Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2006

Harðsperrur

eru afleiðing þess að hafa farið út að hlaupa í fyrsta skipti í 16 ár. Ég er ákaflega stoltur af því að hafa klárað 10 kílómetrana en það munaði ekki miklu. Það væri kannski til bóta næst að æfa smá. Þá kannski verð ég aðeins ofar en nr. 1633 af 2171 keppenda. Það var pínu niðurlægjandi að sjá á eftir börnum og gamalmennum þar sem þau skildu mig eftir í rykmekki.

Heimskulegt

Það er svo yfirmáta heimskulegt að horfa á skrá, hugsa "Þetta er örugglega vírus" en smella samt á hana og komast að því að maður hafði rétt fyrir sér. Fjórum sólarhringum síðar er vélin orðin hrein að nýju.

Reyndar var þetta ekki vírus heldur svokallað "malware" forrit sem plantaði sér djúpt í iður vélarinnar og opnaði gáttir fyrir önnur illa innrætt forrit. Þannig komst inn á tölvuna forrit sem fylgist með öllum innslætti til að stela lykilorðum, forrit til að nota vélina sem spam póstþjón og svo mætti lengi telja. Á innan við sólarhring voru komin 1200 tilvik af slíkum forritum. Ég er núna að keyra 4 anti-spyware forrit og 2 vírusvarnarforrit til að vera viss um að allt sé í lagi. Ég finn það reyndar á vélinni að hún er orðin söm því það hægði svo á vinnslu á meðan þessu stóð.

Af reynslu minni verð ég að segja að hvorki Windows Defender né Ad-aware var að standa sig. Forritin Ewido og Prevx fóru langleiðina með boltann, gratís forritið Spy-Bot kláraði málið. Ewido og Prevx þarf að borga fyrir að 30 dögum liðnum, hið fyrra 30$ fyrir árið hið síðara 20$. Það sem ég hef séð til Prevx þá mun ég líklega kaupa það. 20$ eru enginn peningur og mér líkar hvernig það vinnur.  Með Prevx og SpyBot þá ætti maður að vera fær í flestan sjó.  En lykilatrið er auðvitað, að þegar maður sér skrá og hugsar "Þetta er örugglega vírus", EKKI smella.


920 ljósmyndir teknar úr grunni Reuters

Allar 920 ljósmyndir líbanska ljósmyndarans Adnan Hajj hafa verið teknar úr gagnagrunni Reuters eftir að upp komst að hann falsaði amk. tvær myndir teknar nýlega í Líbanon. 

Eftir að upp komst um fyrri föslunina gaf Hajj þá skýringu að hann hafi verið að hreinsa rykkorn úr myndinni við slæmar aðstæður og óvart fjöfaldað reykstróka. 

Það er erfitt að skilja tilganginn með þessu photoshop fúski. Hajj hefur verið orðinn svo sannfærður að hann þurfi að sýna aðgerðir Ísraelsmanna í versta mögulega ljósi að það er rökrétt afleiðing að efast um allt sem frá honum kom og í raun er erfitt að treysta ljósmyndum.

fyrri fölsun Hajj 

Hajj átti líka myndir frá Qana sem hafa verið gagnrýndar, ekki að það sé trú manna að þær séu falsaðar, frekar að þar sé verið að ráðskast með heimspressuna. Það má skoða samantekt hér

Maður hefði haldið að það sé nógu mikið í gangi þarna suðurfrá að menn þurfi ekki að grípa til svona bragða. 

 Eins og blogarinn að Bjórá 49 kommentaði á síðustu færslu:

Partur af stríði er gjarna baráttan um "hugi og hjörtu" heimsbyggðarinnar, þar eru og hafa verið notuð ýmis vopn

Það er verra þegar upplýsingalindin menguð. Hvar á að finna sannleikann? 


Lítið um leiðréttingar í íslenskum fjölmiðlum

Í morgun var sagt frá því víða að 40 líbanir að minnsta kosti féllu í loftárás á þorpið Hula í S-Líbanon (frétt mbl segir þorpið í S-Ísrael!) Það hefur mun minna farið fyrir leiðréttingu forsærisráðherra Líbanon þar sem tala fallina er lækkuð úr 40 í 1!

Það er mjög áberandi hvernig að fréttaflutningur íslenskra fjölmiðla er nánast algerlega einhliða.

Það hefur t.d. ekkert verið minnst á mál Adnan Hajj sem er líbanskur ljósmyndari sem vann fyrir Reuters þar til um helgina. Hajj breytti myndum sem birtust hjá Reuters. Hann bætti inn reyk á mynd til að láta hana líta ut fyrir að gefa mynd af meiri eyðileggingu. Til viðbótar hefur Reuters lýst yfir að Hajj hafi falsað aðra mynd. Þá hefur verið efast um fleiri myndir frá honum, sjá hér.

Ég er ekki að halda því fram að allar gjörðir Ísraela eru réttlætanlegar en það er óþolandi að þurfa alltaf að leita út fyrir landsteinanna í leit að fréttum sem eru ekki með hið einhliða sjónarhorn allt sem Ísrael gerir sé sprottið af illum hvötum. 


mbl.is Tugir látnir eftir loftárásir Ísraelsmanna í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bæjarstjórinn í Bolungarvík

Eitthvað er Grímur Atlason orðinn stressaður vegna Morrissey tónleikanna fyrst hann er farinn að nota trikk eins og það að þeir sem kaupa miða á morrissey fái forgang á Sufjan Stevens.  Mér finnst það ótrúlegt ef illa gangi að selja miða á morrissey, ef ég væri ekki á leið í giftinga og veislu þá væri ég löngu búinn að kaupa miða. Rétt eins og Duran tónleikarnir voru reunion fyrir sítt að aftan liðið í Millet úlpunum þá sé ég Morrissey tónleikana sem bullandi reunion fyrir alla þá sem mættu á tónleika í Norðurkjallaranum í MH og Skálholti í MS eða Duus í Fischersundi á árunum 88-90. Hljómsveitir eins og E-X og hvað sem þær allar hétu, allar þessar efnilegu hljómsveitir. 

Sufjan Stevens finnst mér leiðinlegur þannig að það gimmik virkar ekki á mig, ef þannig stæði á að ég kæmist. Tónlistin er of hrein og átakalítil. Þetta verða örugglega voða fínir tónleikar í Fríkirkjunni í nóvember. Meira spennandi er Kaiser Chiefs á Airwaives eða ef einhver vildi flytja inn bandið sem er með besta disk dagsins í dag, Muse. Það væri gaman.

 


mbl.is Fyrirkomulagi Morrissey-tónleika í Laugardalshöllinni breytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband