almennt þá benda nýjustu fréttir til þess að morðinginn sé kínverskur nemandi sem kom til Bandaríkjanna í ágúst sl. Morðinginn kaus því ekki Bush, né var alinn upp í þessu byssuglaða þjóðfélagi. Ég vona að þetta þjóðfélag sé ekki svo smitandi að 6 mánuðir hér fari svona með menn.
Hafi þetta verið þessi skiptinemi sem menn halda nú þá hafa lögin lítið vægi, því hann gat ekki keypt byssur löglega.
Nágrannar mínir í NRA halda því auðvitað fram að ef skólinn hefði ekki bannað byssur á háskólasvæðinu þá hefðu nemendurnir getað varið sig. það er ekki óvænt skoðun úr þeim herbúðum þótt klikkuð sé.
Blacksburg er gullfallegur bær, einn fallegasti háskólabær sem ég hef heimsótt. Við vorum þar fyrir 2 árum við brúðkaup vina okkar sem bjuggu þar þá. Þetta var skelfilegur dagur.
![]() |
Fjöldamorðinginn sagður hafa verið kínverskur námsmaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 14. apríl 2007
Hvar eru fjölmiðlarnir?
Fyrir 18 mánuðum sagði Sjálfstæðisflokkurinn þetta:
Fjölmiðlar
Að undanförnu hefur nauðsyn rammalöggjafar um starfsemi fjölmiðla orðið æ augljósari. Þessi veigamikli og viðkvæmi þáttur lýðræðislegrar umræðu þarf að njóta óskoraðs trausts almennings. Koma þarf í veg fyrir samþjöppun og einokun á fjölmiðlamarkaði svo stórir aðilar á markaði fái ekki neytt aflsmunar til þess að hafa áhrif á fréttaflutning og skoðanamyndun í landinu. Skorður á eignarhaldi fjölmiðla kunna að vera nauðsynlegar til að ná þeim markmiðum að tryggja heilbrigða samkeppni og fjölbreytni á fjölmiðlamarkaði. Það er kjarni sjálfstæðisstefnunnar að vinna gegn einokun og hringamyndun. Landsfundur skorar á Alþingi að setja lög sem tryggja sjálfstæði íslenskra fjölmiðla með hagsmuni samfélagsins af heiðarlegri og vandaðri fjölmiðlun að leiðarljósi.
Núna er algjör þögn, hví? Erum við hætt við?