Síminn í Ameríku

iphoneVið vorum loksins að fá okkur amerískt farsímanúmer. Það er nokkuð gaman að versla símnúmer hér, stærsti ókosturinn er sá að eftirágreiddir símar krefjast 2 ára binditíma. Stærsti kosturinn er að þegar maður hringir innan kerfis þá er það frítt og fyrir 60 dollara er hægt að tala við alla aðra í 15 klst(900 mín). á mánuði (og ónýttar mínútur flytjast milli mánaða og það eru til ódýrari dílar)  . Þetta er svipað og Betri leið Símans nema miklu miklu ódýrara. Ofan á þetta er boðið upp á mikið af allskonar margmiðlunar efni sem getur verið skemmtilegt að leika sér með.

Við völdum ekkert af þessu því við gátum ekki fengið áskriftarleið án amerísks ökuskírteinis og við erum bara ekki búin að verða okkur úti um slík skírteini. Því völdum við að byrja á nokkursskonar frelsissíma, þ.e. fyrirfram greiddum síma. Frelsissímar eins og heima sem bjóða upp á nafnlausar ofsóknir, þekkjast ekki. Við urðum auðvitað að gefa upp nafn og heimilisfang til að geta keypt svona símkort. Hér hafa menn nefnilega áttað sig á því að ef einhver vill tala nanflaust þá getur hann slökkt á númerabirtingu en ef viðkomandi ætlar að brjóta lög þá á sá hinn sama það á hættu að lögreglan kalli eftir upplýsingum um hann frá símafyrirtækinu.

Stærsti gallinn var svo að komast að því að skrambans síminn minn er læstur frá Símanum og því þurftum við að kapa 20$ síma í Wal-Mart til að brúa bilið.   Þegar við erum komin með amerísk teini þá getum við farið að kaupa skemmtilegar græjur sem skemmta tækjanördinum í mér, kannski Iphone?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Sæll Friðjón,

Frábært að þú haldir áfram að blogga hérna, skemmtilegar frásagnir "so far" og verða það án nokkurs vafa áfram ;) Svo er aldrei að vita nema þú skrifir eitthvað um amerísku pólitíkina fyrst þú ert kominn í frelsið? :)

Hjörtur J. Guðmundsson, 27.3.2007 kl. 22:17

2 identicon

ekki gerast áskrifandi að verizone, þeir láta mann borga fyrir að hringja í 800 númer

óskráð (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 05:47

3 identicon

hafðu samband við Símann á Íslandi. Þeir opnuðu símann minn þegar ég flutti til Danmerkur.

Davíð Rúnar (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 10:44

4 identicon

Mér sýnist nú af því sem Friðjón segir að hann eigi viðskipti við Cingular, eða hafi hug á því. Þar sem að Verizon býður ekki upp á "Rollover minutes"

:) 

Óli (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 16:43

5 identicon

Sæll. Ég er með samning við Cingular, svokallað Family plan, þ.e. nokkur númer á sama samningnum, kostar í heild um $70 á mánuði, 700 mín. og rollover. Hjá Cingular geturðu einnig notað íslensku símana. Þess utan voru AT&T að kaupa Cingular, sem tryggir enn betra samband.Kveðja, héðan rétt ofar með ströndinni. Sigm. Sig.

Sigm. (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 18:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband