Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007

Fjöldafundur um stjórnarskrárbreytingu!

Þjóðarhreyfingin hýtur að láta til sín taka í umræðum um fyrirhugaða stjórnarskrárbreytingu.  Ég bíð spenntur eftir því að þeir láti báðir heyra í sér.

Síðast þegar rætt var um þjóðaratkvæðagreiðslu boðuðu þeir kumpánar Hans og Óli eða Þjóðarhreyfingin eins og parið kýs að láta kalla sig  til fjöldafundar. Á fundinum töldu þeir 3000 manns en eins og sjá má af myndinni að neðan þá sá Ágúst "800" Ágústsson um talninguna.

utifundur_1_08072004
Frá "fjöldafundi" Þjóðarhreyfingarinnar til að mótmæla því að svipta á þjóðina stjórnarskrárvörðum kosningarrétti“ sem haldinn var í júlí 2004.  Myndin: Andriki.is  

 

 


mbl.is Tillaga um að kosið verði um stjórnarskrárbreytingar í þjóðaratkvæðagreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fulham sigrar Birmingham en var undir á móti Leicester í hálfleik.

Það er magnað hjá Fulham að sigra Birmingham 4-3 í kvöld eftir að hafa lent undir 3-1 á móti Leicester í upphafi síðari hálfleiks. Voru þeir 11 á móti 22?

Wayne Routledge var hetja Fulham þegar liðið sigraði 1. deildarlið Birmingham, 4:3, í endurteknum leik liðanna í 3. umferð ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu í kvöld. Routledge skoraði sigurmarkið í uppbótartíma en það blés ekki byrlega fyrir liðið í upphafi síðari hálfleiks. Leicester komst í 3:1 en Ítalinn Vincenzo Montella kom inná í hálfleik og honum tókst að jafna metin með tveimur mörkum á skömmum tíma.

Þegar Sævarr var með vefinn frettir.com var hann naskur að finna svona nett klúður hjá vefútgáfum blaðanna. Mig minnir að einhverntíma hafi íþróttadeildin verið svo slæm með svona blóm að það var hætt að vera sport að stríða þeim. 


mbl.is Frábær endasprettur hjá Fulham
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aumlegastu tilraun til að komast undan verki

á Guðmundur Ásgeirsson, stjórnarformaður Nesskipa og eigandi Wilson Muuga þar sem hann segir í Fréttablaðinu í dag að:

Skipið geti orðið góð viðvörun fyrir sjófarendur, minnismerki og lyftistöng fyrir ferðamennsku fengi það að standa.

Yeah right!

Og Nesskip ætla að halda skipinu við og koma í veg fyrir að það verði ryðgandi járnarusl? 

Yeah right!

Við skulum treysta gaur sem skráir skipið sitt í Kýpur og ræður Rússneska áhöfn og kemur fram í fyrstu eingöngu sem umboðsmaður skipsins í stað þess að viðurkenna eignarhald. 

Hvernig voru aftur fyrstu fréttir að áhöfnin neitaði að tala við björgunarmenn fyrr en þeir höfðu talað við eigendur eða tryggingafélagið? Það er gríðarleg skítalykt af þessu.

Þjóðarprýði!

Þetta yrði fallegt eftir ca. 10 ár. 

 --------------- 

Ég átti þetta líklega skilið fyrir síðustu færslu. Svar Tadds er stúpid en fyndið.  Aðrir sem tóku Google Analytics færsluna einhvern veginn til sín voru minna fyndnir enda á ókunnum slóðum.


Lesinn í Tehran

Mogginn fer víða það er ljóst. Ég var að skoða hvaðan heimsóknir á þetta blog koma. Undanfarna 2 daga, sunnudag og mánudag, hef ég fengið heimsóknir frá : 

  1. Íslandi
  2. USA
  3. Denmark
  4. United Kingdom
  5. Sweden
  6. France
  7. Belgium
  8. Spain
  9. Austria
  10. Germany
  11. Canada
  12. China
  13. India
  14. Finland
  15. Norway
  16. Iran, Islamic Republic of
  17. Morocco
  18. Turkey
  19. Uganda
  20. Italy
  21. Czech Republic
  22. Qatar

kort

Eins og sést af kortinu þá eru flestar heimsóknirnar utanlands frá Evrópu og USA en það leynast þarna nokkrir exótískir staðir. Casablanca, Doha, Ankara, Kampala, Shanghai og Peking. En tveir staðir koma mér verulega á óvart og það eru Samalkha á N- Indlandi og Tehran. Samalkha er 30 þúsund manna smábær, sem pínulítið á Indverskan mælikvarða. Tehran er síðan einhvernveginn ekki bærinn sem ég bjóst við að fá lesendur frá.

Google Analytics er magnað tæki. Það er hægt að greina heimsóknirnar liggur við heim til fólks. Ég sé til dæmis að helmingur þeirra heimsókna sem hafa komið inn á síðuna í gegnum tengil á síðunni tadds.blogspot.com eru frá Miami í Florida og viðkomandi á viðskipti við Comcast Cable.  Ég man eftir fóstbræðrum sem sóru af sér öll tengsl við þessa síðu eitt haustkvöld á Selfossi fyrir nokkrum árum. Núna vinnur annar í þarnæsta húsi við mig, hvar ætli að hinn sé?


Ráðherraefni Samfylkingarinnar

EinGuðmundur Magnússon bauð í spekúlasjónir um næsta utanríkisráðherra og hvernig ríkisstjórn muni líta út 13. maí í vor ef Samfylking færi í ríkisstjórn með Sjöllum. Þessi orð byrjuðu sem  athugsemd við grein hans en varð fljótt alltof langt til að vera athugasemd.

Hvernig ætlar ISG að fylla ráðherralið sitt. Ef maður lítur yfir efstu menn þá blasir tvennt við. Frambjóðendur eru annaðhvort Össuramenn eða óreyndir.

Ef við lítum á hverjir eru kallaðir eftir kjördæmum:

Rvk: ISG, Össur, Jóhanna og Ágúst.

NV: Guðbjartur er efstur en hefur ekki setið á þingi því ólíklegur.

NA: Kristján Möller líklegur, studdi Össa að mig minnir.

Suður: Björgvin G. líklegur en einn helsti stuðningsmaður Össa.

SV:  Gunnar Svavars er efstur hefur ekki setið á þingi áður og fékk ekki sterka kosningu í efsta sætið. Næstar koma Kata Júl og Þórunn. Kata studdi Össur, Þórunn er eini trúnaðarmaður ISG í öllum þessum hópi.

Krítería ISG er ein, hlutföll kynja verða jöfn. En hún verður líka að huga að landsbyggð vs. Sv-horn, þess vegna verður hún að velja amk Kristján eða Björgvin. Jóhanna græðir á reynslu og kyni, Ágúst tapar á kynjakríteríunni.

Ef hún hefur úr 4 ráðherrum (vinstri stjórn) að spila þá verða þeir ISG, Össi, Jóhanna og Kristján.

Ef þeir verða 6 þá bætast við annarsvegar  Kata eða Þórunn og  hinsvegar Björgvin eða Ágúst. Það veltur á frammistöðu manna í kjördæmi og hve skynsöm ISG verður þegar kemur að því að hugsa um landsbyggðina.

Það sem er áhugavert að pæla í er hvað gerist ef þingflokkurinn stendur frammi fyrir valkostinum vinstri stjórn 4 ráðherrar og 4 formannstólar í nefndum. eða stjórn með Sjöllum og 6 ráðherrar og 6 formannsstólar?

Ég er ekki viss um að ISG hefði stjórn á þingflokknum í þessari stöðu. Reyndar væri það ágætur leikur ef ríkisstjórnin fellur og vinstri flokkarnir byrja að tala saman að koma skilaboðum til Guðjóns Arnar, hann er alltaf til í matarhlé, tala svo við Össur og gera honum tilboð. Bjóða honum að hefna þess sem henti á Ásvöllum. 

Það er alls ekki langsótt. Allur hugarheimur og skrif Össurar gengur út á hjaðningarvíg og blóðhefnd. Þegar maður les hann í sturlungaham þá fær það mann til að velta því fyrir sér hvort fyrir þeim Birtu og Ingveldi eigi að liggja að ná fram hefndum á þeim Sveinbirni og Hrafnkatli. Miðað við skrif hans um Eyngeyinga og annað gott og misgott fólk þá hlýtar að vera til þess ætlast af þeim systrum.


Forsetinn blessaður forsetinn...

Steingrímur Sævarr gróf upp þetta ótrúlega vídeó.

Ég er að velta því fyrir mér hvernig handritið að þessu hefur litið út. Ég held að þetta hafi litið einhvern veginn svona út: (Ætli Örnólfur Thors hafi  fengið að lesa það yfir?)

---------- 

[Kvenmannsrödd]

Finally you don't come to Iceland without experiencing it's legendary nightlife. If you don't belive us, just ask...

The President.

[Mynd á fánann og þjóðsöngur byrjar] 

[Rödd forsetans]
Kos as jú nó, [Mynd á forseta, þjóðsöngur í bakgrunn] þer is þis feimös Reykjavík nætlæf.  Eeeeeh vits lasts æ dónt nó from ílefen or tvelf oklok öntil for or fæv or six in þe morníng.

Böt þe essens off þat nætlæf is [Mynd á skoppandi brjóst og dansandi rassa] its not for þe túrists, its for þe æslanders. Þe túrists of kors ar velkom tú djoín in. It dosent haf þis kænd off kommersjal gettíng all jor monní aspekt jú sí in oðer köntrís.

[Mynd panar niður fótleggi í mínipilsi og skiptir á forsetann]

Böt its simplí pjúr fönn. Kríeited  bæ þí æslanders for þemselfs. Böt invæting eferíboddí else tú djoín inn.

[ENVY skýst út úr hægra eyra forsetans, blátt flash kemur inn í mynd hægra megin, fer yfir forsetann og undir ENVY -  THE END] 

---------------------- 

Nammm pizza!Hvað er hægt að segja? Þetta slær út opnunina á Pizza 67 í Köben haustið 96.

 

 


Áfall fyrir Bush?

10 fréttir Sjónvarpsins birtu sérkennilega frétt í gærkvöldi. Fréttin var frásögn af því að Richard A. Clarke fyrrverandi ríkisstarfsmaður í Bandaríkjunum teldi stöðu Bandaríkjanna í Írak vonlausa. Katrín Pálsdóttir sagði okkur frá því að ummæli Clarke væru mikið áfall fyrir Bush forseta sem ætlar að kynna nýja stefnu sína á morgun.

Fyrir þá sem hafa lágmarksþekkingu á bandarískum stjórnmálum (sem er synd að Katrín hafi ekki) þá eru þetta ekki miklar fréttir. Þetta álit Richard A Clarke er álíka mikið áfall fyrir Bush og ef John Kerry hefði gagnrýnt stefnu hans.

Clarke var að tala hjá The Center for American Progress sem er stýrt af John Podesta fyrrverandi starfsmannastjóra Bill Clinton. Það er fyrst og fremst litið á Clarke sem anti-Bushista ekki sem hlutlausan sérfræðing.

Skýrasta dæmið um hve mikil ekki frétt þessi yfirlýsing er að ég finn ekki neina frétt um hana neinsstaðar á internetinu. Ef málið væri frétt, ef orð þessa mans væri áfall fyrir G.W. Bush þá væru vinstri sinnuðu fréttablöðin Washington Post og New York times með þau á forsíðu. Svo er ekki ekki einu sinni kommúnistablöð eins og The Guardian á Englandi minnast á þetta einu orði. CNN hefur eki minnst á þetta nú má vera að þeir séu að bíða eftir að maximiza áhrifin og allir fjölmiðlar verði uppfullir af þessu áfalli bandaríkjaforseta. Ég ætla ekki að halda í mér andanum, reyndar skal ég éta hatt Hallgríms Helgasonar ef þetta verður að stórmáli.

Þetta er svona mál eins og ef Karl Th Birgisson myndi lýsa sig ósammála stefnu Geirs Haarde og fjölmiðlar teldu það áfall fyrir Geir.


mbl.is Bandarískir hermenn til Íraks fyrir lok þessa mánaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Með Barack Obama í eyrunum

Senator Barack ObamaÉg er að hlusta á hljóðbókar útgáfu af bókinni Dreams from My Father eftir Barack Obama. Obama les sjálfur og fékk bókin Grammy verðlaun í sínum flokki (spoken word) í fyrra. Obama er mest "hæpaði" stjórnmálamaður Bandaríkjanna núna, hann þykir hafa Kennedy karisma. (Ted er undanskilinn þegar rætt er um það fyrirbæri)

Hann er eini öldungardeildarþingmaðurinn af afrískum uppruna sem nú situr og sá fimmti frá upphafi og eins og staðan er í dag þá lítur út fyrir að slagurinn um útnefningu demókrataflokksins verði milli hans og Hillary Clinton. Stjarna hans hefur skotist hratt upp á himininn, fyrir 6 árum tapaði hann í prófkjöri til að komast í fulltrúadeildina og fyrir rúmum 2 árum var tvísýnt með kosningu hans í Senatið. Þar til upp komst að fyrrverandi eiginkona andstæðings Obama hefði kvartað í skilnaðardeilunni undan áhuga manns síns á kynlífsklubbum og þáttöku í slíkum fyrirbærum. Obama er heppinn.  

Obama er áhugaverður karakter, faðir hans var frá Kenýa og móðir fædd í  Wichita, Kansas búsett á Hawaii.  Þau kynntust við háskólanám á Hawaii þar sem þau giftust, blönduð hjónabönd voru ekki algeng í Bandríkjunum í kringum 1960. Obama eldri sneri aftur til Kenýa þegar Barack yngri var einungis tveggja ára og tók þá móðir hans saman við annan samstúdent, sá var indónesi og þegar Obama var 6 ára fluttu þau til Jakarta þar sem hann bjó ásamt móður sinni og manni hennar  í 4 ár. Þá sneri hann aftur til Hawaii og bjó hjá afa sínum og ömmu þar til móðir hans skildi við mann sinn og sneri einnig aftur.

Ég velti því fyrir mér hvernig fjölskyldan hefur komið fyrir í Jakarta, asískur maður og hvít kona með svart barn. 

Obama er mjög hreinskilinn í bókinni, segir frá marijúna notkun og kókaín fikti en hún er skrifuð 1995 löngu áður en einhverjum datt í hug að nefna Barack Obama og forsetaembættið í sömu andrá. Það er kannski hvað hann er opinskár sem gerir bókina sjarmerandi. Hann er með fantarödd og það er ljúft að hlusta á hann.

Rótleysi hans er síendurtekið þema (án þess að verða hvimleitt) í bókinni sem stafar af því að alast upp svartur drengur án fyrirmynda sem hann gata samsamað sér við. Það voru fáir svartir menn á Hawaii á þeim tíma og enn færri í Jakarta. Hann lítur þó á sig sem svartan mann, það er algengt að blönduð börn eigi erfitt með að fóta sig, finna sig hvorki né. Kannski er þetta hverfandi núna, það er orðið svo algengt að börn séu af blönduðum kynþáttum. Mig minnir að ég hefi lesið að á bandarískum skráningaformum sé liðurinn mixed race sá hópur sem stækkar örast.

Dætur mínar falla í þann flokk. Kannski er það algjör óþarfi að hafa einhverjar áhyggjur af þessu, uppruni þeirra er vel skráður og svo eru þær auðvitað Íslendingar og sá indæli rembingur sem því fylgir trompar alla umræðu um kynþætti eða hvaðeina.  


og megi þeir stikna í heitasta

Ég var á leið til Madrid 11. mars 2004 en komst ekki lengra en til Köben. 

Þegar við heyrðum fyrstu fréttir af sprengingu í Madrid sagði ég við ferðafélaga minn, iss þetta er bara eitthvað ETA vesen, það hefur engin áhrif. Þá vorum við nýstigin út úr vélinni frá Íslandi og vorum að hlusta á talhólfsskilaboð sem gáfu ekki skýra mynd. Eftir því sem myndin skýrðist þá varð ljóst að fundurinn sem við vorum á leið á yrði ekki haldinn.  Ég hafði hlakkað til að koma til Madrid og Spánar í fyrsta sinn í 6 ár, vonbrigðin voru mikil. Ég bjó íBaskalöndum í ár og kynntist konunni minni þar, Spánn er í miklu uppáhaldi.

Ég ekki að gera lítið úr harmleiknum sem dundi yfir þarna, þegar við heyrðum í okkar kontakt þá var það auðheyrt að hún var algjörlega miður sín, skiljanlega. Fólk dó, örkumlaðist og slasaðist. 

Ég hef ekki enn snúið aftur til Spánar, ég er enn persónulega brjálaður út í þessa menn sem stóðu að þessu hryðjuverki. Ekki vegna þess að ég komst ekki alla leið, heldur vegna þess að þessi atburður stendur mér nær bæði vegna tengsla minna við landið og vegna ferðarinnar þá varð ég einhvern veginn þátttakandi í atburðinum. Þótt það hafi verið smávægilegt.

Megi þeir stikna í heitasta helvíti þessir al-kædar. 

 


mbl.is Sjötti maðurinn handtekinn vegna tilræðisins í Madríd 2004
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sme tilnefndur til blaðamannaverðlauna!

Siguður G. Guðjónsson sendi moggann bréf sem birt var í morgun, þar tilnefnir hann sme til verðlaunanna blaðamaður ársins 2006. Það örlar kannski á smá biturð en annars á sme þetta skilið:

SAMKVÆMT vef Blaðamannafélags Íslands þurfa tilnefningar til Blaðamannaverðlauna vegna ársins 2006 að hafa borist fyrir 19. janúar nk.

Í mínum huga stendur einn maður upp úr þegar horft er um öxl og hugað að afrekum blaðamanna á liðnu ári. Sá heitir Sigurjón Magnús Egilsson, ,,SME".

Afrek SME á árinu 2006 verða ekki öll tíunduð hér, heldur látið við það sitja að nefna, að SME réð sig í þrígang sem ritstjóra dagblaða á síðasta ári, nú síðast til nýrrar DV-útgáfu.

Hvernig SME umgekkst sannleikann og gerða samninga á árinu 2006 lýsir betur en mörg orð andlegu atgervi, heiðarleika og endalausri leit þessa eftirsótta og dáða blaðamanns að sannleikanum.

SME er stéttarsómi og verðskuldar sæmdarheitið ,,Blaðamaður ársins".

Höfundur er hæstaréttarlögmaður.

 

Það skyldi þó aldrei vera að SGG finnist lítið til verðlaunanna koma og bréfið sé líka pilla á dómnefndina sem mátti þola þessa athugasemd frá Ólafi Teiti í síðasta tölublaði Viðskiptablaðsins árið 2006.

Dómnefnd ársins
Birgir Guðmundsson, Elín Albertsdóttir, Jóhannes Tómasson, Lúðvík Geirsson og Sigríður Árnadóttir, sem stóðu að hneyksli ársins með því að útnefna Sigríði Dögg Auðunsdóttur „rannsóknarblaðamann ársins“ fyrir ritstuldinn um einkavæðingu bankanna.

 Þessu tengt þá er ekki úr vegi að birta tilnefningu ÓTG á starfsmanni og mótbárum ársins:

Starfsmaður ársins
Hjálmar Blöndal sinnti sérverkefnum á vegum forstjóra Baugs fáeinum vikum eftir að hann skrifaði í fyrra andvana fædda „úttekt“ Fréttablaðsins á ákærunni í Baugsmálinu þar sem hann afgreiddi í tveimur til þremur setningum það sem hann sagði sjálfur að væru aðalatriði málsins.

Mótbárur ársins
Sigurjón M Egilsson fréttaritstjóri Fréttablaðsins fullyrti í símtali við höfund að Hjálmar Blöndal hefði aldrei skrifað eina einustu frétt um Baugsmálið. Sigurjón þagði þegar í kjölfarið voru bornar undir hann ljósmyndir af fréttaskýringum um Baugsmálið merktar Hjálmari.

Er þessi mynd ekki viðeigandi myndskreyting?
MBL0140071
Þrjár blaðakonur heiðraðar fyrir skrif sín
[...]
Sigurjón M. Egilsson, fréttaritstjóri Fréttablaðsins, tók við verðlaunum fyrir hönd Sigríðar Daggar Auðunsdóttur sem var fjarverandi, fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins 2005
[...]
 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband