Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

Brilliant músík

Gummi Jóh er skemmtilegur bloggari sem hefur tvo kosti öðrum fremur, hann er með góðan tónlistarsmekk og hann Valsari.

Það var í gegnum síðuna hans sem ég endurnýjaði kynni af Okkervil River og heyrði lag af nýjustu plötunni þeirra. Ég hefði verið bara mátulega hrifinn af því sem ég heyrði áður, Black Sheep Boy sem kom út árið 2005 fék gríðarlega góða dóma en ég féll ekki fyrir henni. Aðra sögu er hinsvegar að segja af nýju plötunni The Stage Names, hún er ekkert annað en brillians.

Rjóminn hefur fjallað um hana og gaf 4,5 í einkunn, þar eru nokkur jútjúb myndbönd af viðtali fið Will Sheff forsprakka OR og af tónleikaupptökum.

Hér er fyrsti síngullinn "Our Life Is Not A Movie Or Maybe" í jútjúb vídeói

 


Barónsbúð

Þeir eiga þakkir skildar Samson-feðgar. Þeir eru einir síns liðs að bjarga miðbænum. Allt tal stjórnmálamanna í gegnum tíðina hvað eigi að gera hefur reynst innantómt þvaður. Muna menn ekki eftir skilgreiningu fyrrverandi borgarstjóra á því að miðbærinn er upplifunarsamfélag? Ég skrapp heim um daginn og  þvílík upplifun, miðbærinn er viðurstyggilega skítugur. Núverandi meirihluta hefur algjörlega mistekist að taka til, það eru tyggjóklessur allsstaðar , ég gekk fram á þrjú hálftóm (eða hálffull) bjórglös á Laugarveginum á mánudagseftirmiðdegi. 

Ég fór að velta því fyrir mér hvernig það passar að  hér í D.C. býr hálf milljón manna og 8 milljónir á því sem kalla mætti höfuðborgarsvæðið en á höfuðborgarsvæði Íslands búa tæp 200 þús. manns. Samt er miðborg höfuðborgar Bandaríkjanna snyrtileg og hrein. Þar eru starfmenn borgarinnar á ferli og passa uppá að allt sé snyrtilegt, en það sem meira er það dettur engum í hug að hrækja út úr sér tyggjóklessu á gangstéttina.

Mér fannst það virkilega sorglegt að sjá hvernig borgin leit út. Það eru ekki nema 6 mánuðir síðan við fluttum úr miðbænum til Ameríku og kannski var þetta svona slæmt þá líka. En það var sjokk að koma heim í skítinn. Það eru gettó hér í Ameríku sem eru snyrtilegri en miðbærinn.

Núverandi meirihluti þarf að bretta upp ermarnar, þetta snýst ekki um opnunartíma veitingastaða eða reykingarbann heldur virðingu fyrir öðru fólki og eignum þeirra. Þar þarf borgin að sýna fordæmi og taka til heima hjá sér.

Mér finnst hugmynd Samson feðga er frábær þó ekki væri nema fyrir það að konan mín (arkitektinn) fékk sömu hugmynd fyrir nokkrum árum. Við ræddum hana í þaula og það sem okkur fannst vera erfiðasta úrlausnarefnið var að koma bílaumferð með eðlilegum hætti inn í mollið. Okkur datt ekki í hug að fara yfir Hverfisgötu heldur vildum byggja 3-4 hæða moll á Laugavegi 77 og á bílastæðinu á bak við. Þetta náði aldrei langt, mig minnir að ég hafi sett fram hugmyndina í einhverjum miðborgarhópi hjá Sjálfstæðisflokknum þar sem hún hefur lagst í dá í prófarkalestri. Góðar hugmyndir deyja hinsvegar ekki og eflaust hafa einhverjir fengið þessa hugmynd bæði á undan og eftir konunni datt þetta í hug í fjölskyldugöngutúr á laugardagsmorgni.

En hugmyndir mega sín lítils þó ef ekkert er gert með þær og þar eru Samson-feðgar að reynst borginni dýrmætir. Eitt það besta við þessa hugmynd er hún verður að veruleika ef borgin gerir ekki annað en að spila með. Maður trúir því að þetta gerist. Ef stjórnmálamaður setti fram þessa hugmynd þá hefði maður enga trú á því að þetta yrði að veruleika, a.m.k. ekki fyrr en borgarstjórinn verður gráhærður.


Hrikalegt

Hrikalegt með hann Randver, verður ekki örugglega kertavaka á Geirsnefi?

Padda dagsins og getraun

Praying Mantis heitir þessi nágranni minn á engilsaxnesku, mér er lífsómögulegt að muna íslenska nafnið. Smellið á myndina og haldiðáfram að smella þar til full stærð næst þá verður hún flott.

Anyone, Anyone? 

praying mantis 

 

Getraun:

Ég var að skipta um hausmynd, hvaðan er hún og hvað ræður fjölda stjarna?  

Vefleg verðlaun í boði.


Gagngrunnur ríkislögreglustjóra

Forsíðufrétt Fréttablaðsins í gær er merkileg fyrir tvær sakir.

Í fyrsta lagi er eini heimildarmaður blaðsins sami maður og dró umsókn sína um stöðu ríkissaksóknara tilbaka með fréttatilkynningu í fjölmiðla, 2 dögum fyrir kosningar.
Telur Jóhannes Rúnar sig hafa einhverra harma að hefna?

í öðru lagi þá hefur margt af því sem gagnrýnt er í grein Fréttablaðsins hefur verið til staðar hjá Ríkislögreglustjóra frá upphafi eða haustinu 1997, þegar hver var dómsmálaráðherra? Jú, ritstjóri Fréttablaðsins.
Kannski hefði brjann@frettabladid.is átt að leita til ritstjórans?


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband