Maðurinn sem saumaði varirnar á sér saman

herrera-acostaJuan Carlos Herrera Acosta var dæmdur í 20 ára fangelsi af héraðsdómstóli í  Guantanamo á Kúbu í mars 2003 m.a. fyrir að "grafa undan sjálfstæði þjóðarinnar", í raun var sök hans að vera sjálfstæður blaðamaður. Síðastliðinn desember saumaði hann varirnar á sér saman í hungurverkfalli til að mótmæla aðbúnaði sínum.  Það var í þriðja sinn á því ári sem hann saumaði saman á sér varirnar.  

Stjórnvöldum er sérstaklega í nöp við Herrera Acosta, sagt er að aðrir fangar fái aukin fríðindi fyrir að leggja hann í einelti, hann fær ekki læknisþjónustu né eru lágmarksréttindi fanga virt.

13. ágúst í fyrra birti Morgunblaðið langa grein um Fidel Castro á  áttræðisafmæli "El Comandante", eins og hann var gjarnan nefndur í greininni. Í engu var vikið að  ofsóknum á hendur almenningi eða blaðamönnum í greininni, hinsvegar var tekið viðtal við Ingibjörgu Haraldsdóttur sem hafði hitt Castro þegar hún bjó á Kúbu og var fréttaritari Þjóðviljans. Hún varð víst ekki vör við skoðanakúgun þegar hún bjó þar. 

Svo mörg voru orð blaðamannsins um skoðanakúgun og ofsóknir á heldur kollegum hans á Kúbu, landsins sem talið er vera 4. versta landið í heiminum fyrir blaðamenn að starfa, hin eru Norður-Kórea, Túrkmenistan og Eritrea. 

Er það furða að stundum hvarfli að manni að ritstjórn Moggans sé gengin í björg sósíalismans?

Það má finna umfjöllun um Herrera Acosta á vef Blaðamanna án landamæra (Reporters sans frontieres) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Ekki bara Morgunblaðið, ég heyrði viðtal á fréttastöð BBC þar sem talað var um Kúbu sem algjöra paradís á jörðu, þar lifðu allir í sátt og samlyndi og velmegun. Mér fannst þetta svo skrýtið að það festist mér í minni. Viðmælandinn var einn af þessum "sérfræðingum" um málefni Kúbu.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 28.3.2007 kl. 08:54

2 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Ömurlegt og ósanngjarnt hlutskipti sem Herrera Acosta hefur hlotið.

Sigfús Sigurþórsson., 28.3.2007 kl. 10:36

3 identicon

 

Hvað finnst þér um "réttarhöldin" á Kúbu á vegum BNA?

Kristján Sig. Kristjánsson (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 11:19

4 identicon

Nú fórstu inn á hættulega braut. Málið er bara að við skiljum ekki ástandið á Kúbu. Það er allavega rökin sem ég fæ oftast þegar ég tjái mig um Kúbu.

Einhvern tímann skrifaði ég um Kúbu á bloggsíðuna mína og þá fékk ég aðallega að heyra þetta.

Friðjón, vitum við ekki um allt það góða sem Castro hefur gert?

Gisli Freyr Valdórsson (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 14:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband