Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Ég, ég, ég, ég

Ellert Schram hinn nýi þingmaður Samfylkingarinnar er fyndið fyrirbæri. Hann er eini maðurinn sem ég veit um sem hefur birt grein undir fjögurra orða fyrirsögn hvers helmingur var orðið ÉG.

Þessi áhugi Ellerts á sjálfum sér er ekkert nýr af nálinni, umfjöllunarefni hans hefur löngum verið hann sjálfur.  Um Hvítasunnuhelgina birtist í Fréttablaðinu grein Ellerts um Ellert, eins og aðrar greinar höfundar er hún upphafning sjálfsins í tærri mynd. Viðskiptablaðið í gær benti á að ríflega 6% greinarinnar um Hvítasunnuhelgina eru orðið „ég“ og eiginfornöfn. Hann bætti þó aðeins um betur í  sjálfumgleðinni og líkti sér við Jesúm Krist!

elliÞað kemur svo sem ekkert á óvart að til sé Samfylkingarfólk sem vill taka formanninn í guðatölu. Þær raddir höfðu að vísu hljóðnað undanfarinn misseri, en grein Ellerts er kannski vísir að upprisu þess kórs.

Það kemur heldur ekki á óvart að manninn hrjái Messíasarkomplexar, þeir sem kannast við sögu Ellerts innan Sjálfstæðisflokksins þekkja þá hlið. Það vantar þó alveg í grein Ellerts, eftir að hann skilgreindi muninn á sér og frelsaranum, hvað hann sér líkt með sér og Jesúm. Er þetta eini munurinn á þeim eða er fleira sem skilur þá að?

Við bíðum frekari skrifa, vonandi þurfum við ekki að bíða fram á jól.


Sigríður ekki vanhæf - því dæmir Sigrún

Vísir sagði frá því núna áðan að Hæstiréttur hefði hafnað kröfu olíufélaganna um að Sigrún Guðmundsdóttir viki sæti undir fyrirsögninni "Sigríður ekki vanhæf"

Steingrímur Ólafsson dundaði sér lengi við að finna villur sumarstarfsmanna mbl.is, ætli að hann verði jafnnaskur á að finna villurnar á vísi?


Blaðið fyrst með fréttirnar

Umsónarmönnum slúðurdálks Blaðisins, Heyrst hefur, er stundum mislagðar hendur. Í dag er sagt frá því að  Arnar Jensson aðstoðaryfirlögregluþjónn sé að störfum hjá Europol, en það eru ekki nema ca. 8 mánuðir að sagt var frá þessu í Morgunblaðinu. Skúbb er þetta ekki hjá Blaðinu.

Það er líklegast að umsjónarmenn Heyrst hefur hafi verið að vafra um lögregluvefinn og séð þar nokkra daga gamla frétt um að Arnar, Sigurgeir Ó. Sigmundsson, lögreglufulltrúi og Sveinn Ingiberg Magnússon lögreglufulltrúi eru allir við nám eða störf erlendis

...eins og sagt er á lögguvefnum.

Blaðið setur þetta hinsvegar upp í einhvern búning að þetta sé einhver leynifrétt! Heyrst hefur... Eins og þetta sé eitthvað sem rætt er um manna á meðal.

Bah!



Fellur á fyrsta prófi

Það var sorglegt að sjá Einar K Guðfinnsson falla á fyrsta prófi sem lagt var fyrir hann sem landbúnaðarráðherra.

Hann var spurður í viðtali á Stöð 2 um innflutning á landbúnaðarafurðum og það vareins og Guðni væri kominn aftur í stólinn, bara minna fyndinn.

Einar, það er enginn að biðja þig um að "rústa" íslenskum landbúnaði,  bara gefa okkur von um að eitthvað breytist frá samhengislausa ruglinu sem kom frá landbúnaðarráðuneytinu í tíð Guðna.

Það eru til tvennskonar ráðherrar, þeir sem Ráða og þeir sem slyttast í að verða málpípur embættismanna. Ekki verða síðari sortin, þú ert of góður maður til þess.

lamb

 Hér má sjá ára frá Nýja-Sjálandi

Það er ógn og skelfing á Brúnastöðum en við vonum að menn haldi ró sinni í Bolungarvík. 


Vilta (norð)vestrið

Stebbifr hinn kaldhæðni og skapheiti bloggari velti fyrir sér stöðu Sturlu Böðvarssonar og Jóhönnu Sig. um daginn og spáði því að þetta kjörtímabil yrði það síðasta fyrir þau bæði. Hann spáir því reyndar að Sturla hætti fyrr.

En þegar Sturla Böðvarsson lét af embætti samgönguráðherra lét hann hafa eftir sér að hann vissi ekki hvað tæki við 2009 þegar hann léti af embætti forseta alþingis en það yrði eitthvað sem hæfði fyrsta þingmanni norðvesturkjördæmis. Þessi yfirlýsing hefur staðið í mér í nokkra daga.

Það er nefnilega auðvelt að skilja orð Sturlu þannig að hann geri sér vonir um að endurheimta ráðherrastól. Ég held hinsvegar að hann hafi verið að láta vita að það verði  dýrt að koma fyrsta varaþingmanni Sjálfstæðisflokksins í norðvesturkjördæmi á þing.

Það verður áhugavert að sjá hvað það muni kosta og hver gefur eftir.

Hvar eruð veðbankar þegar mann langar að hætta fé til gamans?



Íslensk stundvísi

mai07 031Við grínumst stundum með það við hjónin hvort mæting einhverstaðar sé eftir íslenskri stundvísi eða erlendri. ekki það að við séum stundvís, eiginlega ekki, sérstaklega ekki eftir að fjölgaði í fjölskyldunni.

Ég fékk þessar myndir sendar og söguna á bak við þær um daginn sem áþreifanlega sönnun fyrir íslenskri stundvísi.

mai07 032Þann 11. maí sl. héldu sænsku konungshjónin veislu í ráðhúsinu í Malmö, tilefnið var lok opinberrar heimsóknar þeirra til Danmerkur.  Þarna var allskonar fyrirfólk mætt frá báðum löndum. Eitthvað var ábótavant í skipulagi þannig að sænsku konungshjónin komu ekki til veislunnar fyrr en ríflega heilli klukkustund eftir að boðað var til hennar til að tryggja að allir gestirnir væru komnir. Þegar þau koma til veislunnar er dyrunum lokað. Einhverjum mínútum eftir að konungshjónin komu rennir bifreið upp að dyrunum, kyrfilega merkt með íslensku fánum og þar voru mætt sendiherra Íslands í Danmörku, frú hans og framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar.  Þeim var auðvitað ekki hleypt beint inn og þurftu að húka úti um stund þar til þau fengu að laumast inn í partýið, löngu eftir að boðið var til þess.

Íslensk stundvísi er ekki til fyrirmyndar.


mai07 034b

Uppfært-
Mér var réttilega bent á að Svavar er ekki lengur sendiherra í Svíþjóð heldur er hann sendiherra í Danmörku.


Af hverju Bandaríkin eru stórveldi en Ísland ekki...

er bara spurning um stærfræði. Þeir kunna hana við ekki.
Skýrasta dæmið er að ég fæ jafnmörg puslubrauð og pulsur út í búð.

Góðir punktar hjá "hægri" stjórninni

Sáttmálinn lítur ágætlega út, þetta eru helstu puntkarnir sem ég tók eftir við fyrstu yfirferð:
  • Stefnt skal að frekari lækkun skatta á einstaklinga á kjörtímabilinu
  • Á kjörtímabilinu verður leitað leiða til að lækka frekar skatta á fyrirtæki
  • Stimpilgjald í fasteignaviðskiptum verði afnumið á kjörtímabilinu þegar aðstæður á fasteignamarkaði leyfa.
  • Verkaskipting ráðuneyta verði endurskipulögð
  • Unnið verði að endurskoðun landbúnaðarkerfisins með það fyrir augum að auka frelsi, bæta stöðu bænda og lækka verð til neytenda
  • Ráðdeild og varfærni í fjármálum hins opinbera er höfuðnauðsyn
  • Trúfélögum verði veitt heimild til að staðfesta samvist samkynhneigðra.
  • Stefnt skal að auknu faglegu og rekstrarlegu sjálfstæði skóla og minni miðstýringu.
  • Skapað verði svigrúm til fjölbreytilegri rekstrarforma í heilbrigðisþjónustu, m.a. með útboðum og þjónustusamningum
Fyrirvarinn við stimpilgjaldsafnáminu mætti missa sín, annars er þetta gott, vonum bara að þau vinni eftir þessu en ekki upphlaupum í einstaka ráðherrum.



Á þing fyrir CV-ið?



Fyndið, ég hélt að stjórnmálaþátttaka snérist um eitthvað annað en ferilskránna.  

Það er greinilega aðalmálið að fá fleiri konur á þing.


Það veit á gott

að viðskiptaráðherrann nýji hafi sagt fyrir nokkrum mánuðum:
Ríkisrekstur á að heyra sögunni til á samkeppnismarkaði

Það veður hinsvegar áhugavert að fá að vita hvað breytingarnar á viðskiptaráðuneytinu muni kosta til að koma fyrir skrifstofum fyrir hann og aðstoðarmanninn.




Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband