Fćrsluflokkur: Menning og listir

Yndisleg Ást

Lokakvöldinu okkar á landinu eyddum viđ á frumsýningu söngleiksins Ást og hvílík snilld. Ég hef ekki veriđ eins upprifinn af leiksýningu, bíó eđa nokkru viđlíka í langan tíma. Ţetta stykki er ofbođslega skemmtilegt, salurinn hló, grét og söng. Ţetta er ekki djúpt leikrit en ţađ er bara svo skemmtilegt. Leikararnir eru auđvitađ klassík Magnús Ólafsson, Kristbjörg og Hanna María Karsldóttir voru öll frábćr. Theódór Júlíusson var stórskemmtilegur og Ómar var frábćr allt ţar til undir lokin. Tónlistin er dćgurlög frá öllum tímum íslensk og erlend, allt frá Stones, til Megasar, frá Bubba til Verve til ţess ađ ađ heyra Skapta Ólafsson syngja Allt á floti allstađar.

Fyrir mér var hápuntkurinn ţegar Theódór söng Verve lagiđ The Drugs Don't Work, lag sem ég hlustađi á ca. 600 sinnum sumariđ og haustiđ 1997. 70% gesta var ađ heyra lagiđ í fyrsta skipti ţannig ađ ég held ađ ađrir eigi sér sitt móment. Viđ skemmtum okkur konunglega, ţetta er sćtt, sorlegt og skemmtileg leikverk og ég hef satt ađ segja ekki eytt 2 tímum betur um langa hríđ.

á morgun sunnudag hefst svo ferđalagiđ... 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband