áhugaverðar pælingar...

Pælingar umboðsmanns neytenda um kaup á höfundavörðu efni og skil á diskum finnst mér áhugaverðar. Það sem er áhugavert í pælingunni er viðurkenning á því að það er hugverkið sem maður er að kaupa ekki diskurinn.

Því tengist nefnilega læsingar sem settar eru á diska til að verja þá afritun. Er ennþá verið að læsa diskunum frá Skífunni? Rottweiler diskurinn hundar er síðasti íslenski diskurinn sem ég keypti og þegar ég sá að ég gat ekki sett hann nema einu sinni á tölvu og ekki á mp3 spilara ákvað ég að þetta kompaní og þetta fyrirkomulag væri rugl sem ég nennti ekki að taka þátt í. Frekar kaupi ég mína tónlist erlendis. Ég er búinn að eiga/hafa afnotarétt af amk 3 tölvum síðan þá, vélin sem geymir digital útgáfuna af Hundum er niðrí kjallara. Við þetta bætist að tónlist.is er svikamylla þar sem meginþorri notenda heldur að hann sé að kaupa lög en í raun er það allt bundið ákveðnum Windows Media spilara  og ef notandinn forsníður vélina sína eða skiptir um vél þá er öll músíkin horfin.

Það eru þessir viðskiptahættir íslenskra rétthafa sem gera það að verkum að ég er hreinlega hættur að kaupa tónlist af þeim.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Hjörtur

Áhugaverð athugasemd Friðjón. Ég lenti í þessu einmitt fyrir nokkru síðan. Keypti disk, reyndar erlendisfrá. Byrjaði að fara á heimasíðu tónlistarmannsins og fl. upplýsingar, ÁÐUR ég ég gat farið að spila tónlistina. En ég tek þa ðfram þetta var bara þegar ég setti diskinn í tölvuna mína.

Fáum við fulltrúa Skífunnar eða Tónlist.is næst í Kastljós? Ja hver veit....

Sveinn Hjörtur , 28.2.2007 kl. 21:37

2 identicon

Ég er sama sinnis.  Ég hef lagt áherslu á að kaupa mína diska fullu verði þegar þeir koma út til að vera viss um að ég sé að styrkja iðnaðinn.  Ég er hins vegar ein af þeim sem ekki á geislaspilara.  Það er ótækt að geta ekki spilað tónlist sem maður hefur borgað fyrir dýrum dómum.  Ég lennti í nákvæmlega sama með Hundana og varð mjög reið. 

skotta (IP-tala skráð) 7.3.2007 kl. 09:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband