Kosningaauglýsingar

Eru skemmtileg fyrirbæri, þegar vel tekst til þá eru þær snilld, en þegar illa gengur þá eru þær hrikalega pínlegar, svo pínlegar að þær verða skemmtilegar á að horfa.

Auglýsing Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi er dæmi um hið síðarnefnda.

Í fyrsta lagi þá spyr maður sig hvað menn eru að meina með snókernum, með fullri virðingu fyrir íþróttinni, þá er þetta sport sem maður tengir frekar við reykingar, bjórdrykkju og iðjuleysi. Allt saman mjög virðingaverð áhugamál, en maður býst einhvern veginn ekki við að frambjóðendur hreyki sér af þeim.

Kannski eru þetta dulin skilaboð til okkar frjálshyggjumanna, kjósið okkur við ætlum bara að spila pool og sleppa því að setja lög! 

Í örðu lagi þá sést ekki framan í fólkið, lýsingin er þannig, öll áherslan er á græna dúkinn.

Í þriðja lagi þá sökka þau í sportinu það hittir enginn neitt, sérstaklega ekki maðurinn með röddina.  

Þessi hér finnst mér ein besta íslenska kosningaauglýsingin:

 

Svona á að gera þetta.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Já þín er ógeðslega cool

Tómas Þóroddsson, 24.4.2007 kl. 13:48

2 Smámynd: Almar

Þessi er best og skil ég ekkert í Binga að nefna hana ekki:

http://almar.blog.is/blog/almar/entry/187252/ 

Sennilega sú hallærislegasta sem sést hefur. 

Almar, 24.4.2007 kl. 15:51

3 Smámynd: Gunnlaugur Þór Briem

Þeir eru búnir að taka þessa auglýsingu út, enda þú og ég og sjálfsagt fleiri búnir að gera verðskuldað stólpagrín að henni.

Gunnlaugur Þór Briem, 25.4.2007 kl. 10:12

4 Smámynd: Kjartan Vídó

Frits það voru góðir tímar þegar ungir sjálfstæðismenn gerðu svona snilldar auglýsingar. Að mínu var kjúklingaauglýsingin um menntamál betri

Kjartan Vídó, 26.4.2007 kl. 03:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband