Ber er hver að baki...

Er Kristinn Gíslason varformaður Starfsmannafélags OR, Kristinn Hilmar Gíslason bróðir Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur?

Ef svo er þá er framganga hans í fjölmiðlum í fyrradag... óheppileg.

 

Viðbót   ------------------

Kristinn Gíslason sendi mér eftirfarandi póst:

...í dag var mér sent blogg varðandi aðkomu mína að málefnum Guðmundar Þóroddssonar. Ég var kosin sem varaformaður starfsmannafélagsins á síðasta aðalfundi og kom fram sem slíkur.

Ég vil taka fram að þótt ég sé bróðir Ingibjargar Sólrúnar þá hef ég aldrei verið skráður í Samfylkinguna hef verið flokksbundinn í Sjálfstæðisflokkinn á áratugi og verið í fulltrúaráði þar.

Varðandi Guðmund Þóroddsson þá er það ekki sjálf brottvísun hans heldur var það gjörningur sem fyllti mælinn, hann er einn látinn axla ábyrgð í REI málinu.

Ég held að vandamálið liggi í pólitíkinni því frá síðustu kosningu er þetta þriðja stjórnin og fjórði formaðurinn sem sitja núna í stjórn Orkuveitunnar.

Kv
Kristinn Gíslason

 -------------------

Ég er Kristni ósammála að að Guðmundur hafi einn axlað ábyrgð. Guðmundur var einn þeirra sem stofnuðu til málsins en þar voru fleiri á ferð. Pólitískum ferli Vilhjálms er lokið, Björn Ingi er hættur í pólitík og niðurlægjandi staða Sjálfstæðisflokksins er þessi máli að þakka.

VÞV axlaði kannski ekki ábyrgð en hann og flokkurinn eru látnir sæta ábyrgð. Aðrir sem stofnðu til þessa óskapamáls munu líklega aldrei bíða hnekki af því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Friðjón

Ein spurnig svona mér fattlausum til upplýsingar, ef svo væri hvað væri óheppilegt við það? Hvaða máli skiptir í hvaða systkinahópi varaformaður starfsmannafélags Orkuveiturnar er eða ekki?

Flosi Eiríksson (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 00:01

2 Smámynd: Friðjón R. Friðjónsson

Málið er tímasetning og samhengi

Honum var í lófa lagið að leyfa formanni félagsins að sjá algjörlega um fjölmiðlaumfjöllun og losna þannig við spurningar eins og þessar.

Systirin er formaður stærsta stjórnarandstöðuflokksins innan borgarstjórnar, leiðtogi borgarstjóranarflokksins er hennar Protégé og bróðir hennar sér sig knúinn til að koma í fjölmiðla og tala um pólitískan skrípaleik.

Ef Kristinn væri duglegur að bera skoðanir sínar á torg, kippti enginn sér upp við viðtal, en ef hann héti Kristinn Haarde og R-listinn stýrði OR, hver væru viðbögð manna þá?

Friðjón R. Friðjónsson, 5.6.2008 kl. 04:29

3 identicon

Hvern fjandann er starfsmannafélagið að skipta sér af þessum hlutum. Ég fæ ekki betur séð en að þarna sé Kiddi Gísla að notfæra sér stöðu sína sem varaformaður. Kiddi Gísla gat boðað til fundar í sínu nafni sem starfsmaður og tjáð meðaumkun sína yfir brottrekstri Guðmundar Þóroddssonar og beðið um stuðning. Guðmundur sá sjálfur til þess að hann var látin taka pokann sinn og sannleikurinn er að fæstir starfsmenn gráta hann. Græðgi varð honum að falli. Ég vona að Kjartan og Hjörleifur taki nú sviðið og fari að byggja upp betra fyrirtæki þar sem traust og trúnaður verði hafður að leiðarljósi.

Srarfsmaður (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 06:45

4 identicon

Það að systir (eða bróðir) einhvers tekur virkann þátt í pólitík sviptir ekki systkini viðkomandi málfrelsi eða hvað. Nú á ég dálítið af systkinum og held að það hafi aldrei hvarlað að neinum að þau væru endilega sömu skoðunar og ég í pólitík. Geri ráð fyrir að það sé eins í þinni fjölskyldu Friðjón. Ef bróðir Geirs Haarde væri einhvers staðar valinn til trúnaðarstarfa á sínum starfsvettvangi og setti síðan fram sín sjónarmið sem slíkur finnst mér eðlilegt að menn hlusti á hvað hann er að segja en spái ekki sérstaklega í ættartengslum. Íslendingar almennt eyða allt of miklum tíma í að spá í alls konar svona hluti í tengslum við skoðannaskipti í stað þess að taka þátt í rökræðu um efnisatriði máls.

Flosi Eiríksson (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 09:42

5 identicon

Sæll Friðjón

Ég er félagsmaður í starfsmannafélagi OR, en komst ekki á fundinn. Hefði raunar ekki stutt þessa ályktun og finnst margir vinnufélagar mínir vera á miklum villigötum þegar þeir reyna að kenna vondum stjórnmálamönnum um allt sem miður hefur farið í fyrirtækinu en loka augunum fyrir mögulegum mistökum æðstu stjórnenda þess. Þannig var ég í þeim fámenna hópi sem hvorki skráði mig fyrir hlutabréfum í REI né Línu.net.

Það þarf hins vegar ekki að lesa mikla pólitík út úr þessari stuðningsyfirlýsingu - eða í það minnsta ekki flokkapólitík. Starfsfólk á vinnustöðum hefur einfaldlega tilhneigingu til að standa með þokkalega vinsælum forstjóra þegar hann lendir upp á kant við stórn fyrirtækis - nokkurn veginn óháð málavöxtum.

Varðandi félaga Kristinn Gíslason, þá vita það allir sem vilja vita innan OR að hann hefur verið á nokkuð öðrum slóðum í pólitík en systirin. 

Stefán Pálsson (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 13:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband