Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Alfreð og Gulli

Er Gulli orðinn yfir Alfreð núna eða er Donin bara að vinna undir Árna Matt?

Þeir þurfa a.mk. að vinna mjög náið saman núna.

Mikið er pólitíkin skemmtileg

Snilld!

Mér líst vel á að flokkurinn taki HTR, mjög vel, núna þarf að taka til hendinni og ganga rösklega fram.


Fékk græna kortið sent í pósti í dag og heilbrigðistryggingu í gær.

Hjúkk.





mbl.is Guðlaugur Þór verður heilbrigðisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju með daginn!

100 ár.

án hans héti þessi síða eitthvað allt annað.


Staðreyndaklám

Sigurður GéSigurður G. Tómasson, útvarpsmaður og  fyrrverandi borgarfulltrúi Alþýðubandalagsins er einn af þessum staðhæfingaklámhundum. Vinnubrögð hans eru á þann veg að hann slengir fram einhverju sem honum finnst benda til einhverrar hneigðar eða skoðunar og alhæfir svo útfrá því. í Silfri Egils í dag slengdi hann fram fullyrðingunni að í Reykjarvíkurbréfi Morgunblaðsins, þar sem fjallað er um yfirstandandi stjórnarmyndun, kæmu orðin hætta og áhætta 10-12 sinnum og bentu til einhverrar vænisýki höfundar og þ.a.l. væri mogginn á einhverju móðursýkisstigi og ekkert mark á honum takandi.

Það er nú ekki flókið að staðreyna fullyrðingu Sigurðar, Reykjarvíkurbréfið er hér. Þá sér maður að af 2291 orði kemur orðið hætta fyrir tvisvar og áhætta einu sinni. Vænisýkin er semsagt öll í huga Sigurðar. Nú veit ég ekki hvað Sigurður G. Tómasson innbyrti áður en hann las greinina, nýlega eða á hippaárunum, en það hjálpar honum a.m.k. ekki að takast á við raunveruleikann. Getur einhver sem þekkir til hans staðið fyrir svona inngripi og reynt að koma honum til okkar, inn í raunveruleikann til okkar hinna. Nei, það er líklega er það of seint.


Sterk Þorgerður

Það er eftirtektarvert hve sterk Þorgerður er að koma út úr kosningunum og stjórnarmyndunum. Sérstaklega ef rétt er eins og Mannlíf og fleiri hafa slúðrað að hún hafi átt fyrstu viðræðurnar við formann Samfylkingarinnar og komið þeim á það stig að hægt væri að halda áfram. Stöðumunur hennar og kollega hennar í Samfylkingunni er sérstaklega áberandi þessa dagana.

 

2003

2007

breyting

S kjörd.

29,19%

36,0%

6,81%

NA kjörd.

23,53%

28,0%

4,47%

SV kjörd.

38,42%

42,6%

4,18%

Reykjav. S

38,03%

39,2%

1,17%

Reykjav. N

35,50%

36,4%

0,90%

NV kjörd.

29,57%

29,1%

-0,47%

Atkvæði alls

33,68%

36,60%

2,92%

Sigur Sjálfstæðisflokksins í SV-kjördæmi var gríðarlega góður og það er í raun áhugavert að skoða hvernig flokkurinn stóð sig eftir kjördæmum í samanburði við síðustu kosningar. Árangurinn skiptist í tvennt, flokkurinn bætir miklu fylgi við sig í suður-, norðaustur- og suðvesturkjördæmi, þau kjördæmi draga vagninn í fylgisaukningu flokksins.  Að sama skapi hlýtur maður að setja ákveðin spurningamerki við árangurinn í norðvesturkjördæmi og Reykjavíkurkjördæmunum. Það er ekki að sjá að flokkurinn hafi notið þess að hafa haft tvo ráðherra í kjördæminu. Það var eina kjördæmið þar sem ekki var haldið prófkjör og endurnýjunin var minnst í því kjördæmi. Það hefði klárlega verið betra fyrir flokkinn að fara í gegnum prófkjör en að vera með þann leikþátt um val á lista sem varð.

kosningaár

Landið

Reykjavík

1959

39,7%

46,7%

1963

41,4%

50,7%

1967

37,5%

42,9%

1971

36,2%

42,6%

1974

42,7%

50,1%

1978

32,7%

39,5%

1979

35,4%

43,8%

1983

38,7%

43,0%

1987

27,2%

29,0%

1991

38,6%

46,3%

1995

37,1%

42,3%

1999

40,7%

45,7%

2003

33,7%

37%

.

Meðaltal

37,0%

43,0%

án 1987

37,9%

44,2%

Hvað höfuðborgina varðar þá er það sérkapítuli fyrir sig.  Árangurinn í síðustu tveim kosningum hefur verið sá versti frá því fyrir 1959, ef kosningarnar 1987 eru frátaldar en allir þekkja hve óvenjuleg staða Sjálfstæðisflokksins var í þeim kosningum.  sérstakt áhyggjuefni hlýtur að vera árangurinn í Reykjavík norður. Fylgisaukningin nær ekki einu prósenti. Í raun tapaði flokkurinn atkvæðum! Árið 2003 fékk Sjálfstæðisflokkurinn 12.833 atkvæði en 12.760 s.l. laugardag. Hin magra  fylgisaukning ræðst af versnandi þátttöku.

Ég veit ekki hvort hægt sé að kenna Guðlaugi Þór og Sigurði Kára einum um þessi ósköp en þeir njóta þess vafasama heiðurs að vera þeir einu sem prýtt hafa lista flokksins í báðum kosningum, kannski þurfum við næst að setja alvöru atkvæðasmala á listann?

Hvað um það Þorgerður, Árni M. og Kristján mega vel við una og eiga að njóta.

 

PS.
Það er skrítin praktík hjá Blaðinu að láta íþróttafréttamann skrifa mola um pólitík en Albert Örn Eyþórsson mætti tileinka sér þau vinnubrögð að lesa sér til um mál áður en hann opinberar ástand upplýsingar sinnar. Í mola dagsins í dag dregur hann í efa að árangur hafi náðst í málefnum Landhelgisgæslunnar.

...en að ótrúlega góður árangur hafi náðst hvað Landhelgisgæsluna varðar er undarleg niðurstaða í ljósi þess að tækjafloti hennar hefur verið sá sami um fimmtán ára skeið.

Albert var líklega upptekinn við að skrifa um að Teitur Þórðarson treystir á breiðan hóp í sumar og missti af því þegar tilkynnt var um samning á smíði nýrrar eftirlitsflugvélar og svo hefur hann líklega verið að fylgjast með blaki þegar nýju leiguþyrlurnar komu, þegar samið var um smíði nýs varðskips, þegar samið var um samstarf við Dani og tilkynnt var um fyrirætlað samstarf við Strandgæsluna bandarísku.  Í raun má er það líklega bara sjálfvirki yddarinn á skrifstofunni sem heldur sér í þeirri endurnýjun sem er byrjuð og mun standa yfir á næstu árum. En þar fyrir utan er ekkert að gerast og líklega þörf á að fá mann sem tekur til hendinni.

 


Helmingur af 15?

Það eru þá 7 konur,7 karlar og 1 burkni í ríkisstjórn Frakklands. Merkilegt. Það er líka merkilegt að 9 blogarar hafa blogað um fréttina þar af 7 konur (eða um helmingur) bara einn sér einhverja villu við útreikningana. Sá er í minni helmingnum.
mbl.is Konur sitja í helmingi ráðherrastóla í Frakklandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ingigerður

eftir ljósmæðrunum hlýtur hún að heita þessi nýja stjórn.

Menn hingað og þangað spá svo í ráðherralið Samfylkingarinnar.

15. janúar reit ég um Ráðherraefni Samfylkingarinnar. Í stuttu máli er spá mín þessi:

  1. Ingibjörg,
  2. Össi
  3. Jóhanna
  4. Kristján Möller frekar en Björgvin G. Þótt hlutfallslegt tap fylkingarinnar í S-kjördæmi var svipað því og í NA þá töpuðust 2 þingmenn en Möller hélt sínu.
  5. Þórunn Sveinbjarnar frekar en Kata Júl, þar nýtur Þórunn náinna tengsla sinna við formanninn, en Kata studdi Össa
  6. Ágúst Ólafur síðastur inn á listann.

 

Ég hef þrjár óskir um þessa stjórn, sú fyrsta ætti að vera öllum ljós sem lesið hafa letta blog hvern ég vil sjá áfram í ráðherrastóli, eftir atburði undanfarinna daga þá snýst það um trúverðugleika Sjálfstæðisflokksins að Björn verði áfram ráðherra. Önnur er sú að Sjálfstæðisflokkurinn skipti upp ráðuneytunum losi sig við einhver og taki Heilbrigðisráðuneytið. Sú síðasta er að stjórnin hafi þor til að fækka ráðuneytum.

Það er allt og sumt, já og lækka skatta, afnema vörugjöld, tolla og stimpilgjöld, leyfa áfengi í matvörubúðir og innflutning matvæla. Þá væri þetta gott.

 


mbl.is Liggur í augum uppi að Geir á að fá umboðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sex ástæður

Sex ástæður fyrir áframhaldandi stjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknar: (Ég tala í fyrstu persónu án þess að hafa nokkuð með málin að gera, líkt og allir þessir íslensku stuðningsmenn ManUre sem voru að vinna einhver titil)

  1. Það hefur gengið vel.
  2. Við tökum meirihluta ráðuneyta og nefnda.
  3. Getum krafist heilbrigðisráðuneytis.
  4. Ef við förum í stjórn með Samfylkingu þá skerum við Ingibjörgu úr snörunni sem hún er búin að koma sér í.
  5. Ef við förum í stjórn með VG skerum við Ingibjörgu úr snörunni sem hún er búin að koma sér í.
  6. Við getum farið í stjórn með Samfylkingu næst eða á miðju kjörtímabili, hvenær sem er eftir formannsskipti.

Ef 5. punkturinn vefst eitthvað fyrir fólki þá má vitna til VG-lingsins Páls Hannessonar Ríkisstjórnarþátttaka VG með Sjálfstæðisflokki feigðarflan fyrir VG

Samningar við Sjálfstæðisflokk munu þýða að VG verður að slá af í öllum helstu málum sem flokkurinn hefur barist fyrir og kjósendur hans hafa veitt honum stuðning til að koma í framkvæmd.

Þá þýðir ekki fyrir VG að koma til kosninga eftir fjögur ár og telja kjósendum trú um að þeir séu útvörðurinn fyrir samfélagsgildum, umhverfisvernd og jafnrétti. Þeir munu hafa fært Samfylkingunni þann heiðurssess og með munu fylgja  meirihlutinn af núverandi kjósendum Vinstri grænna. Samfylking mun færa sig til vinstri til að rýma fyrir fyrrum kjósendum VG og til að skapa sér betra svigrúm til að skjóta á VG.  Þá mun kannski á endanum rætast draumur Samfylkingar um einn stóran jafnaðarmannaflokk.

Stjórnarsamstarf með Samfylkingu yrði mjög mjög vandasamt af þeirri einföldu ástæðu að Ingibjörg verður ALLTAF að vera aðal. Ef ekki væri fyrir þennan formann ættum við að stökkva á samstarf með Samfylkingu, það yrði farsælt og skemmtilegt fyrir alla frjálshyggða og lynda menn.

--------------------------------------------

Hvað er að gerast svo á Moggabloginu á einum degi hætta 3 af topp tíu vinsælustu blogurunum?

  1. Elly Armannsdottir ellyarmanns.blog.is
  2. Sigmar Guðmundsson           sigmarg.blog.is
  3. Björn Ingi Hrafnsson bingi.blog.is
  4. Pétur Gunnarsson hux.blog.is
  5. Jónína Benediktsdóttir joninaben.blog.is
  6. Stefán Friðrik Stefánsson stebbifr.blog.is
  7. Óli Björn Kárason businessreport.blog.is
  8. Áslaug Ósk Hinriksdóttir aslaugosk.blog.is
  9. Ómar R. Valdimarsson          omarr.blog.is
  10. Guðmundur Magnússon        gudmundurmagnusson.blog.is

 


11.327 kjósendur höfnuðu ruglinu í Jóa

Þá liggur það fyrir 82% kjósenda Sjálfstæðisflokksins höfnuðu ruglinu í Jóhannesi Jónssyni. Það er uppskeran úr þessari sneypuför rógberans úr Bónus. Maðurinn sem trúir mýtunni um að hann sé bjargvættur íslenskrar alþýðu eyddi stórfé til að leggja til dómsmálaráðherra. En lagið var ekki það banahögg sem reitt var til. 

Jóhannes sagðist ekki vita hvað herförin kostaði en segist hafa notið góðs afsláttar vegna fyrirtækja sinn. Ég velti því fyrir mér myndi einhver fjölmiðlanna ljóstra því upp ef Jóhannes lét, Baug eða Bónus borga brúsann. Í hvaða stöðu eru trúverðugir fjölmiðlar ef þeir búa yfir slíkri vitneskju? Hvað gerir hann?

Um furðulegar útstrikunarreglur


mbl.is Rúmlega 2500 strikuðu yfir nafn Björns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Furðurlegar útstrikanareglur

Til að útskýra aðeins hvernig þetta útstrikana dótarí virkar eins og ég skil það eftir að hafa þjösnast í gegnum kosningalög og skýrslu forsætisráðherra um endurskoðun á kjördæmaskipun og tilhögun kosninga til Alþingis, þá virðist þetta liggja svona:

Þegar úrslit milli flokka eru ljós er búinn til listi fyrir hvert framboð með öllum aðal og varamönnum.

Sem dæmi þá var NV-kjördæmi hjá Sjálfstæðisflokki hann svona:

  1. Sturla Böðvarsson
  2. Einar Kristinn Guðfinnsson
  3. Einar Oddur Kristjánsson
  4. Herdís Þórðardóttir
  5. Guðný Helga Björnsdóttir
  6. Birna Lárusdóttir

Þá eru teknir saman þeir kjörseðlar sem engin breyting hefur verið gerð og efsti maður fær atkvæðatölu sem er jafnhá óbreyttu kjörseðlunum.  D-listinn fékk 5.199 atkvæði og ef 83,3% atkvæða D-lista voru óbreytt þá fær Sturla atkvæðatöluna 4329.  Einar K. fær svo 5/6 af atkvæðatölu Sturlu, Einar Oddur 4/6 af tölu Sturlu og svo koll af kolli.* Þá eru breyttu atkvæðin 870 tekin og skoðuð. Ef þau eru öll útstrikanir á Einar Odd þá félli hann af þingi fyrir Herdís í krafti þessara 870 útstrikana.

Í töflu liti þetta svona út:

5.199

Fjöldi atkvæða

...

Atkvæðatala

.

útstrikanir

Atkvæðatala_II

6/6

5199

Sturla Böðvarsson

..

5/6

4333

Einar Kristinn Guðfinnsson

..

4/6

3466

Einar Oddur Kristjánsson

870

2596

3/6

2600

Herdís Þórðardóttir

..

2/6

1733

Guðný Helga Björnsdóttir

..

1/6

867

Birna Lárusdóttir

..

 

Er það lýðræðislegt? Þeir sem tapa í hatrömmu prófkjöri en eiga kannski harðsnúinn hóp stuðningsmanna, geta með útstrikunum breytt niðurstöðu prófkjörs með tiltölulega auðveldum hætti.

Ef einhver hefði bent Akurnesingum á þetta þá hefði þeim verið í lófa lagið að koma sinni konu inn. Einar Oddur hefði að vísu getað varist þessu nokkuð lengi með því að fá Vestfirðinga til að strika út Herdísi. Er það sem stefnt er að í kosningalögunum, útstrikanastríð? Það má vera að þetta þyki góðar hugmyndir einhverstaðar í Vesturbænum en þyrmið okkur við þessari vitleysu sem fyrst.

Mér tekst bara ekki að sjá lýðræðið í þessu!  Það hafa allskonar spekúlantar komenterað hingað og þangað um blogið að það ætti að virða vilja kjósenda, hvar er hann?

Ég er sannfærður um að þingmenn hafi ekki haft hugmynd um hvað þeir voru að samþykkja á sínum tíma.  Nema Kristinn H. Gunnarsson! Hann benti á að kjósandi sem vill breyta lista hefur fjórfalt vægi á við þann sem kýs listann óbreyttan. En það var ekki hlustað á hann frekar en fyrr eða síðar. (í þetta sinn var úlfur)

Með fullri virðingu fyrir þeim ágæta manni Þorkatli Helgasyni þá er þetta kosningakerfi sem hann hannaði ákaflega sérkennilegt. Síðastliðinn föstudag fór árás Jóhannesar Jónssonar  ekki framhjá neinum og eftir því sem einhverjar sögusagnir segja, þá hafi um 80% kjósenda ákveðið að hafna rógi Jóhannesar. Hvernig má það vera að hinir ráði meiru?

 

*Ef aðal- og varamenn væru fleiri þá breytist hlutfallstalan. Þannig er 1/10 á milli frambjóðenda í RS hjá D-lista og RN hjá S-lista. Hlutfallslega minnst þarf til að breyta röð frambjóðenda hjá Sjálfstæðisflokki í SV-kjördæmi.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband