Færsluflokkur: Matur og drykkur

Besta Thai matinn...

ChickenBasil

sem ég hef fengið í langan tíma er að finna á Lynhálsi 4. Þar er nýr Thai staður sem hefur verið opinn í tæpar tvær vikur. Hann er ekki í alfaraleið fyrir siðmenntað fólk en við hjónin vorum að sækja blöndunartæki þarna uppeftir um hádegisbilið þegar við römbuðum þangað inn. Nafnið á staðnum er stolið úr mér, Thai-eitthvað! En maturinn var alveg til fyrirmyndar, hráefnið, sérstaklega grænmetið var ferskt og gott, sósurnar ekki of sætar eða þykkar eins og oft hættir til. Liz fékk sér kjúkling í basil og ég kjúkling með kasjúhnetum. Kjúklingurinn í rétti Liz var kurlaður sem var spes en mjög gott. Myndin er mjög lík réttinum sem við fengum. 

Svo var verðið til fyrirmyndar, réttir af matseðli voru flestir ef ekki allir undir 1000 kr. Það er svo hressandi að geta keypt sér mat fyrir tvo og borga minna en 2000 krónur fyrir.

Ef bensínið heldur áfram að lækka þá gæti það borgað sig að gera sér aftur ferð þangað uppeftir.  Ég ætla amk. að reyna að tímasetja framtíðarferðir þangað uppeftir við matmálstíma.


Súpubarinn sigrar

í keppninni um bestu hádegissúpuna.

Það verður að mæla með Súpubarnum á Esso stöðinni í Borgartúni.  Ljómandi góðar súpur á góðu verði. Indversk karrsúpa með fersku kóríander, kókosflögum og skvettu af jógúrt er til fyrirmyndar.

 

Mæli með hádegissúpu eða renna við á leið heim úr vinnu og taka með lítra fyrir instant hollan kvöldmat. 

 


wokbarinn winnur

prófuðum Wok-bar Nings í Hagkaupum í Kringlunni dag, algjör winner. Ferskt og gott hráefni sem gerir góðan mat. Nings á það til að vera ekki með ferskasta grænmetið, við höfum tvisvar hætt í miðjum klíðum þar vegna ellimerkja á paprikum, það var ekkert þannig á Wok barnum. Ljómandi gott allt saman. 

 Alveg til fyrirmyndar að gúffa í sig asískt á meðan maður horfir á leik á HM á netinu.

Það eru tvær þjónustur www.viidoo.com og www.sopcast.com  á báðum þarf að ná í spilara og svo hafa vit á hvaða stöðvar maður velur. ESPN á þeirri fyrrnefndu og ESPN og MK sports á þeirri síðari. ég var bara að skoða sopcast í dag en það virkar mjög vel, jafnvel aðeins betur en fyrrnefnda, bara tvisvar eða þrisvar í öllum leiknum kom "lagg" sem er álika og digital Ísland skilar. Myndin er auðvitað ekki alveg jafn flott í "full screen" en þetta vs. 15 þús blóðkrónur til Draslbrúnar það er ekki spurning hvað maður velur.


Indversk afgangasnilld

Peter's lamb CurryPeter's lamb curry heitir réttur úr bók Jamie Oliver.  Liz eldaði hann um helgina með kjúkling í stað lambs. Tveimur dögum síðar eru afgangarnir næstum betri.

Oliver má eiga það að ekki einn réttur sem við höfum prófað úr bókinni hans hefur klikkað.  

 ---

Æjá linkí línk á uppskriftina  


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband