Færsluflokkur: Bækur

Fánadagur

Það var fánadagur í gær. 

Kannski var það þess vegna sem yngri dóttir mín tók upp á því að grípa litla 17. júní fánann sinn og hlaupa um húsið.  Íslenskt blóð lætur ekki að sér hæða.

Svo lásum við um litlu rauðu hænuna og fjandvini hennar, lötu öndina, köttinn og svínið.

Forseti lýðveldisins fær hamingjuóskir allra þegna sinna á Vorstræti. 

------------------ 

í alls óskyldum fréttum þá barst mér þetta myndband fyrir stuttu.

Við styðjum hugmyndaríka bændur hér á  útlagabloginu.


Sjötta sóttin

Tanntakan reyndist bara yfirskyn. Örverpið er komið með sjöttu sóttina (Roseola Infantum)

Hún er líklega bara svona séð, að ýta augntönnunum fram fyrst hún var komin með hita, illu best aflokið og svo framvegis.

Það er þó betra að klára þetta núna á meðan við erum hér. Það hefði verið verra að fá þetta á leiðinni heim.(skrifa enn heim þegar ég á við Ísland) Eldri systirin fékk fyrir 3 árum flensu, daginn sem við komum til New York. Helgi á hótelherbergi í NY og ferðalag til DC og Blacksburg í Virginíu var rosa stuð.

Þó ekki jafnmikið fjör og þegar sá sem þetta skrifar fékk hlaupabólu á leið á ráðstefnu í Helsinki, þrjátíu og eins árs.  Ég hef átt betri daga....

 Dagurinn sem sjötta sóttin lét til skara skríða

helena


Fjórar augntennur

Það er hefur ekki mikið orðið úr verki eða sofið undanfarna daga. Fjórar augntennur eru að brjótast fram í örverpinu sem unir því alls ekki vel.

Hitinn hefur þó sjatnað og vonandi er það versta yfirstaðið.

Í Ameríku hafa menn áhyggjur af efnahagi en það er ekki sami vonleysisvællinn og maður les í íslenskum fjölmiðlum og á bloggi.  Er þetta ekki bara hugarástand? Fyrir 20 mánuðum var dollarinn í 73 kr. þá hafði krónan sigið úr því að vera 59 kr pr. dollar á aðeins 8 mánuðum. Sveiflan er skarpari og dýpri núna. En hvar eru allir þeir sem töldu haustið 2005 að hátt gengi væri að sliga fyrirtækin í landinu og kröfðust aðgerða.

Þá var ekki  þverfótað í fjölmiðlum fyrir mönnum úr upplýsingatæknigeiranum sem töluðu um að þeir þyrftu að flýja land með fyrirtæki sín. Þeir gleðjast vonandi núna.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband