Engin helv. umræðustjórnmál

Rudy Giuliani var a ferðinni hér í nágrenninu sl. fimmtudag og hélt fjáröflunarsamkomu á Hard Rock Café í DC. Ég var svo heppinn að vinur minn sem er að safna fé fyrir frambjóðandann, bauð mér með sér. Þetta var heljarinnar samkoma, u.þ.b. 400 manns samankomin til að sjá einn mann og hlusta á hann í nokkrar mínútur. Sumir fengu að vísu að hitta hann og fengu mynd með sér af með frambjóðandanum, en fyrir það borguðu viðkomandi tæplega 150 þús. kr. Ég var ekki í þeim hópi. Hins vegar var ég svo heppinn að standa fyrir framan pallinn (sviðið) þegar hann kom inn og hélt ræðuna, ég hefði getað snýtt mér á hann, svo nálægt var hann.

Allir sem ég hitti þarna voru þreyttir á núverandi stjórnvöldum, (ath. þetta voru allt repúblikanar í höfuðborginni !) og langaði í eitthvað annað. Giuliani er eins ólíkur núverandi forseta og frekast verður unnt innan repúblikanaflokksins. Það var sérstaklega áhugavert að tala við stelpu sem lagði á það áherslu að Rudy er Pro-Choice, eða fylgjandi rétti kvenna til fóstureyðinga, það væri svo sem ekki í frásögur færandi nema fyrir það að hún vinnur í höfuðstöðvum Repúblikanaflokksins.

Stjórnmálin hér eru nefnilega ekki eins einföld eins og sú mynd sem oft er dregin upp í íslenskum fjölmiðlum.

Ræða Giuliani var mjög áhugaverð, hann er góður ræðumaður og mjög spontant, kann að hugsa standandi, mjög ólíkur forsetanum. Tvö meginstef voru í ræðunni, hvernig hann vildi að Bandaríkin héldu áfram að vera land tækifæranna og að kakan eigi að stækka öllum til hagsbóta. Hitt stefið var hvernig frambjóðendur demókrata virðast helst vilja ræða um öll mál þar til enga ákvörðun er að taka og hvernig demókratarnir telja að mikilvægt sé að tala við alla þá sem vilja drepa sem flesta bandaríkjamenn og vesturlandabúa yfirleitt. Hann spurði salinn: Þegar þú stendur frammi fyrir fólk sem hefur ítrekað lýst því yfir að það vilji drepa þig, hvað gerir þú? Býður því til sætis og rökræðir kosti og lesti drápsins á þér eða býst til varnar?

Ég veit ekki af hverju vinstri menn telja sig geta rökrætt alla til niðurstöðu sem þeim þóknast, það tókst ekki með núverandi forseta, af hverju ættu forsetar annarra ríkja að verða tilkippilegri?

Það er ein leiðinlegasta mýta íslenskrar umfjöllunar um bandarísk stjórnmál að þau séu svo langt til hægri að demókratar eru eins og hægri menn á Íslandi og íslenskir hægri menn verða að vinstri mönnum hér. Stjórnmálin eru miklu flóknari en svo, þetta tveggja flokka kerfi gerir það að verkum að innan beggja rúmast ótrúlega ólík sjónarmið. Það eru mjög sterk öfl innan demókrataflokksins sem eru hreint út sagt sósíalísk, en þar eru líka öfl sem myndu sóma sér í hvaða evrópska hægri flokki sem er.

Ég veit amk. hvern ég myndi kjósa á næsta ári ef ég gæti kosið.




« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róbert Björnsson

Ertu viss um að Rudy og Bushy séu svo ólíkir?  Ok...Rudy fer í drag og er Pro Choice þrátt fyrir að vera kaþólikki...hvernig svo sem það nú virkar...  en að öðru leiti er maðurinn alveg jafn klikkaður og Bushy...ef ekki verri. 

Í sjónvarpsumræðunum um daginn lét hann út úr sér að það ætti sko að dobbla Guantanamó, koma með öllum ráðum í veg fyrir að stríðsfangarnir þar fengju aðgang að lögfræðingum, og if need be beita "all means necessary" til að ná upplýsingum uppúr þeim, þ.m.t. pyntingum.  En hey...mjög ólíkir segirðu... það var nú svolítið Bushy-legt hvernig hann réðst á Ron Paul (eina R - frambjóðandann með eitthvað á milli eyrnanna)...eða öllu heldur var hálfgerð Karl Rove stybba af því.  Bæði John McCain og Colin Powell hafa þó allavega séð sóma sinn í að segja að pyntingar séu ekki ásættanlegt method fyrir land eins og Bandaríkin...en Rudy hefur kannski ekki langt að sækja grimmdina í Ítalska mafíu-blóðið.  Eins og þú bendir á...engin helv. umræðustjórnmál.

Hérna er annars ágæt grein um Rudy...eða Bush III eins og þeir kalla hann á Rolling Stone.

Hefði ég verið nógu nálægt manninum til að snýta mér á hann...þá held ég að ég hefði nú látið verða af því! 

Róbert Björnsson, 11.6.2007 kl. 09:21

2 Smámynd: Tryggvi H.

Rudi fær ekki inn í hvítahúsið, nema hann banni frosið jógúrt.

Tryggvi H., 11.6.2007 kl. 10:23

3 Smámynd: Friðjón R. Friðjónsson

Það var Romney sem vildi tvöfalda Guntanamo.
Bush hefði aldrei náð að grípa á lofti það sem Ron Paul sagði til að henda því aftur í hann. Ég var ekki sammála RG í þessu tilviki að því leyti að mér fannst meðferð hans á Ron Paul óverðskulduð en þetta var pólitískt dauðafæri sem var ekki hægt að sleppa.

Svar McCain við pyntingaspurningunni í kappræðunum í síðustu viku var best allra, það er rétt, enda talaði hann af þekkingu sem enginn vill búa yfir.

Hinsvegar er svo margt annað sem McCain hefur á móti sér sem gerir hann óálitlegann. Hvað svar RG varðar þá var það augljóst af viðbrögðum áheyrenda að þeir vildu blóðþyrst svar (enda eru svona kappræður hringleikahús) það hefði verið pólitískt sjálfsmorð af hans hálfu að svara öðruvísi en salurinn vildi heyra. Það er popúlískt en stundum nauðsynlegt.


Friðjón R. Friðjónsson, 11.6.2007 kl. 14:41

4 Smámynd: Oddur Ólafsson

RG er mikill refur.  Frændi konunnar minnar var saksóknari í New Jersey og einhvern tíman þegar RG var saksóknari í New York náðu fylkin í sameiningu að gera heilmikið upptækt af fíkniefnum.  Það var búið að blása til sameiginlegs blaðamannafundar þar sem átti að kynna þetta, en Guiliani hljóp til og var með eigin fund deginum á undan.  Þoldi ekki að þurfa að deila sviðsljósinu og ljómanum með öðrum.  Þetta lýsir honumvel.  Eftri árásirnar 11. september vann hann sér það helst til frægðar að vera betri en Bush og það þurfti nú ekki mikið til.  Hann þurfti bara að vera rólegur og yfirvegaður og þá var hann stjarnan.

Oddur Ólafsson, 11.6.2007 kl. 18:46

5 Smámynd: Friðjón R. Friðjónsson

Þess vegna er Rudy í forsetaframboði en ekki frændi konunnar þinnar!

Friðjón R. Friðjónsson, 11.6.2007 kl. 19:56

6 Smámynd: Oddur Ólafsson

Einmitt!

Oddur Ólafsson, 12.6.2007 kl. 15:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband