Rudy vinnur Hillary

LA Times-Bloomberg könnun kom út í kvöld þar sem fram kom að Rudy er enn efstur af Repúblikunum og Hillary efst demókratamegin. Ef þau hlytu útnefninguna þá myndi Rudy hinsvegar sigra kosningarnar með rúmum 10%. Hillary nær ekki forystu á neinn frambjóðanda repúblikana umfram skekkjumörk. Obama myndi hinsvegar sigra Giuliani, Romney eða McCain nokkuð örugglega. Hvernig sem fer þá verður þetta áhugaverðir 6 mánuðir sem eru framundan.

úr ræðu Giuliani sl. fimmtudagskvöld. 





« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Oddur Ólafsson

Ég held að skærasta stjarnan og bjartasta vonin hjá Repúblikönum sé Hillary.  Þeir eiga langmestu möguleikana á að vinna ef hún er í framboði fyrir Demókrata, alveg óháð því hver þeirra eigin frambjóðandi er.  Það eru svo margir Bandaríkjamenn sem elska að hata Hillary, og það væri hægt að draga þá á kjörstað bara til að kjósa mótframbjóðanda hennar.  Þetta mun fólk gera sem annars myndi sitja heima.  Þetta verður spennandi.

Oddur Ólafsson, 12.6.2007 kl. 15:48

2 Smámynd: FreedomFries

Sæll! Ég hef verið að skoða Thompson framboðið og skoðanakannanir, sérstaklega úr mikilvægustu primary fylkjunum, þar sem gera má ráð fyrir að kjósendur þekki best til frambjóðendanna (þeir hafa eytt tíma í fylkjunum til að sannfæra kjósendur um ágæti sitt) og verð að segja að þetta lítur allt mjög sérkennilega út. Thompson skíttapar fyrir öllum þremur, Giuliani, McCain og Romney í Iowa, NH, Nevada - Í Florida er hann yfir McCain og Romney, og í Suður Karolina yfir Romney - sem enn á næst mesta peninga, á eftir Giuliani. Mér sýnist Thompson framboðið því nokkuð ótraust, og sennilega byggist fylgið aðallega á því að kjósendur repúblíkana eru að krossa við 'none of the above'.

Eins og ég sagði um daginn held ég svo að Giuliani eigi eftir að tapa fylgi þegar nær dregur - og þá vinnur Thompson á.

En hefurðu tekið eftir einu: Net cash available hjá Clinton er 24 milljónir (skv. AP), net cash available hjá Giuliani (sem á feitustu sjóðina í röðum repúblíkana) eru 10.8 milljónir (skv. hotline on call). Ef þessi munur helst er ég hræddur um að Giuliani, eða hver sem repúblíkanarnir tefla fram, eigi erfitt með að "skilgreina" hana of neikvætt - og það er auðvelt að "skilgreina" Giuliani neikvætt, ef til þess kemur. Og ef striðið verður enn í gangi haustið 2008 (sem það verður) er líklegt að Giuliani muni eiga á brattann að sækja.

Ég held að hættulegasta þróunin núna yrði þriðja flokks framboð sem gæti dregið 'anti-war votes' frá Hillary. T.d. Chuck Hagel. Hann myndi skaða Hillary mun meira en Giuliani eða Thompson...

Bestu kveðjur! Magnús

FreedomFries, 12.6.2007 kl. 21:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband