Skelfilega heimsk umfjöllun

Ég er búinn að lesa 20 heimsk blog útfrá fréttum af þessum hræðilega atburði sem flest öll ganga út á að kenna Bush um þetta á einhvern hátt eða þá að þetta sé maklegt fyrir þjóðfélag eins og er hér vestanhafs. Þetta er auðvitað ekkert annað en sjúk heimska. Eina vitiborna sem ég hef enn lesið er frá Ágústi Hirti. Fyrir þá sem eru sannfærðir um að Bush beri ábyrgð á þessu má benda á að það var í forsetatíð Clinton sem langflest fjöldamorð af þessu tagi hafa verið framin í sögu bandaríkjanna. Forsetinn kemur þessu bara ekkert við.

Hvað varðar hugmyndir manna um bandaríkjamenn almennt þá benda nýjustu fréttir til þess að morðinginn sé kínverskur nemandi sem kom til Bandaríkjanna í ágúst sl. Morðinginn kaus því ekki Bush, né var alinn upp í þessu byssuglaða þjóðfélagi. Ég vona að þetta þjóðfélag sé ekki svo smitandi að 6 mánuðir hér fari svona með menn.

Hafi þetta verið þessi skiptinemi sem menn halda nú þá hafa lögin lítið vægi, því hann gat ekki keypt byssur löglega. 

Nágrannar mínir í NRA halda því auðvitað fram að ef skólinn hefði ekki bannað byssur á háskólasvæðinu þá hefðu nemendurnir getað varið sig. það er ekki óvænt skoðun úr þeim herbúðum þótt klikkuð sé.

Blacksburg er gullfallegur bær, einn fallegasti háskólabær sem ég hef heimsótt. Við vorum þar fyrir 2 árum við brúðkaup vina okkar sem bjuggu þar þá. Þetta var skelfilegur dagur.


mbl.is Fjöldamorðinginn sagður hafa verið kínverskur námsmaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Þetta er alveg skelfilegt mál !

Ragnheiður , 17.4.2007 kl. 13:19

2 Smámynd: FreedomFries

Tek undir með þér, Friðjón. Það er eitthvað hálf ósmekklegt við að fara að hella úr skálum pólítískrar og menningarlegrar vandlætingar þegar fréttir berast af svona atburðum.

Bestu kveður úr miðvesturríkjunum! Magnús

FreedomFries, 17.4.2007 kl. 13:51

3 Smámynd: FreedomFries

Í tilefni þessarar umræðu um stjórnarskrána og skotvopnaeign, finnst mér rétt að koma út úr skápnum og lýsa yfir stuðningi mínum við the second amendment og leyfa mér að efast um að hún hafi neitt með vopnaútflutning Bandaríkjanna, eða að vopnaútflutningur og einræðisherrar í þriðja heiminum hafi neitt með fjöldamorð í Bandaríkjunum að gera.

Ástæða þess að ég er andsnúinn því að kenna Bush um voðaverk eins og þetta er að það gerir lítið úr þjáningum þeirra sem missti fjölskyldumeðlimi, en ekki síður úr þeim óhæfuverkum sem Bush ber raunverulega ábyrgð á. Tilhæfulausar innrásir, en ekki síður árásir hans á fyrsta, fjórða, fimmta, sjötta, sjöunda, áttunda og meira að segja tíunda viðauka stjórnarskránnar...

Það er auðvitað eitthvað að bandarísku samfélagi - þó þessi morð hafi verið framin af Kóreumanni - sem gerir að verkum að svona mál koma upp. Ég treysti mér ekki til að kveða upp úr um hvað það er, og ætla mér líka að standast þá freistingu að skella skuldinni á "the usual suspects".

Mbk M

FreedomFries, 17.4.2007 kl. 17:48

4 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Hef nú ekki séð marga kenna þeim guðsvolaða aula um þessa árás, enda ekkert með hann að gera, hann hinsvegar lýsti því yfir í fréttum í morgun að ekki væri ástæða til að gera breytingar á vopnalögunum, en þau eru náttúrulega einhver sökudólgur í öllum þessum manndrápum í landinu og sú yfirlýsing segir talsvert um bjánann....

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 17.4.2007 kl. 17:50

5 identicon

og nu er buid ad finna ut ad hann reyndar olst upp i USA....

iris (IP-tala skráð) 17.4.2007 kl. 18:03

6 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

....og eignast byssu 12 ára....?

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 17.4.2007 kl. 18:11

7 identicon

Það kæmi ekkert á óvart þó séní í Vestur-Evrópu myndu kenna Bush um þessa árás. Það er nóg til af liði þar sem heldur að Bush sé örviti og Cheney varaforseti illmenni! Nákvæmlega eins og sambærilegt fólk hélt því stöðugt fram að Reagan myndi valda kjarnorkustríði með því að standa einarður gegn Sovétríkjunum.

 Ætli ekki séu fleiri vopn pr mann í Sviss en Bandaríkjunum?

 - Og nágrannar þínir í NRA, með sína "klikkuðu skoðun"; er hún röng? Er mikið um að menn skjóti 30 óvopnaða menn í Texas?

a (IP-tala skráð) 17.4.2007 kl. 19:47

8 identicon

Hinn óskráði "a" skyldi athuga það að mannskæðasta skotárásin í Bandaríkjunum til þessa var í Texas árið 1991 þegar 23 féllu. Mannskæðasta skotárásin í amerískum skóla til þessa var einnig í Texas 1966 en þá féllu 15. Þessi hugmynd um að almenn skotvopnaeign og vopnaburður almennings leiði til einhverskonar öryggis er algjörlega útúrsturluð della, trú mín á mannkynið bíður verulega hnekki við það að sjá að jafnvel í okkar upplýsta samfélagi sé til fólk sem skrifi uppá þetta.

Litlu gáfulegra er þetta lið sem er svo djúpt sokkið í hatri sínu á Bandaríkjunum að geta ekki tjáð sig um þessa atburði án þess að blanda forsetagarminum inn í það með einhverjum hætti. Vissulega frekar slappur og mistækur náungi en hann er ekki uppspretta alls ills í heiminum.

Bjarki Sigursveinsson (IP-tala skráð) 18.4.2007 kl. 02:02

9 Smámynd: Þorvarður Ragnar Hálfdanarson

Forsetaamlóðinn hefur auðvitað ekkert með þetta að gera en eins og ég hef sagt þá er hér einstakt tækifæri fyrir hann sem forseta að leiða huga Bandaríkjamanna að því hvers vegna hér eru framin fleiri morð með skotvopnum en í nokkru öðru vestrænu ríki, hér eru fleiri school-shootings en annars staðar sem og hvetja til strangari skotvopnalöggjafar. Mér er algerlega að meinalausu að Bandaríkjamenn rétt sem aðrir eigi skotvopn til veiða og mun sjálfur vonandi hafa tíma einhvern daginn til að gera slíkt hið sama. Glock og Uzi eru hins vegar ekki sérlega hentug til þess að veiða í matinn og ég set spurningarmerki við það að menn geti gengið inn í verslun og keypt slík morðtól, sérstaklega ef ekki þarf að framvísa neinum leyfum. Það er vissulega eitthvað athugavert við það að lobbýistar á vegum NRA geti komið í veg fyrir að sett verði skynsamleg lög um skotvopnaeign. Nú segi ég ekki að slík lög leysi allan vanda en augljóst er að núverandi lög eru ekki fallin til þess að vernda borgarann og hvatning til enn almennari byssuburðar, sérstaklega meðal námsmanna, er sérlega heimskulegt uppátæki.

Þorvarður Ragnar Hálfdanarson, 18.4.2007 kl. 03:47

10 Smámynd: Ár & síð

Það er leitt hvað forsendur höfundar í þessu bloggi eru á misskilningi byggðar, bæði hvað varðar morðingjann og tenginguna við Bush.
Morðinginn hefur búið í landinu í 15 ár og er frá Kóreu. Hann er alinn upp í þessu ,,byssuglaða samfélagi" og gat auðvitað keypt skotvopn að vild eins og aðrir borgarar landsins.
Aðkoma forseta að málinu var að byrja á því að lýsa því yfir að ekki yrði hróflað við lögum um byssueign. Þar er hann að þóknast NRA-lobbíinu og þá pólitísku afstöðu gagnrýna menn.  

Ár & síð, 18.4.2007 kl. 07:57

11 identicon

Allt sem þið þurfið að vita um VTECH og fjöldamorðingjann Cho Seung-hui er að finna hér:
http://en.wikipedia.org/wiki/Virginia_Tech_massacre

Siggi Árni (IP-tala skráð) 18.4.2007 kl. 12:50

12 identicon

Ég er búinn að vera að reyna að koma inn kommenti hér og nýju bloggi en er alltaf hent út af kerfinu. Það er eiithvað mikið að moggabloginu eða því er eitthvað uppsigað við mig.

Í fyrsta lagi varðandi þjóðerni morðingjans þá voru fyrstu fréttir í gærmorgun á þessa vegu, það undirstrikaði hvað ýmsir blogarar voru að taka skakkan pól í hæðina. Þar gekk allt út á að tala yfirlætislega um bandarískt þjóðfélag og hinn "ofurheimska" forseta. Satt að segja fannst mér votta fyrir Þórðargleði í þessum orðum eins og þessum hatursmönnum bandaríkjanna væri skemmt yfir þessum harmleik.

Núverandi stjórnvöld hafa ekkert með þennan harmleik að gera frekar en Clinton bar ábyrgð á Columbine eða Jonesboro-morðunum. Að halda því fram að svo sé er della.

Friðjón R Friðjónsson (IP-tala skráð) 18.4.2007 kl. 13:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband