Furðurlegar útstrikanareglur

Til að útskýra aðeins hvernig þetta útstrikana dótarí virkar eins og ég skil það eftir að hafa þjösnast í gegnum kosningalög og skýrslu forsætisráðherra um endurskoðun á kjördæmaskipun og tilhögun kosninga til Alþingis, þá virðist þetta liggja svona:

Þegar úrslit milli flokka eru ljós er búinn til listi fyrir hvert framboð með öllum aðal og varamönnum.

Sem dæmi þá var NV-kjördæmi hjá Sjálfstæðisflokki hann svona:

  1. Sturla Böðvarsson
  2. Einar Kristinn Guðfinnsson
  3. Einar Oddur Kristjánsson
  4. Herdís Þórðardóttir
  5. Guðný Helga Björnsdóttir
  6. Birna Lárusdóttir

Þá eru teknir saman þeir kjörseðlar sem engin breyting hefur verið gerð og efsti maður fær atkvæðatölu sem er jafnhá óbreyttu kjörseðlunum.  D-listinn fékk 5.199 atkvæði og ef 83,3% atkvæða D-lista voru óbreytt þá fær Sturla atkvæðatöluna 4329.  Einar K. fær svo 5/6 af atkvæðatölu Sturlu, Einar Oddur 4/6 af tölu Sturlu og svo koll af kolli.* Þá eru breyttu atkvæðin 870 tekin og skoðuð. Ef þau eru öll útstrikanir á Einar Odd þá félli hann af þingi fyrir Herdís í krafti þessara 870 útstrikana.

Í töflu liti þetta svona út:

5.199

Fjöldi atkvæða

...

Atkvæðatala

.

útstrikanir

Atkvæðatala_II

6/6

5199

Sturla Böðvarsson

..

5/6

4333

Einar Kristinn Guðfinnsson

..

4/6

3466

Einar Oddur Kristjánsson

870

2596

3/6

2600

Herdís Þórðardóttir

..

2/6

1733

Guðný Helga Björnsdóttir

..

1/6

867

Birna Lárusdóttir

..

 

Er það lýðræðislegt? Þeir sem tapa í hatrömmu prófkjöri en eiga kannski harðsnúinn hóp stuðningsmanna, geta með útstrikunum breytt niðurstöðu prófkjörs með tiltölulega auðveldum hætti.

Ef einhver hefði bent Akurnesingum á þetta þá hefði þeim verið í lófa lagið að koma sinni konu inn. Einar Oddur hefði að vísu getað varist þessu nokkuð lengi með því að fá Vestfirðinga til að strika út Herdísi. Er það sem stefnt er að í kosningalögunum, útstrikanastríð? Það má vera að þetta þyki góðar hugmyndir einhverstaðar í Vesturbænum en þyrmið okkur við þessari vitleysu sem fyrst.

Mér tekst bara ekki að sjá lýðræðið í þessu!  Það hafa allskonar spekúlantar komenterað hingað og þangað um blogið að það ætti að virða vilja kjósenda, hvar er hann?

Ég er sannfærður um að þingmenn hafi ekki haft hugmynd um hvað þeir voru að samþykkja á sínum tíma.  Nema Kristinn H. Gunnarsson! Hann benti á að kjósandi sem vill breyta lista hefur fjórfalt vægi á við þann sem kýs listann óbreyttan. En það var ekki hlustað á hann frekar en fyrr eða síðar. (í þetta sinn var úlfur)

Með fullri virðingu fyrir þeim ágæta manni Þorkatli Helgasyni þá er þetta kosningakerfi sem hann hannaði ákaflega sérkennilegt. Síðastliðinn föstudag fór árás Jóhannesar Jónssonar  ekki framhjá neinum og eftir því sem einhverjar sögusagnir segja, þá hafi um 80% kjósenda ákveðið að hafna rógi Jóhannesar. Hvernig má það vera að hinir ráði meiru?

 

*Ef aðal- og varamenn væru fleiri þá breytist hlutfallstalan. Þannig er 1/10 á milli frambjóðenda í RS hjá D-lista og RN hjá S-lista. Hlutfallslega minnst þarf til að breyta röð frambjóðenda hjá Sjálfstæðisflokki í SV-kjördæmi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Í SV kjördæmi væri líka erfiðara að falla útaf þingi nema ef um væri að ræða Ragnheiði Ríkharðs eða einn af þeim í síðustu sætunum. 

Mér finnst hinsvegar sjálfsagt að kjósendur hafi vald til að lýsa vanþóknun sinni á ákveðnum frambjóðendum. Mér sýnist í raun og veru alltof erfitt að gera eitthvað í málinu með útstrikunum því í hvorki Árni né Björn falla útaf þingi þrátt fyrir að býsna stór hluti kjósenda hafi lýst yfir vantrausti á þá félaga. Flokkarnir stilla jú upp sínum framboðslistum með prófkjöri eða á annan hátt og hversvegna eiga kjósendur endilega að þurfa að kokgleypa frambjóðendur flokksins þrátt fyrir að þeim lítist vel á stefnumálin? 5% útstrikanir ættu að færa menn niður um eitt sæti þannig að mönnum sem kjósendur telja að hafi staðið sig illa sé hægt að koma út af þingi. Á Íslandi ríkir lýðræði en ekki flokksræði. 

Guðmundur Ragnar Björnsson, 16.5.2007 kl. 13:11

2 identicon

Það er nefnilega málið Guðmundur að því miður þá ríkir ekki á Íslandi lýðræði, heldur Flokksræði. Það er sama hversu illa stjórnmálamenn klúðra málunum, aldrei eru þeir ábyrgir. Eiginhagsmuna pólitíkin ræður ferðinni. Árni Jónsen, þvílíkt og annað eins, hann veit ekki hvað er að skammast sín. Fyrir utan það náttúrulega að hann sagði að það skipti ekki máli hvort hann hefði verið í fjórða eða fimmta sæti, varðandi útstrikanirnar, og brosti út að eyrum, mér fannst liggja við að hann vildi helst segja f... y..

Þvílík siðblinda í einum manni sem kann ekki einu sinni að reikna v.þ.a. ef hann hefði verið í 4 eða 5 sæti þá hefði hann væntanlega fallið út. Á svona lið eitthvert erindi á hið háa Alþingi Íslendinga???

Vilhjálmur Karl Karlsson (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 14:03

3 Smámynd: Friðjón R. Friðjónsson

Guðmundur þú vilt semsagt að 94% kjósenda flokks geti ekki varið  frambjóðenda frá árás? að 5% ráði meira en hin 95%? Þá væri tilgangslaust að halda prófkjör eða nokkuð forval.

Friðjón R. Friðjónsson, 17.5.2007 kl. 02:11

4 identicon

Hér er ekki rétt reiknað.  Til einföldunar segjum að atkvæði séu 5000, dugi fyrir 3 mönnum, og 20% eða 1000 striki yfir þriðja mann á lista.  Þá fær fyrsti maður 5000 atkvæði og annar 5000*5/6=4167 eins og þú bendir á.  Þriðji maðurinn fær hinsvegar 4000*4/6=2667 þar sem hann fær ekkert fyrir yfirstrikuðu atkvæðin.  Fjórði maður fær nú 4000*3/6 vegna óútskrifuðu atkvæðanna, en einnig fær hann 1000*4/6 vegna yfirstrikuðu atkvæðanna því þar er hann jú í þriðja sæti.  Samtals gera það 2667 atkvæði.  Sjáum því að hér þarf 1000 atkvæði eða 20% til að fella þriðja manninn niður í fjórða sæti.

Jóhann Sigurðsson (IP-tala skráð) 17.5.2007 kl. 11:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband