Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Miðvikudagur, 14. júní 2006
Þegar menn eru klikkaðir...
þá lesa menn fundargerðir borgarstjórnar.
Það var margt áhugavert sem gerðist þennan fyrsta fund nýja meirihlutans. Eftir fundinn blés Dagur BE um að hallað sé á konur. Maðurinn sem felldi þriðju konuna í borgarstjórnarstólnum úr sæti sínu.
Það er eitt spaugilegt í ályktun Dags, hann segir:
Og svo verður það fróðlegt að sjá hvort að eina konan sem slapp inn í stjórn fyrirtækis, Þorbjörg Helga hjá Strætó, verði gerð að stjórnarformanni þess fyrirtækis. Meirihlutinn hefur fært jafnréttisbaráttuna aftur um áratugi.
En í upplýsingum um téða stjórn á vef Reykjavíkur segir:
Formennska skiptist milli aðildarsveitarfélaganna.
Fráfarandi formaður er Anna Kristinsdóttir fulltrúi borgarinnar, er þá ekki ljóst að stjórnarformennskan fari til annars sveitarfélags? Ætli að Dagur blási um ójafnrétti ef Guðmundur Rúnar Árnason verður stjórnarformaður? Guðmundur er nefnilega karlmaður úr Hafnarfirði og er fulltrúi Samfylkingarinnar í stjórn Strætó bs.
Sjáum til.Stjórnmál og samfélag | Breytt 15.6.2006 kl. 01:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 6. júní 2006
Bíll óskast - brú til sölu!
Föstudagur, 2. júní 2006
Hvar er vinstri sveiflan II?
Gerði ítarlegri samanrtekt á vinstir sveiflu dellunni og bað vini mína á íhald.is að birta.
Þar kemur enn betur í ljós að þessi vinstri sveiflu hugmynd er fullkomið bull. Í því skyni má líka vísa til samantektar Svanborgar Sigmarsdóttur í Fréttablaðinu - Hugað að þingkosningum Pdf-skjal 1.3MB
Gleðilega nýja Reykjavík
Sunnudagur, 28. maí 2006
Hvar er vinstri sveiflan???
NFS er búinn að hamast á því í allan dag að úrslit kosninganna sýna vinstri sveiflu. Ég er ekki hlutlaus en ég sé hana bara ekki. Ef maður skoðar niðurstöðurnar úr 10 stærstu sveitarfélögunum þá kemur í ljós mikil sveifla frá framsókn og til vinstri grænna. Annað ekki. Samfylking bætir við sig einum manni, Sjallar tveim, frjálslyndir einum.
B | D | F | S | V | |
Reykjavíkurborg | -1 | 1 | 0 | 0 | 0 |
Kópavogsbær | -2 | 0 | 0 | 1 | 1 |
Hafnarfjarðarkaupstaður | 0 | -2 | 0 | 1 | 1 |
Akureyrarkaupstaður | -2 | 0 | 0 | 2 | 1 |
Reykjanesbær | 0 | 1 | 0 | -1 | 0 |
Garðabær | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Mosfellsbær | -1 | -1 | 0 | 1 | 1 |
Sveitarfélagið Árborg | -1 | 2 | 0 | -2 | 1 |
Akraneskaupstaður | -1 | 0 | 1 | -1 | 1 |
Seltjarnarneskaupstaður | 0 | 1 | 0 | 0 | 0 |
-8 | 2 | 1 | 1 | 6 |
Tölurnar stemma ekki fullkomlega þar sem í töfluna vantar manninn sem L-listinn tapaði á Akureyri og ég treysti mér ekki til að áætla úr hvaða flokki maðurinn sem Neslistinn tapaði er.
Hverjar eru skýringarnar? Framsókn er í tómu rugli á landsvísu og vinstri grænir sem voru ekki tilbúnir í leikinn fyrir 4 árum mættu núna og uppskáru.
Föstudagur, 19. maí 2006
Bróðirinn og bestu vinirnir
Það er komið nýtt vefrit um stjórnmál: www.punkturinn.is. Þetta vefrit hefur einn tilgang, að hreyta fúllyndum ónotum í Sjálfstæðisflokkinn. Sumum finnst þetta brjálæðislega fyndið, ég veit að þessir drengir geta verið fyndari. Fyndast er samt þegar maður skoðar hverjir sitja í ristjórn vefritsins, hana skipa:
- Gauti B. Eggertsson (bróðir Dags Bergþórusonar)
- Guðmundur Steingrímsson (Vinur Dags og náinn ráðgjafi um árabil)
- Kristján Guy Burgess (Vinur Dags og náinn ráðgjafi um árabil)
- Örn Úlfar Sævarsson. (Vinur Dags og helsti PR ráðgjafi hans)
Allt fínir strákar, en kræst þeir eiga allir að geta skrifað betur en þetta:
Kona sem ritstjórn rakst á í búð stakk upp á því að líklega ætti að breyta merki flokksins úr hinum fullynda fálka í einhvað mjúkt og sætt, kannski bleikan bangsa?
Síðan heldur punkturinn áfram:
Þessi sérstæða þróun, sem er líklega einstæð í íslenskri stjórnmálasögu, er líklega best líst[sic] með litlu dæmi.
Bróðirinn hlýtur eiginlega að halda á pennanum þarna. Því ég er veit að hinir þrír eru ritfærari en þessi punktur ber vitni.
Heitstrenging:
Ef Púnkturinn lifir í sex mánuði eftir að Sigrún Elsa er orðin að fyrsta varaborgarfulltrúa Samfylkingarinnar þá skal ég éta hatt Hallgríms Helgasonar!
Stjórnmál og samfélag | Breytt 20.5.2006 kl. 13:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 12. maí 2006
Færri bílastæði!!
Þessa frétt á forsíðu Blaðsins vantaði myndskreytingu til að setja hlutina í samhengi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 10. maí 2006
Vatnsmýri fyrir lest.
Mér finnst það skrítið í allri umræðunni um flutning innanlandsflugsins skuli enginn hafa bent á það að við vorum að auka kostnað okkar við flugrekstur um 1400 milljónir á ári. Með yfirtökunni á Keflavíkurflugvelli þá hækkaði reikningurinn um þessa upphæð. Það er einsog þessar 1400 milljónir árlega skipti bara engu máli? Auðvitað þarf að taka tillit til þeirrar upphæðar þegar við erum að ræða þessi mál.
Ef landið í Vatnsmýrinni er 25 milljarða virði og það má taka þann pening og búa til flugvöll á Lönguskerjum, hvers vegna má ekki taka þann pening og búa til lestartengingu milli Reykjavíkur Keflavíkur og jafnvel upp á Skaga eða Borgarnes? Lestin átti að kosta ca. 25 milljarða, en gæti staðið undir sér á tilits til fjármögnunarkostnaðar. Fjármögnunarskostnaður er coveraður með Vatmýrinni. Það gefur auga leið að til lengri tíma litið hlýtur að vera ódýrara að reka einn völl frekar en tvo. Sérstaklega þegar það er haft í huga að um annan þeirra fara allt upp í 500 manns á dag!
Mér finnst það vera "No-brainer" að flugið fari allt til Keflavíkur. Enda sigrum við að lokum,við Vatnsmýrarvinir, þegar maður skoðar hvernig stuðningur og andstaða við flugvöllinn skiptist eftir aldri þá eru algjör skipti milli eldri og yngri kynslóða. Tíminn vinnur með okkur.
Reyndar á auðvitað að selja Vatnsmýrina og lækka skuldir borgarinnar um 25 milljarða á einu bretti. Síðan ætti að huga að lestinni. En það gerist auðvitað aldrei. Sjórnmálamenn hugsa mikið frekar eins og iðnaðarráðherra þegar hún sagðist hlakka til að eyða þessum peningum. Það eru jól hjá pólitíkusum þegar þeir fá að sóa peningunum okkar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 3. maí 2006
Myrtir í átökum við lögreglu?
Eitthvað er blessaður mogginn að rugla núna. Þegar fréttin er lesin þá sér maður að þessir óheppnu talibanar létust í átökum við lögreglu. Án þess að vera viss um lögmæti aðgerða lögreglunnar þá er ég nokkuð viss um að morð hafi ekki átt sér stað þarna.
Þetta er bara spurning um skilning á málinu ylhýra. Verra þegar fólk sem vinnur við að skrifa fréttir skortir hann.
Annars las ég á hinum netfréttamiðlunum eitt besta dæmi um copy/paste fréttamennsku í langa tíð.
Í fréttinni af ráðningu Þórólfs Árnasonar sem forstjóra Skýrr segir:
Skýrr hf. er eitt stærsta fyrirtæki landsins á sviði upplýsingatækni, með 200 starfsmenn og liðlega 2.200 kröfuharða viðskiptavini.
Enginn maður með nokkra sjálfsvirðingu myndi skrifa svona frétt. Þetta er svo augljóslega afritað og límt úr fréttatilkynningu frá Skýrr. Mér dettur ekki einu sinni að skrifa svona vitleysu þegar ég skrifa fréttatilkynningar því ég hef gert ráð fyrir því að viðkomandi fjölmiðill myndi frekar krukka í textanum ef hann væri svona vitlaus. En það er ljóst að allt rennur í gegn á sumum miðlum.
--------------
Ég sé það á færslulistanum að ég hef breytt eftir á hverri einustu færslu. Ég gleymi alltaf að flokka og svo vantar staf í orð eða eitthvað álíka. Ekkert sinister, enda ekki slík skrif á ferli hér.
![]() |
Fjórir talibanar létust í átökum við lögreglu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 1. maí 2006
Tintin au pays des Soviets
Af hverju var Tinni í Sovétinu aldrei þýddur á íslensku?
Allar Tinna bækurnar nema þessi eina voru þýddar á íslensku á árunum 1972-1977.
Samsæri kommúnista. Þá mátti ekki tala of illa um Sovétið. Sérstakleg ekki í bókum sem ætlaðar voru börnum.
Tónlist fyrir börn hinsvegar mátti vera pólitísk. Eniga meniga hrekkjusvín osvfr.
Núna snýst innrætingin um ávexti og hreyfingu, vonandi verður þeim meira ágengt til lengri tíma litið en kommunum sem ætluðu að breyta heiminum með því að heilaþvo kynslóðina mína.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)