Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Föstudagur, 22. september 2006
Atli Gíslason hrl.
Ég veit ekki alveg hvað er með þann mann. Í frétt FBl í morgun þar sem fjallað er um meint og mögulega hryðjuverkamenn kemur hann með skrítnustu kenningu dagsins.
"Atli Gíslason hrl. segir að almenningur sé virkastur til eftirlits með málum af þessu tagi og engin þörf sé fyrir sérstaka öryggisdeild."
Hann var gestur í Pressuni í sumar ásamt mér þar sem hann hélt því fram að 11. september hefðu verið viðbrögð við árásarstríði Bandaríkjanna í Afganistan! Atli hefur einfalda sýn, allt er Bandaríkjamönnum að kenna, alltaf og allir þeir sem ljá máls á aukinni löggæslu og öryggismálum eru fasistar.
Ef við útvíkkum tilvitnaða kenningu Atla þá er engin þörf á lögreglu heldur, því almenningur er virkastur til eftirlits. Það er kannski þannig í hugarheim Atla að best er almenningur fylgist alltaf með öllu. En ég vil frekar að sérþjálfað fólk gæti öryggis. Ég held reyndar að þetta sé allt rökrétt hjá lögmanninum, stjórnmálin sem hann stundar eru svona öfundarpólitík sem byggist á því að passa alltaf að næsti maður sé örugglega ekki með meira en hinn. Þegar maður eyðir ævinni í að fylgjast með nágrönnunum þá er skrefið yfir í öryggisgæslu almmennings ekki langt.
Kannski er Atli bara gluggagægir?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 22. september 2006
Ansans ári
Fyrsti aðalfundur Hd. í áraraðir sem ég mæti ekki á og hann er sá langfjölmennasti. Um leið og ég hætti í félaginu þá flykkist að fólk. Eru þetta skilaboð?
Ég vonaði að Heiðrún hefði þetta, þekki hana vel og finnst mikið til koma. 690 atkvæði er góður árangur, fyrir 4 árum var mikill fundur haldinn þar sem manni fannst nóg um þar mættu í heildina rúmlega 700 manns. En þetta dugði ekki til.
Erla Ósk sem vann slaginn er ágæt, hún hefur starfað lengi meðal ungra Sjálfstæðismanna og ég hef mjög lítið upp á hana að klaga, finnst helst hún ekki vönd að vinum en það er smekksatriði.
Þetta var vonandi síðasti Hd. slagurinn sem ég hef einhver afskipti af. Sjáum til.
![]() |
Erla Ósk kjörin formaður Heimdallar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 18. september 2006
sækist líka eftir eftir örðu sætinu
Ég held að það þurfi að skoða eitthvað meira hjá NFS en reksturinn. Þessi frétt á visi punkt is er mögnuð.
Sækist eftir 2. sæti
Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður, sem skipar sjötta sæti Sjálfstæðismanna í Reykjavík, ætlar að sækjast eftir öðru sæti á listanum[öðru en hann var í, já], fyrir þingkosningarnar í vor. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra, sem verið hefur í þriðja sæti, sækist líka eftir eftir örðu sætinu, þar sem Davíð Oddsson er ekki lengur í fyrsta sæti og Geir H. Haarde hefur flust upp í það. Ríkissjónvarpið greindi frá áformum Guðlaugs í gærkvöldi og í farmhaldi af því segir Björn á heimasíðu sinni að það sé engin nýlunda að fleiri sækist eftir sama sæti og hann í prófkjöri. Hinsvegar hafi hann ekki boðið sig fram gegn neinum samflokksmanna sinna, enda telji hann samstöðu innan flokka best fallna til sigurs.
Skítt með óskammfeilni frambjóðandans, vanþekking blaðamannsins á íslensku máli og stafsetningu er sláandi.
Þessi frétt varpar auðvitað ljósi á það afhverju Gulli Þór varð að fá stjórnarformennsku í Orkuveitunni, þótt ekki væri í nema eitt ár. Hann er núna búinn að gefa 100 milljóninr af okkar peningum í háskólasjóð, því til viðbótar er búið að lofa hálfu prósenti af tekjum OR árlega. Skítt með hlutverk Orkuveitunnar, það er prófkjör og þetta er gott fyrir ímyndina. Ég verð að vona að árið klárist hratt og hann komist ekki í stærri sjóði síðar. Við höfum ekki efni á því. Það var gott að losna við Alfreð, verra að fá í staðinn Gulfreð.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.10.2006 kl. 13:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Miðvikudagur, 13. september 2006
Tilviljun?
Inni á fyrri myndinni er starfsmaður markaðssviðs Landsbankans í framboði. Á þeirri síðari eru afurðir sama markaðssviðs. Er það tilviljun að settið er alveg eins? Kannski, kannski ekki. Maður veit ekki.
Kannski á maður ekki að benda á svona tilviljanir, þetta verður örugglega flokkað sem skítkast eða eitthvað álíka. A.m.k. mjög ómálefnalegt.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 14.9.2006 kl. 00:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 12. september 2006
Ljómandi gott framboð og flott heimasíða
og svo vonum við að eftirspurnin verði í samræmi við gott framboð. Heimasíðan er flott. www.dallurinn .is.
Mér líst mjög vel á Heiðrúnu hún er frábær. Ákkúrat manneskjan til að rífa dallinn upp úr þeim doða og áhugaleysi sem hefur einkennt félagið undanfarið ár.
![]() |
Heiðrún Lind gefur kost á sér til formennsku í Heimdalli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 8. ágúst 2006
920 ljósmyndir teknar úr grunni Reuters
Allar 920 ljósmyndir líbanska ljósmyndarans Adnan Hajj hafa verið teknar úr gagnagrunni Reuters eftir að upp komst að hann falsaði amk. tvær myndir teknar nýlega í Líbanon.
Eftir að upp komst um fyrri föslunina gaf Hajj þá skýringu að hann hafi verið að hreinsa rykkorn úr myndinni við slæmar aðstæður og óvart fjöfaldað reykstróka.
Það er erfitt að skilja tilganginn með þessu photoshop fúski. Hajj hefur verið orðinn svo sannfærður að hann þurfi að sýna aðgerðir Ísraelsmanna í versta mögulega ljósi að það er rökrétt afleiðing að efast um allt sem frá honum kom og í raun er erfitt að treysta ljósmyndum.
Hajj átti líka myndir frá Qana sem hafa verið gagnrýndar, ekki að það sé trú manna að þær séu falsaðar, frekar að þar sé verið að ráðskast með heimspressuna. Það má skoða samantekt hér.
Maður hefði haldið að það sé nógu mikið í gangi þarna suðurfrá að menn þurfi ekki að grípa til svona bragða.
Eins og blogarinn að Bjórá 49 kommentaði á síðustu færslu:
Partur af stríði er gjarna baráttan um "hugi og hjörtu" heimsbyggðarinnar, þar eru og hafa verið notuð ýmis vopn
Það er verra þegar upplýsingalindin menguð. Hvar á að finna sannleikann?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 7. ágúst 2006
Lítið um leiðréttingar í íslenskum fjölmiðlum
Í morgun var sagt frá því víða að 40 líbanir að minnsta kosti féllu í loftárás á þorpið Hula í S-Líbanon (frétt mbl segir þorpið í S-Ísrael!) Það hefur mun minna farið fyrir leiðréttingu forsærisráðherra Líbanon þar sem tala fallina er lækkuð úr 40 í 1!
Það er mjög áberandi hvernig að fréttaflutningur íslenskra fjölmiðla er nánast algerlega einhliða.
Það hefur t.d. ekkert verið minnst á mál Adnan Hajj sem er líbanskur ljósmyndari sem vann fyrir Reuters þar til um helgina. Hajj breytti myndum sem birtust hjá Reuters. Hann bætti inn reyk á mynd til að láta hana líta ut fyrir að gefa mynd af meiri eyðileggingu. Til viðbótar hefur Reuters lýst yfir að Hajj hafi falsað aðra mynd. Þá hefur verið efast um fleiri myndir frá honum, sjá hér.
Ég er ekki að halda því fram að allar gjörðir Ísraela eru réttlætanlegar en það er óþolandi að þurfa alltaf að leita út fyrir landsteinanna í leit að fréttum sem eru ekki með hið einhliða sjónarhorn allt sem Ísrael gerir sé sprottið af illum hvötum.
![]() |
Tugir látnir eftir loftárásir Ísraelsmanna í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 23. júlí 2006
Senator Oklahoma og ég
Fyrirsögnin gæti verið samin af Ellert Schran, en tilefnið er blogg Freedomfries um Tom Coburn þar sem minnst er á undirritaðan.
Freedomfries er blogg sem ég reyni að lesa reglulega, þar sem fjallað er á öfgalausan hátt um bandarísk stjórnmál. Þar er ekki dottið í þann leiða pott að stilla öllu upp eins og um fótboltalið sé að ræða, demókratar góðir, repúblikanar vondir eða öfugt. Mogginn er með verstu sökudólgunum í þessari umfjöllunarhefð, já og spekingar Egils Helgasonar sem stundum koma af ritstjórn Morgunblaðsins. Það er stundum þannig þegar fjallað er um bandarísk stjórnmál af ritstjórn moggans að vanþekkingin og fordómarnir verða hrópandi. Staksteinar fyrir tíu dögum eru ágætt dæmi:
hvergi eru samskipti fólks jafn yfirborðsleg og innihaldslaus og einmitt í Bandaríkjunum.
Leiðari Moggans 20. maí 2006 þar sem því var haldið fram að full ástæða væri til að óttast um öryggi Hillary Clinton vegna óvinsælda hennar hjá hægri mönnum, er annað tilvik.
Ég er ekki sammála öllu því sem kartöflubóndinn segir en þar er talað af þekkingu um bandarísk stjórnmál, nokkuð sem ritstjórn blaðs allra landsmanna tekst furðu oft að sneiða hjá.
Sunnudagur, 16. júlí 2006
Ég fullyrði að ég er ekki á leið í framboð
Fullyrðing núverandi formanns Samfylkingarinnar á kosninganótt 2002 um að hún væri ekki á leið í framboð er milljóna virði. Það er sjaldan sem stjórnmálamaður er nappaður svona skemmtilega.
Það er ágætt að muna þetta þegar trúverðugleiki og orðheldni formanns Samfylkingarinnar verður til umræðu á koamndi vetri.
Hlusta hér á framboðsyfirlýsinguna
Miðvikudagur, 5. júlí 2006
Pundit
Álitsgjafinn var í þætti Róberts Marshall, Pressan á sunnudag.
Við töluðum um betri réttarstöðu samkynhneigðra, skoðanakönnun vikunnar, þjóðaröryggi og skýrslu Dr. Bracke um hryðjuverkavarnir. Með mér voru Atli Gíslason, Einar Karl Haraldsson og Hrafnhildur Gunnarsdóttir.
Ég er búinn að ræða við áhorfendurnar og öll fjögur voru sátt við frammistöðuna.
Mér fannst framlag Atla Gíslasonar vera nokkuð merkilegt þegar hann hélt því fram að árásirnar á WTC 11. sept. hefðu verið stríðinu í Afganistan að kenna! Það er ákveðinn tímalapsus í þessari kenningu eins og ég benti á í þættinum. Þá fannst mér vera ákveðinn söknuður í orðum talsmanns kvenfrelsis og jafnréttis yfir örlögum talibanastjórnarinnar.