og megi þeir stikna í heitasta

Ég var á leið til Madrid 11. mars 2004 en komst ekki lengra en til Köben. 

Þegar við heyrðum fyrstu fréttir af sprengingu í Madrid sagði ég við ferðafélaga minn, iss þetta er bara eitthvað ETA vesen, það hefur engin áhrif. Þá vorum við nýstigin út úr vélinni frá Íslandi og vorum að hlusta á talhólfsskilaboð sem gáfu ekki skýra mynd. Eftir því sem myndin skýrðist þá varð ljóst að fundurinn sem við vorum á leið á yrði ekki haldinn.  Ég hafði hlakkað til að koma til Madrid og Spánar í fyrsta sinn í 6 ár, vonbrigðin voru mikil. Ég bjó íBaskalöndum í ár og kynntist konunni minni þar, Spánn er í miklu uppáhaldi.

Ég ekki að gera lítið úr harmleiknum sem dundi yfir þarna, þegar við heyrðum í okkar kontakt þá var það auðheyrt að hún var algjörlega miður sín, skiljanlega. Fólk dó, örkumlaðist og slasaðist. 

Ég hef ekki enn snúið aftur til Spánar, ég er enn persónulega brjálaður út í þessa menn sem stóðu að þessu hryðjuverki. Ekki vegna þess að ég komst ekki alla leið, heldur vegna þess að þessi atburður stendur mér nær bæði vegna tengsla minna við landið og vegna ferðarinnar þá varð ég einhvern veginn þátttakandi í atburðinum. Þótt það hafi verið smávægilegt.

Megi þeir stikna í heitasta helvíti þessir al-kædar. 

 


mbl.is Sjötti maðurinn handtekinn vegna tilræðisins í Madríd 2004
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta var hræðileg árás eins og allar sem þessi "samtök" stunda.  Hvernig er með þessa Al-Kaida kalla, þeir fara eftir einu og öllu sem stendur í Kóraninum, er þar sér kafli um hvernig á að sprengja saklaust fólk?  Spyr sá sem ekki veit.

Svavar Friðriksson (IP-tala skráð) 5.1.2007 kl. 16:00

2 identicon

Það er akkurat fyrir svona skoðanir einsog Steingrímur var með að lítið sem ekkert gengur með Hryðjuverkaógnina. Ert þú þá einn af þeim sem hugsar ekki lengra aftur en það að þú hefur kanski syrgt það þegar Saddam var aflífaður. Segi ekki annað en Piff á svona rugl. Þetta eru snarruglaðir anskotar sem eru svo blindaðir af einhverju fáránlegu Jihad eða hva sem það er að þeir gleyma hvoru megin við strikið þeir eru sjálfir og sprengja sig sjálfa upp.

Pési (IP-tala skráð) 6.1.2007 kl. 14:35

3 identicon

Fæ alltaf hroll þegar ég sé þetta PC viðhorf sem Steingrímur er að reyna viðra hérna.  Tek það fram að ég er ekki Kristinn né neitt sem heitir neinu öðru nafni, nema að trúleysa se orðin að trú.

Þessi samanburðir sem þú nefnir; Fjöldi fólks sem Al Qaida myrðir og fjöldi fólks sem hefur orðið fyrir sprengjum "Pentagon", og svo hve margir eru myrtir í nafni handbóka hinna og þessa trúarbragða, eiga ekki rétt á sér í þessu samhengi.

Í fyrsta lagi, þá er það stefna og takmark Al Qaida að valda sem mestum skaða meðal saklausra borgara sem unnt er.  T.D. í Iraq í dag, er það oftar svo að þeir bíði með að sprengja sínar sprengjur á útimörkuðum og slíku, þangað til bandarískar bílalestir eru farnir frá, þar sem það hefur meira vægi í fyrirsögnum hér vestra, að svo og svo margir saklausir hafi fallið.  Pentagon hefur það ekki að markmiði sínu að sprengja saklaust fólk og börn, en það vita það allir, að í stríði geta, og munu slíkir hlutir gerast. Það sér það hve heilvita maður að herir bandamanna hafa gert allt sem í þeirra valdi stendur til að slíkt sé í lagmarki, og ég VEIT að þú veist það líka.

Með Biblíuna og Kóranin, þá er það alveg rétt að hægt er að benda á svimandi háar tölur á báða bóga, þó líklegra auðveldara að afla sér heimilda um tölur tengdar Biblíunni, en staðreyndin er samt sú að sá hugsunarháttur sem ölli flestum "morðum" Biblíunnar var mest við líði fyrir hundruðum ára síðan.  Við erum vaxin upp úr þessum hugsunarhætti, og meðan við bíðum þess að öfgahópar á borð við Al Qaida geri slíkt hið sama eða finna sér hvergi griðastað, þá megum við ekki láta þá vaða yfir okkur.

Konni (IP-tala skráð) 6.1.2007 kl. 15:39

4 identicon

Friðjón hefur lokað fyrir að ég geti skrifað athugasemdir þannig að ég gat ekki svarað fyrir mig.  Ég virði það - en vildi samt láta vita af því.

SJ

Steingrímur Jónsson (IP-tala skráð) 6.1.2007 kl. 18:53

5 Smámynd: Friðjón R. Friðjónsson

Ha! ég haf ekki lokað á neinn, er hægt að loka á ákveðna einstaklinga?

Friðjón R. Friðjónsson, 6.1.2007 kl. 20:26

6 identicon

Einn veiðir 500 tonn af Ufsa og hefir til þess kvóta. Annar veiðir 350 tonn án kvóta og á bannsvæði. Hvor er verri?

Al-Qaeda viljandi slátrar saklausum borgurum á ódrengilegan hátt á meðan hersveitir Bandaríkjanna og bandamanna þeirra eins og okkar Íslendinga vega hryðjuverkamenn á löglegan hátt á vígvöllum.

Vissulega slæðast inn saklausir borgarar rétt eins og friðaðar fisktegundir geta slysast inn í nótina hjá löghlýðnum fiskimönnum. Við því er ekkert að gera.


Pétur G. I. (IP-tala skráð) 6.1.2007 kl. 23:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband