Dýrt grill - okur eða hvað?

Það var sagt frá því í Fréttablaðinu í dag að dýrasta grill Íslands kosti 320 þúsund krónur.

Hér vestra fæst það frá 1500$ upp í 2000$. Semsagt dýrasta útgáfa af þessu grilli er meira en helmingi ódýrara í heimalandinu en á Íslandi.

Í fljótu bragði virðist þetta vera svívirðilegt okur, en ef við litum aðeins betur á málið þá er það ekki svona einfalt. 

Samkvæmt tollskrá ber grillið 7,5% almennan toll og 20% vörugjald svo bætist auðvitað  24,5% virðisauki ofan á allt saman.

Tek það fram að ég hef ekki staðið í innflutningi en dæmið virðist líta svona út fyrir mér:  

Innkaupsverð 100.000 kr.
Almennur tollur7,50%107.500 kr.
Vörugjald20,00%129.000 kr.
Flutningskostnaður50.000 kr.179.000 kr.
Álagning43,5%256.865 kr.
Virðisaukaskattur24,50%319.797 kr.
   
Framleiðandi 100.000 kr
Flutningur 50.000 kr
Ríkið tekur 91.932 kr.
Söluaðili 77.865 kr.

 Ef ég er að bulla leiðréttið mig endilega. En mér finnst hlutur ríkisins helst til drjúgur.

 

ATH. LEIÐRÉTT

Í fyrstu útgáfur vantaði flutningskostnað eins og bent var á í athugasemd. Þegar gert er ráð fyrir honum lækkar hlutfall ríkisins í  dæminu  en það er hluturinn er samt alltof drjúgur

 

ATH LEIRÐRÉTT Í ANNAÐ SINN

Eins og ég tók framhef ég ekki staðið í innflutningi og því gerði ég nokkur mistök. Ég hefði svo sem mátt vita að ríkið tekur í græðgi sinni tolla eftir flutningskostnað sem er ótrúlegt.

Ný tafla

 

Innkaupsverð 100.000 kr.
Flutningskostnaður50.000 kr.150.000 kr.
Almennur tollur7,50%161.250 kr.
Vörugjald20,00%193.500 kr.
Álagning32,50%256.388 kr.
Virðisaukaskattur24,50%319.202 kr.
   
Framleiðandi 100.000 kr.
Flutningur 50.000 kr.
Ríkið tekur 106.315 kr.
Söluaðili 62.888 kr.
   
Það er tvennt öruggt í lífinu segja þeir hér í USA, dauðinn og skattar. Íslenska ríkið ætlar sér duglegan skammt af því síðarnefnda.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tja eigum við ekki að reikna með að innkaupaverðið séeitthvað lægra en 150þ þar sem 150þ er úr búð í USA. Þar máttu reikna með 33-50% álagningu þannig að innkaupaverð er svona 75-125þ. Segjum 100þ. Fluttningskostnaður er einhver, circa 3500-12000 kr (fer eftir stærð og hvaðeina). Þannig að eftir situr á milli 160-220þ (gróflega) sem skiptist á milli gjalda og álagningar.

Hannes (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 16:54

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hverjum er ekki nokk sama?!

Þeir sem kaupa svona dýr grill eru annað hvort bjánar í fjármálunum eða það ríkir að þetta atriði skiptir þá engu máli.

Þorsteinn Briem, 2.6.2008 kl. 21:56

3 Smámynd: Friðjón R. Friðjónsson

Steini 

Ef ríkið tekur 1/3 af söluverði dýrra grilla þá máttu bóka að það taki líka 1/3 af útsöluverði ódýrra grilla.

Friðjón R. Friðjónsson, 3.6.2008 kl. 00:16

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Só?! Þá er bara að kaupa ódýrt grill og hætta að væla út af dýru grillunum, sem enginn þarf að kaupa, frekar en geimsteinaskreytt kökukefli.

Þorsteinn Briem, 3.6.2008 kl. 00:25

5 identicon

Það er eytt sem sjaldan er tekið fram þegar menn benda á samneysluna. Hún brýtur gegn grundvallarglu sem við annars virðum og teljum sjálfsagða. Þegar sjálfskipaðir talsmenn þjóðarinn koma fram á ljósvakamiðlum eða skrifa predikanir sínar á síður pappírsmiðlanna um samneysluna, þetta háheilaga orð, gleymist að nefna hver stendur undir henni. Til að hægt sé að byggja sjúkrahús, listasöfn, greiða bætur og styrki þarf fyrst að ná í fé til að standa undir þessu. Ef fjármagnið kemur ekki sjálfviljugt þarf að taka það með valdi eða hótun um valdbeitingu þ.e. þvingun.

Undir eðlilegum kringustæðum stöndum við upp og verjum rétt einstaklinga gegn þvingunum en ekki þegar kemur að samneyslunni, þá er hún í lagi. Af hverju?

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 01:55

6 identicon

Samkvæmt þessu dæmi þínu er álagning íslenska fyrirtækisins á kaupverð tæp 78% en bandaríska fyrirtækisins 12,5%? Er það ekki okur hjá íslenska fyrirtækinu? (ég miða við 100þkr innkaupsverð frá verksmiðju og 1500$ útsöluverð í USA og dollarinn á 75kr)

baddi (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 05:55

7 identicon

Smá skekkja hjá þér í útreikningunum.

Tollur og vörugjald leggst ofan á innkaupsverð og flutning, þannig að grunnverðið til útreiknings gjalda ríkissjóðs er 150.000 (m.v. þínar gefnu forsendur).

Tollurinn er því  11.250,- (161.250)
Vörugjaldið  32.250,- (193.500).

Verð grillsins komið inn á gólf söluaðila áður en álagning er reiknuð er því 14.500,- hærri en þú áætlar. Álagning söluaðila lækkar sem þessu nemur og um 63.500,-, eða um 32%.
Er það há álagning m.v. að þurfa að bera lager- og fjármagnskostnað af svona dýrum hlut, bera ábyrgð á honum í nokkur ár og skuldbinda sig til að eiga varahluti og annað í enn lengri tíma?

Frank M (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 07:45

8 Smámynd: Einar Þór Strand

Flutningsgjöld eru hluti af tollverði vöru þannig að tollur og vörugjald leggst á flutninginn líka

Einar Þór Strand, 3.6.2008 kl. 09:18

9 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Ég held að við séum eina þjóðin sem leggjum gjöldin á CIF verð vöru en ekki FOB.

Við erum eina þ´joðin í hinum siðaða heimi, sem la´tum bönkum og bröskurum eftir, að ákveða lánakjör á þeim lánum sem tekin voru fyrir 10 árum. (Verðtrygging og br vextir)

Við erum einstök í okkar algeru heimsku og svo ofaní kaupið, gefum við öll ríkisfyrirtæki og greiðum svo með þeim með lántöku uppá margföld járlög ísl.ríkisins.

Síðan bítum við hausinn ofanaf skömminni með að leggja af og jafnvel afturvirkt, skattlagninu á gróða af verð og hlutabréfabraski á Eystrasaltsríkjunum og víðar.

Við erum algerir aular.

Miðbæjaríhaldið

heimtar að fá Flokkinn sinn úr greipum ofurfrjálshyggju aulana.

Bjarni Kjartansson, 3.6.2008 kl. 09:26

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Látum greyið hann Vilhjálm Andra sleppa við að greiða hér allan kostnað vegna skólagöngu sinnar frá sjö ára aldri, ítem barna sinna, vega- og gatnagerð alla, sjúkrahússkostnað og svo framvegis.

Og í staðinn látum við hann greiða raunkostnað af allri þjónustu sem hann fær hér af hálfu ríkis og bæja í hvert skipti sem hann og börnin hans nota þjónustuna.

Útigrillin, gulli skreytt, úti um allar koppagrundir í kringum hann þá. Og smaragðar á öllum hans tönnum.

Aumingja kallinn. Cry me a river!

Þorsteinn Briem, 3.6.2008 kl. 09:56

11 identicon

Málflutningur þinn er vart svara verður Steini Briem, þú velur að fara þá leið að gera gamanmál úr þessu. Það eitt segir mér að þú hefur enign rök gegn athugasemd minni og kýst að fara þessu heimskulegu leið í svari þínu.

Dæmigerð athugasemd frá mönnum með uppþornaða hugmyndarfræði. 

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 14:39

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þetta er nú akkúrat það sem málið snýst um, Vilhjámur Andri, enda þótt þú gapir hér eins og þorskur á þurru landi.

Þorsteinn Briem, 3.6.2008 kl. 15:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband