Með Barack Obama í eyrunum

Senator Barack ObamaÉg er að hlusta á hljóðbókar útgáfu af bókinni Dreams from My Father eftir Barack Obama. Obama les sjálfur og fékk bókin Grammy verðlaun í sínum flokki (spoken word) í fyrra. Obama er mest "hæpaði" stjórnmálamaður Bandaríkjanna núna, hann þykir hafa Kennedy karisma. (Ted er undanskilinn þegar rætt er um það fyrirbæri)

Hann er eini öldungardeildarþingmaðurinn af afrískum uppruna sem nú situr og sá fimmti frá upphafi og eins og staðan er í dag þá lítur út fyrir að slagurinn um útnefningu demókrataflokksins verði milli hans og Hillary Clinton. Stjarna hans hefur skotist hratt upp á himininn, fyrir 6 árum tapaði hann í prófkjöri til að komast í fulltrúadeildina og fyrir rúmum 2 árum var tvísýnt með kosningu hans í Senatið. Þar til upp komst að fyrrverandi eiginkona andstæðings Obama hefði kvartað í skilnaðardeilunni undan áhuga manns síns á kynlífsklubbum og þáttöku í slíkum fyrirbærum. Obama er heppinn.  

Obama er áhugaverður karakter, faðir hans var frá Kenýa og móðir fædd í  Wichita, Kansas búsett á Hawaii.  Þau kynntust við háskólanám á Hawaii þar sem þau giftust, blönduð hjónabönd voru ekki algeng í Bandríkjunum í kringum 1960. Obama eldri sneri aftur til Kenýa þegar Barack yngri var einungis tveggja ára og tók þá móðir hans saman við annan samstúdent, sá var indónesi og þegar Obama var 6 ára fluttu þau til Jakarta þar sem hann bjó ásamt móður sinni og manni hennar  í 4 ár. Þá sneri hann aftur til Hawaii og bjó hjá afa sínum og ömmu þar til móðir hans skildi við mann sinn og sneri einnig aftur.

Ég velti því fyrir mér hvernig fjölskyldan hefur komið fyrir í Jakarta, asískur maður og hvít kona með svart barn. 

Obama er mjög hreinskilinn í bókinni, segir frá marijúna notkun og kókaín fikti en hún er skrifuð 1995 löngu áður en einhverjum datt í hug að nefna Barack Obama og forsetaembættið í sömu andrá. Það er kannski hvað hann er opinskár sem gerir bókina sjarmerandi. Hann er með fantarödd og það er ljúft að hlusta á hann.

Rótleysi hans er síendurtekið þema (án þess að verða hvimleitt) í bókinni sem stafar af því að alast upp svartur drengur án fyrirmynda sem hann gata samsamað sér við. Það voru fáir svartir menn á Hawaii á þeim tíma og enn færri í Jakarta. Hann lítur þó á sig sem svartan mann, það er algengt að blönduð börn eigi erfitt með að fóta sig, finna sig hvorki né. Kannski er þetta hverfandi núna, það er orðið svo algengt að börn séu af blönduðum kynþáttum. Mig minnir að ég hefi lesið að á bandarískum skráningaformum sé liðurinn mixed race sá hópur sem stækkar örast.

Dætur mínar falla í þann flokk. Kannski er það algjör óþarfi að hafa einhverjar áhyggjur af þessu, uppruni þeirra er vel skráður og svo eru þær auðvitað Íslendingar og sá indæli rembingur sem því fylgir trompar alla umræðu um kynþætti eða hvaðeina.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Blessaður og sæll Friðjón. Hverja telur þú möguleika Barcak vera gegn Clinton?

Stefán Einar Stefánsson (IP-tala skráð) 9.1.2007 kl. 12:49

2 identicon

CNN er að amk ekki að hjálpa aumingja manninum. Sbr. þessa klippu þar sem er verið að gagnrýna klæðaburðinn á manninum og bera hann saman við miður góða menn. Greinilegt að það hefur verið algjör gúrkutíð hjá CNN þennan daginn.

Marý (IP-tala skráð) 9.1.2007 kl. 15:04

3 Smámynd: Karl Pétur Jónsson

Þú verður þá líka að hlusta á Audicity of Hope. Hún er mjög skemmtileg. Þetta er flottur kandídat og ég spái honum sigri gegn Hillary. KPJ

Karl Pétur Jónsson, 10.1.2007 kl. 00:00

4 Smámynd: Karl Pétur Jónsson

Þú verður þá líka að hlusta á Audicity of Hope. Hún er mjög skemmtileg. Þetta er flottur kandídat og ég spái honum sigri gegn Hillary. KPJ

Karl Pétur Jónsson, 10.1.2007 kl. 00:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband