Fyrir rúmum fjörtíu árum

vildi nestor vinstri-grænna ekki leyfi kosningar nema á grundvelli sósíalismans, núna vill pólitískur ættbogi hans ekki leyfa lýðræði nema á grundvelli femínismans.

Hjörleifur lét þessi fleygu orð falla þegar hann var við nám í sæluríki Walters Ulbricht í Austur-Þýskalandi:

Okkar álit í stuttu máli: Við álítum, að rétt sé og sjálfsagt að leyfa ekki umræður né gefa fólki kost á að velja um neitt nema á grundvelli sósíalismans, og þá síst Þjóðverjum. Okkur er það jafnframt ljóst að "frjálsar kosningar" eins og það tíðkast á Vesturlöndum, gefa alranga mynd af vilja fólksins.

Ég er búinn að pakka bókinni góðu þar sem þetta er prentað, þannig að ég er ekki með á fingurgómunum hvenær hann reit þessi orð. Þau standa þó fyrir sínu til að sýna hugarheim forræðishyggjufólksins. (svo eru menn að láta sem það sé undrunarefni að félagar manns sem skrifaði svona væru hleraðir þegar mikið lá við!)

Tillagan sem kom fram á þingi Vinstri grænna um síðustu helgi er af sama meiði og orð Hjörleifs hér að ofan.

Hundsa ber lýðræðislegan vilja fólks og ekki leyfa almenningi að velja nema á grundvelli femínismans. Kata, Sóley, Atli og hinar stelpurnar vita nefnilega að "frjálsar kosningar" gefa alranga mynd af vilja fólksins, fólkið vill í raun og sann það sama og vinstri grænir vilja, það veit bara ekki af því ennþá.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mögnuð ummæli! Og þessi maður fékk eðlisfræðieininguna fyrir samfellt blaður nefnda í höfuðið á sér - [hjörl]

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 08:04

2 identicon

vinstra femínista trúnó gengið sem er svi ljómandi hrifið af sjálfu sér þakkaði Íslensku þjóðinni fyrir að klámstefnan var rekin burt og að vilji þjóðarinnar hafi komið fram. Grátklökkar (ir) héldu þau þakkarræðurnar með 20% stuðning , það er bara nokkuð gott

Þú varst að taka á Icelandair um daginn nú er komið að kaupmönnum á íslandi ekki satt þvílíkt okur

ýsa - 1100 kall kg  (fisksalar orðnir stórefnamenn)

Snúður 160 kr ( vra 105 hjá BM um daginn hækkaði um ca 50% fyrir stuttu

videospóla  650 kr 650 kr 650 kr??????????????????????

Nóa kúlupoki  190 kr

grillaður kjúlli 850 kall

etc etc etc  það er verið að taka neytendur í rassinn vegna þess að þeir vita það að þeir komast upp með þetta ekki að þeir þurfi þess

ehud (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 09:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband