Lítið um leiðréttingar í íslenskum fjölmiðlum

Í morgun var sagt frá því víða að 40 líbanir að minnsta kosti féllu í loftárás á þorpið Hula í S-Líbanon (frétt mbl segir þorpið í S-Ísrael!) Það hefur mun minna farið fyrir leiðréttingu forsærisráðherra Líbanon þar sem tala fallina er lækkuð úr 40 í 1!

Það er mjög áberandi hvernig að fréttaflutningur íslenskra fjölmiðla er nánast algerlega einhliða.

Það hefur t.d. ekkert verið minnst á mál Adnan Hajj sem er líbanskur ljósmyndari sem vann fyrir Reuters þar til um helgina. Hajj breytti myndum sem birtust hjá Reuters. Hann bætti inn reyk á mynd til að láta hana líta ut fyrir að gefa mynd af meiri eyðileggingu. Til viðbótar hefur Reuters lýst yfir að Hajj hafi falsað aðra mynd. Þá hefur verið efast um fleiri myndir frá honum, sjá hér.

Ég er ekki að halda því fram að allar gjörðir Ísraela eru réttlætanlegar en það er óþolandi að þurfa alltaf að leita út fyrir landsteinanna í leit að fréttum sem eru ekki með hið einhliða sjónarhorn allt sem Ísrael gerir sé sprottið af illum hvötum. 


mbl.is Tugir látnir eftir loftárásir Ísraelsmanna í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Bestu þakkir fyrir þetta innlegg, vissulega upplýsandi.

Partur af stríði er gjarna baráttan um "hugi og hjörtu" heimsbyggðarinnar, þar eru og hafa verið notuð ýmis vopn.

Slæmt fyrir Reuters að lenda í þessu, en nú til dags er því sem næst útilokað að tryggja sig fyrir svona hátterni.

En það er líka rétt hjá þér að leiðréttingar fá gjarna ekki mikið pláss, en þó eru frá því undantekningar, eins og sjá má á forsíðu vefútgáfu Globe and Mail í dag. http://www.theglobeandmail.com/servlet/story/RTGAM.20060807.wmideast0807/BNStory/Front/home

G. Tómas Gunnarsson, 7.8.2006 kl. 21:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband