Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Föstudagur, 11. maí 2007
Nýjir þingmenn
Þegar maður raðar öllum könnunum síðustu daga upp hlið við hlið þá kemur áhugavert mynstur í ljós. Ég held að Sjálfstæðiflokkurinn fá aðeins minna en meðaltalið en Framsókn meira og stjórnin haldi með 33-34 þingmönnum.
Dagsetningarnar eru birtingadagsetningar en segja ekki til um hvenær þær voru gerðar. Þær voru allar gerðar í vikunni. En það eru nokkrar vísbendingar sem maður sér líka þegar maður skoðar hvert kjördæmi. Sjálfstæðisflokkurinn er að fara að vinna stórsigur í Suðurkjördæmi miðað við síðustu kosningar. VG er með góða stöðu í Reykjavík norður, svo góða að Paul Nikolov er inni í samantektinni minni. Hinsvegar líta kannanirnar ekki eins vel út í kjördæmi formannsins og Þuríður Bachman er úti. Steingrímur gæti misst mann í sínu kjördæmi. Þingmannastaðan er fyrir neðan grafið.
Stjórnin hangir.
B | D | F | S | V |
7 | 26 | 3 | 17 | 10 |
Þingmannalistinn byggður á öllum könnunum,
Jón Sigurðsson | j 5 |
Siv Friðleifsdóttir | |
Guðni Ágústsson | |
Bjarni Harðarson | |
Valgerður Sverrisdóttir | |
Birkir Jón Jónsson | |
Magnús Stefánsson | |
Geir H. Haarde | |
Björn Bjarnason | |
Illugi Gunnarsson | |
Ásta Möller | |
Birgir Ármannsson | |
Dögg Pálsdóttir | j 9 |
Guðlaugur Þór Þórðarson | |
Guðfinna S. Bjarnadóttir | |
Pétur H. Blöndal | |
Sigurður Kári Kristjánsson | |
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir | |
Bjarni Benediktsson | |
Ármann Kr. Ólafsson | |
Jón Gunnarsson | |
Ragnheiður Elín Árnadóttir | |
Ragnheiður Ríkharðsdóttir | j 8 |
Árni M. Mathiesen | |
Árni Johnsen | |
Kjartan Þ. Ólafsson, | |
Björk Guðjónsdóttir | |
Kristján Þór Júlíusson | |
Arnbjörg Sveinsdóttir | |
Ólöf Nordal | |
Sturla Böðvarsson | |
Einar Kristinn Guðfinnsson | |
Einar Oddur Kristjánsson | |
Grétar Mar Jónsson | j 2 |
Sigurjón Þórðarson | J 1 |
Guðjón Arnar Kristjánsson | |
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir | |
Ágúst Ólafur Ágústsson | |
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir | |
Össur Skarphéðinsson | |
Jóhanna Sigurðardóttir | |
Helgi Hjörvar | |
Gunnar Svavarsson | |
Katrín Júlíusdóttir | |
Þórunn Sveinbjarnardóttir | |
Árni Páll Árnason | j 6 |
Björgvin G. Sigurðsson | |
Lúðvík Bergvinsson | |
Kristján L. Möller | |
Einar Már Sigurðarson | |
Lára Stefánsdóttir | |
Guðbjartur Hannesson | |
Karl V. Matthíasson | |
Kolbrún Halldórsdóttir | |
Álfheiður Ingadóttir | j 4 |
Katrín Jakobsdóttir | |
Árni Þór Sigurðsson | |
Paul Nikolov | j 7 |
Ögmundur Jónasson | |
Atli Gíslason | |
Steingrímur J. Sigfússon | |
Jón Bjarnason | |
Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir | j 3 |
![]() |
Ríkisstjórnin með meirihlutafylgi skv. könnun Fréttablaðsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 11. maí 2007
Meirihluti?
EF könnun Blaðsins er rétt á Sjálfstæðisflokkurinn möguleika á meirihluta. Samkvæmt henni koma Frjálslyndir ekki manni inn, hvorki í kjördæmi eða sem jöfnunarmanni. 7,6% atkvæða féllu dauð og það dygði Sjálfstæðisflokknum til meirihluta.
B | D | F | I | S | V |
5 | 32 | 0 | 0 | 18 | 8 |
8,30% | 44,70% | 4,70% | 2,90% | 25,30% | 14,10% |
Mikið væri það gaman að sjá einn flokk til ábyrgðar. Þá væri ekki lengur hægt að skýla sér á bak við samstarfsflokkinn. Þá yrðu menn að standa fyrir sínu.
Ég hef enga trú á því að könnun Blaðsins rætist. Ekki frekar en ég held að Jóhannesi í Bónus verði að ósmekklegri ósk sinni. Var það þetta sem menn höfðu í huga þegar vildu takmarka augýsingar stjórnmálaflokka?
Ég vann um mjög skamma hríð í Bónus fyrir mörgum árum þegar ég var nýútskrifaðu úr menntó, þá var Jói meiri trúður en stjórnandi, ég hef ekki séð neitt á síðari árum sem hefur breytt því áliti mínu.
Fimmtudagur, 10. maí 2007
Mig langar ekki til að vera leiðinlegur...
Eins gæti það gerst að Guðjón komist inn sem kjördæmakjörinn en ef Frjálslyndir ná ekki 5% á landsvísu þá sæti Guðjón einn í þingflokki Frjálslyndra.
Þetta gætu orðið ágætar kosningar ef við losnum við Frjálslynda og Jónínu Bjartmarz á einu bretti.
Til viðbótar má benda á að flutningur kvennafylgis frá VG til Samfykingar mun líklega hafa þau áhrif að færri konur enda á þingi en ella.
-----
Uppfært
Himnarnir hrynja!
úthlutað jöfnunarsæti þurfti framboð að fá kjördæmakjörinn mann inn.
Svo er ekki lengur, en ég hef staðið í þeirri trú mjög lengi.
Í greinargerð með lagafrumvarpi að lögum um kosningar til alþingis segir:
þau stjórnmálasamtök komi ein til álita við úthlutun jöfnunarsæta sem hlotið hafa að minnsta kosti fimm af hundraði af gildum atkvæðum á landinu öllu. Skiptir þá ekki máli hvort framboð hafi náð þingsæti í kjördæmi eins og nú er, sbr. síðari málslið 1. mgr. 112. gr. kosningalaga, ef það hefur á annað borð náð þessu lágmarksfylgi á landsvísu.
Mér finnst mjög erfitt að kyngja því að hafa haft rangt fyrir mér í einhverju sem viðkemur þessu máli.
PS
Það hefur engin áhrif á þingmannaspánna síðustu bara Nýjir þingmenn? II
Spáin eftir könnun Félagsvísindstofnunar í kvöld:
B | D | F | S | V |
8 | 23 | 4 | 18 | 10 |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Fimmtudagur, 10. maí 2007
Nýju þingmennirnir ? III
Tvær kannanir komu í gær og við það breyttist myndin. Frjálslyndir skriðu inn og fylgi stjórnarflokkana fór niður í lágmarksþingmeirihluta, en hún lafir. Það er áhugavert að skoða Framsókn, eina fólkið sem er öruggt með sæti eru Valgerður, Guðni og Magnús Stefánsson, jú Birkir Jón er nánast öruggur líka. Jöfnunarmenn halda áfram að flakka, Siv er áfram inni frá í gær en Herdís Þórðardóttir er úti. Það er reyndar ótrúlegt að hún skuli vera í baráttusæti miðað við að menn voru ekkert vongóðir um að halda Einari Oddi inni fyrr í vetur. Sturla og Einararnir eru greinilega vanmetnir.
Ég tek það fram að blanda svona saman könnunum hefur engin áhrif á líkur. Það eina sem það gerir er að draga úr sveiflum sem eru stundum skrítnar síðustu vikuna fyrir kjördag.
B | D | F | S | V |
7 | 25 | 3 | 18 | 10 |
Siv Friðleifsdóttir | j 7 |
Guðni Ágústsson | |
Bjarni Harðarson | |
Valgerður Sverrisdóttir | |
Birkir Jón Jónsson | |
Magnús Stefánsson | |
Herdís Á. Sæmundardóttir | j 3 |
Geir H. Haarde | |
Björn Bjarnason | |
Illugi Gunnarsson | |
Ásta Möller | |
Birgir Ármannsson | j 6 |
Guðlaugur Þór Þórðarson | |
Guðfinna S. Bjarnadóttir | |
Pétur H. Blöndal | |
Sigurður Kári Kristjánsson | |
Sigríður Ásthildur Andersen | j 9 |
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir | |
Bjarni Benediktsson | |
Ármann Kr. Ólafsson | |
Jón Gunnarsson | |
Ragnheiður Elín Árnadóttir | |
Árni M. Mathiesen | |
Árni Johnsen | |
Kjartan Þ. Ólafsson, | |
Björk Guðjónsdóttir | |
Kristján Þór Júlíusson | |
Arnbjörg Sveinsdóttir | |
Ólöf Nordal | |
Sturla Böðvarsson | |
Einar Kristinn Guðfinnsson | |
Einar Oddur Kristjánsson | |
Grétar Mar Jónsson | j 2 |
Sigurjón Þórðarson | J 1 |
Guðjón Arnar Kristjánsson | |
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir | |
Ágúst Ólafur Ágústsson | |
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir | |
Mörður Árnason | j 8 |
Össur Skarphéðinsson | |
Jóhanna Sigurðardóttir | |
Helgi Hjörvar | |
Steinunn Valdís Óskarsdóttir | j 4 |
Gunnar Svavarsson | |
Katrín Júlíusdóttir | |
Þórunn Sveinbjarnardóttir | |
Árni Páll Árnason | |
Björgvin G. Sigurðsson | |
Lúðvík Bergvinsson | |
Kristján L. Möller | |
Einar Már Sigurðarson | |
Guðbjartur Hannesson | |
Karl V. Matthíasson | |
Kolbrún Halldórsdóttir | |
Álfheiður Ingadóttir | |
Katrín Jakobsdóttir | |
Árni Þór Sigurðsson | |
Ögmundur Jónasson | |
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir | j 5 |
Atli Gíslason | |
Steingrímur J. Sigfússon | |
Þuríður Backman | |
Jón Bjarnason |
Miðvikudagur, 9. maí 2007
Nýju þingmennirnir? II
Áfram halda talnaleikar. Ég ákvað að brjóta nokkrar aðferðafræðilegar reglur til að ná út sveiflum og fá reyna að fá líklegri mynd. Það sem ég gerði var að taka 3 nýjustu kannair í hverju kjördæmi fyrir sig og tók meðaltal af þeim til að reyna að fá meðalstuðning flokks í hverju kjördæmi. Síðan tók ég 3 nýjustu landskannanirnar og dreifði prósentunum á kjördæmin eins og meðal stuðningur þeirra í hverju kjördæmi sagði. Þannig að 40% Sjálfstæðisflokks skiptist þannig að 10% þeirra fór í NV 28% í SV 21% í RS osfrv. Með því að taka 3 nýjustu landskannanirnar þá minnka sveiflur en um leið þá dregur úr áhrifum sóknar og taps. Á morgun ætla ég svo að taka 3 nýjustu kannanirnar og svo koll af kolli þannig að ef einhver flokkur er í sókn þá kemur það í ljós. Þessi aðferð stenst auðvitað ekki nána aðferðafræðilega skoðun en hún hjálpar mér við að finna líklega þingmenn.
Þegar ég tók meðaltal 3 nýjustu kannana í NV kjördæmi kom í ljós að Frjálslyndir voru með að meðaltali 9,25% stuðning, það dugði ekki til að koma Guðjóni Arnari inn sem kjördæmakjörnum, yfir 10% er eiginlega lágmark í NV kjördæmi. Frjálslyndir eru því útaf þingi!
Kannanirnar á landsvísu eru : Fréttablaðið 6. maí, Capacent 7.maí, Capacent 8.maí. Capacent könnun dagsins í dag kemur inn á morgun og þá dettur Fréttablaðskönnunin út.
Þingmannalisti dagsins lítur svona út:
(Jöfnunarmenn eru skáletraðir og með j við nafnið)
Siv Friðleifsdóttir | j |
Guðni Ágústsson | |
Valgerður Sverrisdóttir | |
Birkir Jón Jónsson | |
Höskuldur Þór Þórhallsson | j |
Magnús Stefánsson | |
Geir H. Haarde | |
Björn Bjarnason | |
Illugi Gunnarsson | |
Ásta Möller | |
Birgir Ármannsson | |
Guðlaugur Þór Þórðarson | |
Guðfinna S. Bjarnadóttir | |
Pétur H. Blöndal | |
Sigurður Kári Kristjánsson | |
Sigríður Ásthildur Andersen | j |
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir | |
Bjarni Benediktsson | |
Ármann Kr. Ólafsson | |
Jón Gunnarsson | |
Ragnheiður Elín Árnadóttir | |
Ragnheiður Ríkharðsdóttir | |
Árni M. Mathiesen | |
Árni Johnsen | |
Kjartan Þ. Ólafsson, | |
Björk Guðjónsdóttir | |
Unnur Brá Konráðsdóttir | |
Kristján Þór Júlíusson | |
Arnbjörg Sveinsdóttir | |
Ólöf Nordal | |
Sturla Böðvarsson | |
Einar Kristinn Guðfinnsson | |
Einar Oddur Kristjánsson | |
Herdís Þórðardóttir | |
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir | |
Ágúst Ólafur Ágústsson | |
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir | j |
Mörður Árnason | j |
Össur Skarphéðinsson | |
Jóhanna Sigurðardóttir | |
Helgi Hjörvar | |
Steinunn Valdís Óskarsdóttir | j |
Gunnar Svavarsson | |
Katrín Júlíusdóttir | |
Þórunn Sveinbjarnardóttir | |
Björgvin G. Sigurðsson | |
Lúðvík Bergvinsson | |
Róbert Marshall | j |
Kristján L. Möller | |
Einar Már Sigurðarson | |
Guðbjartur Hannesson | |
Karl V. Matthíasson | |
Kolbrún Halldórsdóttir | |
Álfheiður Ingadóttir | |
Katrín Jakobsdóttir | |
Árni Þór Sigurðsson | |
Ögmundur Jónasson | |
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir | j |
Atli Gíslason | |
Steingrímur J. Sigfússon | |
Þuríður Backman | |
Jón Bjarnason | |
Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir | j |
Samsetningin væri svona:
B | D | S | V |
6 | 28 | 18 | 11 |
Einhverjir voru að biðja mig um að setja excel skjalið á netið en það er ekki fyrir neinn að skilja hvernig það er uppbyggt, það tók mig klukkutíma bara að komast inn í það aftur og skilja hvað ég var að fara þegar ég bjó það til. Ég notaði það til að byggja útskýringatöflur sem eru á www.kosning2003.is og www.kosning.is til að skýra úthlutun kjördæmasæta og jöfnunarsæta. Ég þyrfti að láta langa ritgerð með til útskýringa, ég held ég sleppi því. Þetta eru líka bara talnaleikir.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 8. maí 2007
Nýju þingmennirnir?
Fyrir 4 árum þegar ég var að vinna í dómsmálaráðuneytinu við kosningarnar þá útbjó ég Excel skjal sem hjálpaði mér við að útskýra úthlutun þingsæta. Ég var að leika mér að því að henda inn í það upplsýingum úr skoðanakönnunum Capacent til að sjá hverjir verða líklegir þingmenn okkar. Ég ætla ekki að fara út í útreikningana en útskýringar má finna hér á úthlutun kjördæmasæta og jöfnunarsæta.
Ég notaði alltaf nýjustu könnun sem völ var á. Jöfnunarmenn eru skásettir og talan við nafnið gefur til kynna hvar í röðinni jöfnunarsætið er.
Jón Sigurðsson 4 |
Guðni Ágústsson |
Bjarni Harðarson |
Valgerður Sverrisdóttir |
Birkir Jón Jónsson |
Magnús Stefánsson |
Geir H. Haarde |
Björn Bjarnason |
Illugi Gunnarsson |
Ásta Möller |
Birgir Ármannsson |
Dögg Pálsdóttir 7 |
Guðlaugur Þór Þórðarson |
Guðfinna S. Bjarnadóttir |
Pétur H. Blöndal |
Sigurður Kári Kristjánsson |
Sigríður Ásthildur Andersen 8 |
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir |
Bjarni Benediktsson |
Ármann Kr. Ólafsson |
Jón Gunnarsson |
Ragnheiður Elín Árnadóttir |
Árni M. Mathiesen |
Árni Johnsen |
Kjartan Þ. Ólafsson, |
Björk Guðjónsdóttir |
Kristján Þór Júlíusson |
Arnbjörg Sveinsdóttir |
Ólöf Nordal |
Sturla Böðvarsson |
Einar Kristinn Guðfinnsson |
Einar Oddur Kristjánsson |
Herdís Þórðardóttir 5 |
Grétar Mar Jónsson 1 |
Sigurjón Þórðarson 2 |
Guðjón Arnar Kristjánsson |
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir |
Ágúst Ólafur Ágústsson |
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir 3 |
Össur Skarphéðinsson |
Jóhanna Sigurðardóttir |
Helgi Hjörvar |
Gunnar Svavarsson |
Katrín Júlíusdóttir |
Þórunn Sveinbjarnardóttir |
Árni Páll Árnason 6 |
Guðmundur Steingrímsson 9 |
Björgvin G. Sigurðsson |
Lúðvík Bergvinsson |
Kristján L. Möller |
Einar Már Sigurðarson |
Guðbjartur Hannesson |
Kolbrún Halldórsdóttir |
Álfheiður Ingadóttir |
Katrín Jakobsdóttir |
Árni Þór Sigurðsson |
Ögmundur Jónasson |
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir |
Atli Gíslason |
Steingrímur J. Sigfússon |
Þuríður Backman |
Jón Bjarnason |
Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir |
Gummi Steingríms færi hér inn með 5,7% atkvæða á bak við sig en eins og með Árna Magg fyrir 4 árum þá lendir síðasta sætið á þingsæti þar sem ekki er mikið að baki. Það skýrist af þvi að jöfnunarsætunum er úthlutað í röð. fyrsta sætið eiga Frjálslyndir og það fer þangað sem þeir eiga mest ónýtt, í þessu tilviki átti Sjálfstæðisflokkur meira ónýtt í Suðurkjördæmi en það var ekki komið að honum og Frjálslyndir taka eina jöfnunarsætið sem er í kjördæminu. Guðjón Arnar rétt slefar inn, annars myndu sætin líklega skiptast á B, D og S.
Heildafjöldi þingsæta:
B | D | F | S | V |
6 | 27 | 3 | 16 | 11 |
Þessar tölur að ofan finnst mér einhvernveginn líklegar til vandræða og stjórnarkreppu. En þetta er auðvitað fáránlega mikill nördaháttur að búa svona til.
Mánudagur, 7. maí 2007
Jón gæti vel endað inni.
Fréttin í mbl og á rúv miðar við kjördæmakjörna þingmenn eðlilega því þeir eru þeir einu sem hægt er að reikna af einhverju viti. Það þarf að hafa í huga að jöfnunarsætin geta reynst flokkum drjúg.
Þannig komst helmingur þingflokks Frjálslyndra inn sem jöfnunarþingmenn síðast.
Hér að neðan er tafla yfir þá sem kjörnir voru í jöfnunarsæti fyrir 4 árum. Þetta eru 9 sæti og 4 þeirra komust inn með undir 7,2% atkvæða á bak við sig.
Kjörd. | þingm. | framb. | hlutfallstala |
RVK N | Árni Magnússon | B | 5,81% |
SV | Gunnar Örn Örlygsson | F | 6,75% |
NA | Þuríður Backman | U | 7,06% |
NV | Sigurjón Þórðarson | F | 7,12% |
S | Jón Gunnarsson | S | 7,42% |
RVK S | Birgir Ármannsson | D | 7,61% |
SV | Bjarni Benediktsson | D | 7,68% |
RVK S | Ágúst Ólafur Ágústsson | S | 8,33% |
RVK N | Sigurður Kári Kristjánsson | D | 8,88% |
Þannig er það að ekki fullreynt fyrr en öll atkvæði hafa verið talin vort einhver komist inn eða ekki.
Sigurjón "flugbeitti" Þórðarson komst þannig inn á þing í jöfnunarsæti með 1.993,2 atkvæði á bak við sig. Hann var þó ekki sá sem minnstan stuðninga hafði en það var Jón Bjarnason sem flaug inn í kjördæmakjörið sæti í NV-kjördæmi á 1987 atkvæðum. Það var í annað sinn sem Jón fór inn með fá atvæði á bak við sig en hann hlaut kosningu 1999 með 561 atkvæði. En það var innan við helmingur þeirra atkvæða sem hann fékk í prófkjöri Samfylkingarinnar í febrúar það ár. Í prófkjörinu dugðu rúm 1300 atkvæði til 4. sætis á lista Samfylkingarinnar rúmum mánuði síðar var Jón kominn í framboð fyrir Vinstri Græna og uppskar eins og áður sagði 561 atkvæði og þingsæti.
![]() |
Gallupkönnun: Formaður Framsóknar nær ekki kjöri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 05:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 7. maí 2007
Er ég einn...
um það að finnast umræðan um umhverfismál hafa dáið 31. mars? Það stefndi í að verða mál málanna í kosningunum en svo skar Sól í Straumi ríkisstjórnina úr snörunni og gaf henni séns.
Fyrst var stefnt að því að kjósa um stækkunina 12. maí en svo féllu menn frá því.
Hver sem sú ástæða var þá fékk almenningur nóg af umhverfismálum þann 31. mars, þá hætti sókn VG, Ómar missti glæpinn og Framsókn fór að eygja líf.
Getur verið að Lúðvík Geirsson hafi bjargað Framsókn frá útrýmingu?
Sunnudagur, 6. maí 2007
Siggu inn
Þetta er góð staða sem Sjallar eru í núna, það hefur greinilega verið haldið ágætlega á spöðunum í baráttunni. Það er sagt að Sjalllinn sé að reyna að hringja í alla kjósendur, sem er alveg rétt nálgun. Persónuleg samskipti við kjósendur skila miklu meira en blaða- og sjónvarpsauglýsingar, það er margsannað.
Ég er þó hræddur um að svona sterk staða Sjálfstæðisflokksins muni jafnvel gera honum erfitt fyrir í stjórnarmyndun. Það yrði mikill hvati fyrir aðra flokka að ná saman að sjá svona stórann Sjálfstæðisflokk.
Það eina sem ég vona er að Sigga Andersen komist inn í Rvk norður. Skoðanakönnun Gallup var að vísu ekki hughreystandi kannski er staðan í Grafarvogi ekki eins sterk og menn hédu að yrði en það er aldrei að vita hvað gerist með jöfnunarmenn. Sigga yrði ótrúlega traustur talsmaður skattgreiðenda inni á þingi. Þetta verður amk spennandi kosningasíðdegi næsta laugardag.
Föstudagur, 4. maí 2007
10 dagar!
Hún er heppin, hún Lúsía alveg hreint stálheppin. Það gekk allt upp og enginn kom þar nálægt.
Þegar konan mín sótti um ríkisborgararétt þá var það á sama tíma og Dorrit sótti um. Það var amk í einhverju slúðurblaði að hún hefði sótt um, umsókn hennar og konunnar minnar fór svo í gegn á ca. sama tíma. Mig minnir að þetta allt hafi tekið u.þ.b. 4 mánuði, enda báðar konur með sitt á hreinu og fengur að þeim. Önnur hefur að vísu ótvírætt betri smekk á karlmönnum, en það verður víst að vera þannig að hverjum þykir sinn grís fagur.
Þótt umsóknir Dorritar og konunnar minnar hafi tekið þetta langan tíma er það líka mögulegt að umsókn Lúsíu hafi líka tekið svona skamman tíma. Ef öll gögn liggja fyrir og dómsmálaráðuneytið þarf í raun ekki að vinna í umsókninni vegna þess að það er augljóst að hún uppfyllir ekki lagaskilyrði, þá er umsóknin send áfram. Það þarf ekki að gera meira en að koma henni í póst. Útlendingastofnun vottar um dvöl viðkomandi og lögreglan um hvort viðkomandi eigi mál sem ólokið er í réttarvörslukerfinu, eins og segir í lögum um íslenskan ríkisborgararétt. Dómsmálaráðuneytið leitar sjálft eftir upplýsingum úr sakaskrá hafi umsækjandinn gefið leyfi til þess, eins og kemur fram á eyðublaðinu. Allt saman upplýsingar sem til eru í tölvukerfum og auðvelt að afgreiða liggi málið fyrir. Málið lá líka alveg fyrir, Lúsía uppfyllti ekki skilyrðin.
Það sem mér finnst aðfinnsluvert í ferlinu er það að allsherjarnefnd virðist ekki gera neitt nema skoða umsóknina og svo útfrá tilfinningu veita ríkisfang eða ekki. Íslenskt ríkisfang er mikilvægt og eftirsótt gæði, hvers vegna skoðar nefndin málin ekki betur en svo að hún afgreiðir þau á tveim dögum? Hversvegna vissi nefndin ekki að hjá hvaða fólki hún bjó? Ef stúlkan ætti lögheimili hjá Franklín Steiner eða einhverjum þess háttar, vildum við ekki að nefndin kynnti sér það? Þessi leið á að vera algjört undantekningatilvik, ekki plan b.
En eftir að hafa horft á Ísland í dag þá efast enginn um að það er fengur að Lúsíu Celeste, hún á kannski ekki skilið að fá þessa tengdamömmu en þeirri högun ráðum við líka fæst.
Ég legg engan trúnað á orð umsjónarmann leikskrár Vals en svo virðist sem þau skötuhjú, hann og tengdamamman ætli að standa þennan storm. Við getum þó huggað okkur við það að líklega hverfa þau af þingi en Lúsía verður áfram íslensk.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)