Forsetaflakk Forrest Guðmundssonar

Björgvin Guðmundsson, blaðamaðurinn ekki kratavitleysingurinn sem hefur sett sér það takmark að vera fúlari á móti en allir í VG til samans, er á ferð um Bandaríkin í boði kananna og heldur úti skemmtilegu bloggi um það sem á daga hans drífur og hvaða fræga fólk hann hittir.

Áhugasamir um forsetakosningarnar ættu að kíkja á bloggið hans Björgvins þótt ekki væri nema fyrir hvaða bari og klukkan hvað við heimsóttum þá hér í DC.

BG og Rudy

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Hvernig væri að þú leitaðir læknis garmurinn. Það er ljóst að þú gengur ekki heill til skógar. Þegar menn eru orðnir vitleysingar af því einu að maður er ekki sammála þeim er átæða til að staldra við og hugsa sinn gang.

Jóhannes Ragnarsson, 30.1.2008 kl. 09:17

2 identicon

Sælir !

Verð; að taka undir, með Jóhannesi. Ljóst er, Friðjón minn, að uppskafningurinnn Hannes Hólmsteinn Gissurarson, og hans sjálfumgleði hefir leikið þitt hugskot grátt; Friðjón minn.

Þótt óskiljanleg sé, fylgispekt Björgvins gamla Guðmundssonar, við Samfylkinguna og það stáss allt, skal enginn draga dómgreind hans, meðfram víðtækri reynslu í efa.

Gættu að, Friðjón. Hannes Hólmsteinn Gissurarson er einhver mesti skaðvaldur íslenzks þjóðlífs, hver upp hefir komið á seinni árum. Skyldi enginn sæmilega viti borinn maður átnetjast hans illu hugmyndafræði, án þess að bera nokkurt tjón af, hvað menn skoði sérdeilis.

Með beztu þjóðernissinna kveðjum, úr Árnesþingi / Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 11:18

3 identicon

Hannes Hólmsteinn er ljósið í myrkrinu strákar mínir. Má ekki lengur segja að einhver sé fúll nema að fá svívyrðingarnar yfir síg. Týpiskt af kommunum að bregðast við af slíkri "kurteisi"

Pétur Svavarsson (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 14:03

4 identicon

Sælir enn !

Pétur ! Seint mun ég; aðdáandi Francos heitins ríkismarskálks, á Spáni og þeirra Salazars, í Portúgal;; verða talinn til kommúnista, hygg ég, a.m.k.

Það er slepjukenndur kapítalisminn, meðfram frjálshyggjufroðunni, hver er að húrra heimsbyggðinni til andskotans, jafnhliða bandarísku og Múhameðsku heimsvaldasinnunum.

Hannes Hólmsteinn er; hefir verið, og mun verða skeinuhættur ódráttur og óþurftarmaður íslenzkrar alþýðu, unz einhverjum driftarmanninum tekst, að halda honum kyrrum, þar sem hann er bezt geymdur, uppi í Háskóla, og hætti að hafa það tangarhald á Valhallar forystunni, sem verið hefir, allt of lengi.

Með ýtarlegum þjóðernissinna kveðjum, sem fyrr / Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 14:18

5 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Af gefnu tilefni bendi ég lesendum á góða pistla um Hannes Hólmstein og frjálshyggjuna á http://www.joiragnars.blog.is/blog/joiragnars/ með ósk um góða skemmtun.

Jóhannes Ragnarsson, 30.1.2008 kl. 18:19

6 identicon

Almáttugur Jóhannes. Þú ert í alvörunni geðveikur. Skoðaði þessa færslu þína og mig undrar að þú sért að tala um "veiki" við hinn ágæta Friðjónsem ég hef mikið gaman að fylgjast með og lesa. En geðveiki er ekkert til að gera grína af.

Og þú Óskar skrifar afskaplega einkennilegt mál......hálfgerða forníslensku. Þú ert kominn svo langt upp í sveit um það sem þú ert að tala um að ég nenni hreinlega ekki að leiðrétta þig. Ertu risaeðla??

Hannes Hólmsteinn er og verður stærri en þig litlu kallar verðið nokkurn tímann........og klárari. Velmegun þjóðarinnar undanfarin 15 ár er mikið honum og hans kenningum að þakka. Fyrir það verður hans minst. En þið litlu kallar verðið gleymdir um leið og þið kyssið náinn....

Pétur Svavarsson (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 22:41

7 identicon

Og sælir enn !

Pétur ! Nú legg ég til; að þú farir um byggðir okkar ágæta lands, og grennzlist fyrir um, hversu margt fólks þú kynnir að finna, hvert reiðubúið væri til, að taka undir mærðarrullu þína, um títtnefndann Hannes Hólmstein Gissurarson.

Vel kann að vera, að þú eigir Hannesi eitthvert gott upp að inna, persónulega, og skyldi ég þá ekki gera lítið, úr því. En, að mæra hann og lofa, fyrir þá helstefnu, hverri hann hefir farið fyrir, er meira, en ég, sem aðrir íslenzkir þjóðernis- og ættjarðarvinir getum setið undir, möglunarlaust. 

Ekki, ekki Pétur; gera lítið úr sveitum okkar lands. Ætli við eigum ekki þeim,  ásamt fornum verstöðvum ýmsum það að þakka, að forfeður og formæður náðu að koma okkur, sem okkar kynslóð, til manns ?

Hvort ég sé risaeðla, jah..... gaman hefði nú verið, Pétur minn, að hafa fengið tækifæri til að sjá, hversu umhorfs var á heims kringlu okkar, þá þær voru á dögum.

Talandi; um stóra kalla eða litla, jah... aldrei hefi ég litið á mig, sem eitthvað meiri mann en hvern annann, en,....... Pétur ! Viltu ekki, um leið og ég þakka þér annars fremur kurteisleg orð, í minn garð, reyna að réttlæta ofurvexti samtímans, sem og verðtryggingu þá, sem er að sliga öll VENJULEG heimili og fyrirtæki, á landi hér ? Og gjarnan mættir þú biðja Jóhannes afsökunar á þeirri skilgreiningu um hann, sem ég stórlega efast um, að þú hafir lærdóm, til að styða þeim fullyrðingum nokkrum rökum, með fullri virðingu fyrir þér, að öðru leyti.

Með sömu kveðjum; samt, sem áður / Óskar Helgi Helgason      

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 00:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband