Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007

Hræsni og júrískt stolt

Hvernig stendur á því að nefndin sem nú hefur allt á hornum sér sagði ekki múkk fyrir rúmu ári þegar gengið var framhjá "vilja" hennar?

Þá var Ástríður Grímsdóttir skipuð  og ef ég man rétt þá var um það fjallað í einhverjum slúðurdálki dagblaðs að tveir aðrir umsækjendur hafi þótt hæfari eða amk. settir ofar Ástríði. Það var ekki meira en sandkorn og Ástríður sannað það fyrir löngu að hún var að embættinu komin.

Ég held meira að segja að það séu fleiri tilvik þar sem nefndin hafi "viljað" einhverja aðra en skipaðir voru.

Ég held reyndar að núna sé hið júríska stolt sært. Lögfræðingar eru nefnilega margir soldið sér á parti að þeim sjálfum finnst. Við sauðsvartur almúginn skiljum ekki "hinn júríska þankagang" og því svíður það sérstaklega að maður sem er ekki menntaður í musteri Líndals og Snævarrs skuli voga sér að hafa skoðun og taki ekki tilsögn. Að maðurinn sé menntaður í svo "ómerkilegu" fagi eins og dýralækningum og þ.a.l. ekki við HÍ er sérstaklega ámælisvert.  (Það er reyndar sérstök stúdía, sú trú fólks að menn hætti að geta tileinkað sér nokkuð eftir próf. Því vegi þyngra nokkurra ára nám fyrir 25 árum en samfelld þingseta í rúm 16 ár!)

Hið særða stolt er eina ástæðan sem mér dettur í hug fyrir upphlaupi þessarar heilögu nefndar nú. Mér, sauðsvörtum, finnst megn lykt af hræsni stafa af málinu.

 

 


Fréttamatið og skipanir

Það er áhugavert að skoða að enginn æmti né skræmti þegar Hjördís Hákonardóttir var skipuð hæstaréttardómari það þótt Páll Hreinsson hafi þótt sýnilega fremstur að hæfni umsækjenda til að hljóta embætti hæstaréttardómara.

Þá var mat hins lögskipaða álitgjafa einskins vert að mati fjölmiðlanna.

Það skiptir greinilega öllu máli um hvern er fjallað.

 


Samt er enn hægt að bóka miða...

Þessi ákvörðun Icelandair kemur sér mjög illa við okkur íslendingana sem búum hér og kannski sérstaklega fjölskyldur okkar.  Heimsókn verður nú meiriháttar ferðalag. Morgunflugið sem þeir ætla að taka upp er þó til bóta, því það er ekki bjóðandi upp á að lenda í Boston eða NY eftir kvöldmat og eiga þá eftir að taka annað flug.

Ég held reyndar að þetta verði til þess að við fljúgum meira heim í gegnum London og eigum þannig fleiri valkosti. Amk verður það valkostur til að skoða vel, það má leggja margt á sig til að styðja samkeppnina.

Það er samt soldið merkilegt að ég geti enn bókað flug heim í apríl. Maður hefði haldið að fyrirtækið myndi laga bókunaforritið að flugáætluninni?


mbl.is Hætta að fljúga til Baltimore
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það sem Bónus-Jóa tókst ekki í vor...

...reyna húskarlar hans að hausti.

Það er sorglegt að horfa upp á Guðmund Andra Thorsson og Reyni Traustason reyna að búa til hugmyndina um að dómsmálaráðherra sé stjórnarandstæðingur og þurfi því að víkja honum úr ríkisstjórninni.

Það er svo augljóst hverra erinda þeir ganga, að það er spurning um hvort þeir séu ekki að brjóta reglur nr. 580/1998 um verðmerkingar að valsa svona um ómerktir.

---------------------------- 

Að öðru algjörlega ótengdu.

Frábæri viðskiptasamningurinn hans Björns Inga, þessi sem honum yrði hælt fyrir í viðskiptalífinu að hans sögn. Var hann af Hannesar Smárasonar tegundinni eða var hann einhvern veginn öðruvísi?  

 


Um kristilegt skólastarf

Karitas dóttir mín er í kristilegum skóla hérna, við völdum hann því hann bar af þeim skólum sem við skoðuðum. Meðal starfsaldur kennarana var rúm 10 ár, allt skólastaf var til fyrirmyndar og það sem gerði útslagið var að flest börnin klára 4 ára bekkinn læs. Á meðan 4 ára börn heima fá ekki að læra, er dóttir mín að læra m.a. spænsku, stærðfræði, lestur og skrift. Þetta er frábær skóli og Karitas er hæstánægð.

Það runnu þó á mig tvær grímur um helgina þegar hún  taldi one, two, three, four, five, six, heaven, eight, nine.

Ég er ekki alveg eins viss um þessa kristilegu menntun lengur...

 


Nova

ég bý í NoVA en það er ekki til umfjöllunar hér heldur símafyrirtækið. Ég var að skoða vefinn þeirra  og það verður ekki annað sagt en að þetta líti vel út hjá þeim. 

ég er mikill 3G notandi hér úti, nota símann til að lesa póst og blogg og nota oft símann sem módem fyrir tölvuna. Tæknin er snilld, en mjög margir vefir þurfa að taka sig á til að verða leshæfir, ég nenni yfirleitt ekki að lesa íslenskar fréttir í gegnum símann, vefirnir eru það gallaðir. Reyndar er ég ekki búinn að prófa nýja mbl.is en Rúv.is hefur hingað til verið langskásti kosturinn. Vísir, dv.is og eyjan.is eru verri aflestrar, sem mér finnst slæmt því ég nota eyjuna mikið annars því þar fæ ég yfirlit og úrval frá öllum fréttastofunum.

Það er ögn pínlegt að setja í loftið vef þar sem áfyllingarsíðan virkar ekk (amk ekki kl.8.00 ísl. tíma lau 1. des)

Það er stór plús að vera með þessa Nokia síma á tilboði 6120 er smart og N95 8GB er síminn sem aðra síma dreymir um að verða þegar þeir verða stórir. Hann er að vísu á um 700$ hér sem gerir hann að mjög dýrum síma. Nokia N95 8GB er hærra á óskalistanum en Iphone.

Yfir línuna lítur þetta þó vel út hjá Nova og ég myndi stökkva á þetta 3G tilboð þeirra það er gott meira segja á amerískan mælikvarða, en vara mig um leið á því að nota símann ekki sem módem því þá tikka inn megabætin og það er ekki lengi farið yfir 100MB þannig.

Aðallega er hægt að óska íslenskum símanotendum til hamingju með aukna samkeppni.

 

PS. 
Ég skoðaði nýja mbl.is í símanum, hann er verri en sá gamli ef eitthvað er.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband