Sex ástæður

Sex ástæður fyrir áframhaldandi stjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknar: (Ég tala í fyrstu persónu án þess að hafa nokkuð með málin að gera, líkt og allir þessir íslensku stuðningsmenn ManUre sem voru að vinna einhver titil)

  1. Það hefur gengið vel.
  2. Við tökum meirihluta ráðuneyta og nefnda.
  3. Getum krafist heilbrigðisráðuneytis.
  4. Ef við förum í stjórn með Samfylkingu þá skerum við Ingibjörgu úr snörunni sem hún er búin að koma sér í.
  5. Ef við förum í stjórn með VG skerum við Ingibjörgu úr snörunni sem hún er búin að koma sér í.
  6. Við getum farið í stjórn með Samfylkingu næst eða á miðju kjörtímabili, hvenær sem er eftir formannsskipti.

Ef 5. punkturinn vefst eitthvað fyrir fólki þá má vitna til VG-lingsins Páls Hannessonar Ríkisstjórnarþátttaka VG með Sjálfstæðisflokki feigðarflan fyrir VG

Samningar við Sjálfstæðisflokk munu þýða að VG verður að slá af í öllum helstu málum sem flokkurinn hefur barist fyrir og kjósendur hans hafa veitt honum stuðning til að koma í framkvæmd.

Þá þýðir ekki fyrir VG að koma til kosninga eftir fjögur ár og telja kjósendum trú um að þeir séu útvörðurinn fyrir samfélagsgildum, umhverfisvernd og jafnrétti. Þeir munu hafa fært Samfylkingunni þann heiðurssess og með munu fylgja  meirihlutinn af núverandi kjósendum Vinstri grænna. Samfylking mun færa sig til vinstri til að rýma fyrir fyrrum kjósendum VG og til að skapa sér betra svigrúm til að skjóta á VG.  Þá mun kannski á endanum rætast draumur Samfylkingar um einn stóran jafnaðarmannaflokk.

Stjórnarsamstarf með Samfylkingu yrði mjög mjög vandasamt af þeirri einföldu ástæðu að Ingibjörg verður ALLTAF að vera aðal. Ef ekki væri fyrir þennan formann ættum við að stökkva á samstarf með Samfylkingu, það yrði farsælt og skemmtilegt fyrir alla frjálshyggða og lynda menn.

--------------------------------------------

Hvað er að gerast svo á Moggabloginu á einum degi hætta 3 af topp tíu vinsælustu blogurunum?

  1. Elly Armannsdottir ellyarmanns.blog.is
  2. Sigmar Guðmundsson           sigmarg.blog.is
  3. Björn Ingi Hrafnsson bingi.blog.is
  4. Pétur Gunnarsson hux.blog.is
  5. Jónína Benediktsdóttir joninaben.blog.is
  6. Stefán Friðrik Stefánsson stebbifr.blog.is
  7. Óli Björn Kárason businessreport.blog.is
  8. Áslaug Ósk Hinriksdóttir aslaugosk.blog.is
  9. Ómar R. Valdimarsson          omarr.blog.is
  10. Guðmundur Magnússon        gudmundurmagnusson.blog.is

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingi Björn Sigurðsson

Í hvaða snöru er ISG? og hvað græðið þið á að hengja hana?

Ingi Björn Sigurðsson, 17.5.2007 kl. 07:16

2 Smámynd: Friðjón R. Friðjónsson

Ef ekki væri fyrir þennan formann ættum við að stökkva á samstarf með Samfylkingu, það yrði farsælt og skemmtilegt fyrir alla frjálshyggða og -lynda menn.

Friðjón R. Friðjónsson, 17.5.2007 kl. 15:17

3 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

kosningarnar búnar.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 17.5.2007 kl. 20:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband