Lemdu tíkina mína

sigurlistGetur einhver frómur útskýrt fyrir mér afhverju Samfylkingin í suðurkjördæmi vill lemja tíkina sína? Hver er tíkin? Eftir að hafa búið til halllrislegustu kosningaauglýsingu vorsins ákváðu strákarnir í "sigurlistanum", þeir Bjöggi, Lúlli og Robbi að senda okkur skilaboð með auglýsingu sem leikur lagið "Smack My Bitch Up" Hver er tíkin sem á að lemja, Ingibjörg Sólrún, Guðný Hrund eða einhver önnur? 

Vefurinn www.sigurlistinn.is er sagður á vegum ungra jafnaðarmanna, en ég velti því fyrir mér af hverju "ungir" jafnaðarmenn gera auglýsingu um Davíð Oddson með 10 ára gömlu popplagi. Mér finnst það liklegra að þegar kom að því að velja eitthvað "edgy" lag sem ögraði þá voru það karlar undir fertugt sem stóðu í hugmyndavinnunni.

Væri ekki kómískt ef Björgvinn Gé yrði ráðherra jafnréttismála vegna þessarar auglýsingar? 

Hver vill kjósa flokk sem talar bara um mann sem hætti pólitík fyrir tæpum 2 árum? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Samfylkingið lifir í fortíðinni, veit ekki hvað hún á að gera af sér eftir að Davíð hættir.

Hjörtur J. Guðmundsson, 25.4.2007 kl. 17:13

2 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Slæmt þegar glæpurinn er tekinn af manni, eins og Halldór Laxnes skrifaði svo skemmtilega um.

Ester Sveinbjarnardóttir, 26.4.2007 kl. 00:41

3 Smámynd: Sigurjón Sveinsson

Þetta er nú skemmtilegt lag. Þetta var hálfgerð nostalgía að hlusta á Prodigy með innlestri rödd okkar Ástkæra Fyrrum Leiðtoga. Reyndar búið að klippa hana aðeins til til að orð hans yrðu svívirðileg.

Svona útspil minna mann samt á kosningabaráttuna í Bandaríkjunum þar sem auglýsingar eru oft neðanbeltishögg, sem fylgt er eftir með sparka-í-liggjandi-mann nýðingshættinum. Ekki góð slóð fyrir Ungt fólk í Samfylkingunni að feta.

Sigurjón Sveinsson, 26.4.2007 kl. 17:09

4 Smámynd: Ingólfur

Já það er hálfgerð nostalgía að hlusta þetta lag.
Samt sem áður er lagið tveim árum yngra en sitjandi ríkisstjórn.

Myndbandið ágætt að því leiti því það minnir mann á hvað þetta er rosalega þreytt stjórn sem við sitjum uppi með. Þreytt stjórn sem er búin að láta 12 ára valdasetu spilla sér og lætur sig ekki muna um að "lemja" tíkina sína "kjósendur" með sviknum loforðum stuttu eftir kosningar.

Ingólfur, 29.4.2007 kl. 01:14

5 Smámynd: halkatla

þetta er fínt lag, allir mega hafa sínar skoðanir á því hvað það stendur fyrir í auglýsingunni. Núna finnst mér samfylkingin hip og kúl.

halkatla, 3.5.2007 kl. 15:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband