Svo vitnað sé til orða spunadoktorsins fyrrverandi: Þegar stórt er spurt...
Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Miðvikudagur, 3. janúar 2007
skoðanafrelsið
Það eru merkileg lög sem skylda alla þá þiggja laun frá hinu opinbera til að hvetja til jákvæðra samskipta kynþátta.
Það er líka merkilegt að nornaveiðarnar hjá vinstri mönnunum hjá The Guardian séu svo osfafengnar að þeir heimti brottrekstur ballerínu sem styður BNP. En svona eru lögin sjúk þarna úti. Ef ég man rétt þá er opinberum starfsmönnum líka bannað að fara í framboð fyrir BNP.
BNP er ógeðslegur flokkur en fjandinn hafi það, þetta er bullandi skoðanakúgun. En maður getur svo sem alltaf átt von á þessu frá hinni vel meinandi pólitísku rétttrúnaðarkirkju.
Hér má ekki tala um tóbak án þess að minnast á að það drepur. Þetta bragðmikla og ljúfa tóbak getur valdið getuleysi. Svo má ekki sjást í þetta þannig að ég er líklega að brjóta lög með þessari myndbirtingu.
Leyfir mogginn þetta?
![]() |
Hvatt til uppsagnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 2. janúar 2007
Best og vest...
það er ágæt naflaskoðun að líta yfir liðið ár og lengra aftur í einhverjum tilvikum.
Best allra var að eignast aðra gullfallega dóttur. Ég verð í svitabaði og ekki viðræðhæfur eftir 14 ár eða svo en þangað til ætla ég að njóta.
Best í pólitík:
- Sjálfstæðismenn í meirihluta í Reykjavík
- Skattalækkanir samþykktar
- Lög nr. 98/2006 (skylda sveitarfélög til að greiða til einkarekinna skóla)
- Dagur Bergþóruson er ekki borgarstjóri.
- Moggablogið er það besta sem hefur sem sést hefur í pólitískri umræðu í langan tíma. Einstaklingskverúlans er það sem koma skal, hópkverúlans eins vefrit er búið spil.
Verst í pólitík
- Ríkið er fáránlega feitt, stórt og stækkandi.
- Ríkið er fáránlegt forsjárhyggju fyrirbæri.
- Vörugjöld eru enn til.
- Vín og bjór er enn ekki selt annarstaðar en í ÁTVR (Fjármálaráðuneytið virðist valda viti bornum mönnum heilaskaða í þessum málaflokki)
- Vissa Sjálfstæðisflokksins um að hann verði að eilífu í ríkisstjórn og því nægur tími til að gera hlutina.
kómík:
- Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík beið afhroð í sveitarstjórnarkosningunum 2002 með 27.516 atkvæði en vann sigur 2006 með 27.823 atkvæði
- Sister Act IV fór í framleiðslu og kom út á árinu.
- Harmkvæli yfir útlendingalögunum frá 2004 heyrðust lítið á árinu, mörgum finnst að harðar eigi að taka á málum, hvað væri Frjálslyndi flokkurinn stór ef gengið hefði verið að öllum kröfum Deiglunnar?
Versti dagurinn
- 15. mars. Kaninn gerði mistök, viðbrögð ráðamanna voru meira í líkingu við það sem skaupið sýndi en það maður vonaði að yrði.
Skaupið
- Besta skaup í nokkur ár. Húmorinn beittur og mjög vandaður. Fyrsta skaup sem mig langar til að sjá aftur. Fyrir þetta verð ég kjöldreginn!
Skrítnasta aðdáun ársins
- Virðingarvottur Sverris Jakobssonar til Saddams Hússeins :(orðrétt frá sj, uppsetning frá mér)
En Saddam Hussein þarf ekki að gjalda fyrir glæpi sína heldur vegna óhlýðni við sína fyrrum húsbændur.
Hann gerði þau mistök að steypa einræðisstjórninni í Kuweit og þrjóskaðist við að hlýða Bandaríkjunum og yfirgefa olíuríkið.
Hann neitaði að vægja fyrir Bandaríkjastjórn á meðan þjóð hans var svelt í hel 1991-2003 og viðskiptabannið sem sett var að undirlagi Bandaríkjanna kostaði rúmlega milljón manns lífið.
Hann neitaði að viðurkenna að hann ætti gereyðingarvopn, enda var það rétt hjá honum en fullyrðingar Bandaríkjastjórnar um hið gagnstæða hreinræktuð lygi.
- Sverrir kýs alveg að sleppa öllum óþægilegum staðreyndum um vin sinn Saddam sem gæti haft eitthvað með það að gera að samborgarar hans vildu senda hann neðra. Einhverjum írökum er kannski eitthvað uppsigað við Saddam eftir morð, pyntingar og þjóðarmorð í rúmlega 20 ár? Kannski eru þeir allir South Park aðdáendur? Nei það er líklegast að þessu sé öllu fjarstýrt af manninum sem sj og vinir telja of heimskan til að geta tuggið og andað í sömu andránni.
Það þarf skrítið innvols í toppstykkinu til að kalla Saddam Hussein fórnarlamb.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Fimmtudagur, 28. desember 2006
Plexus Consulting
Moggin sagði frá störfum Plexus Consulting fyrir lýðveldið á forsíðu blaðsins í aðfangadagsblaðinu og Pétur "hux" Gunnarsson fjallaði um fréttina í færslu.
Mér fannst við lestu greinarinnar í mbl eins og það væri verið að gera starf Plexus tortryggilegt. Ég velti því hinsvegar fyrir mér hvort þetta sé ekki kjörin leið til að vinna að hagsmunum lands og þjóðar. Hver ætli að sé kostnaður við sendiráðsstarfmann? Með launum, kostnaði uppbótum og tilheyrandi þá er hann ábyggilega hátt í milljón á mánuði ef ekki meira. Ef við erum ekki ánægð þá er minna mál að segja upp þessari þjónustu en ríkisstarfsmanninum.
Ég hef heimsótt Plexus Consulting, fór þangað fyrir nokkrum árum með vini mínum þegar við vorum á ferð í DC. við vorum að dunda okkur við að skoða hin ýmsu pólitísku fyrirbæri sem nóg er af í DC.
Þessi félagi minn var í nokkuð miklum samskiptum við Jón Hákon Magnússon og við heimsóttum Plexus fyrir hans milligöngu. Fyrirtækið kom mér fyrir sjónir sem ákaflega "pró" fyrirtæki þar sem menn voru að ná mjög vel utan um það sem þeir voru að gera. Ég get ekki sagt að sendiráðið hafi komið mér eins fyrir sjónir. Mér fannst það fámennt miðað við mikilvægi, varnarviðræður í sjónmáli en manni virtist enginn sérstakur viðbúnaður, þáverandi sendiherra kom mér fyrir sjónir sem gamaldags embættismaður sem hafði meiri áhuga á hinum formlega þætti (les. boðunum og "minglinu") en að sýna frumkvæði til að tryggja hagsmuni lands og þjóðar. annað starfsólk sem ég hitti virkaði áhugasamt en ofhlaðið verkefnum.
Ég er viss um að annar bragur sé á málum nú þar vestra, en ég held að ráðstöfun sjávarútvegsráðuneytisins sé vænleg til árangurs.
Ég held reyndar að uppslátturinn á greininni um Plexus sé hluti af einelti sem sjávarútvegsráðherra er lagður í af ákveðnu vinstri sinnuðu menningarriti.
----------------------
Að lokum legg ég til að menn sleppi ýlum og handblysum alfarið nú um áramótin og styrki Harald Hannes í baráttunni við að ná heilsu.
Reikningurinn sem stofnaður hefur verið í nafni Haraldar er með númerið 1150-26-26600, kt. 070970-4229.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 25. desember 2006
Jóla jól
Prinsessurnar voru næstum drukknaðar gjöfum frá öfum, ömmum og öðrum vandamönnum.
Þær og við óskum öllum gleðilegra jóla.
Hér til hliðar er sönnun þess að kverúlantaíhaldspúngar gera stundum eitthvað rétt. Eða sönnun náttúruvals um hvernig gen móður eru sterkari.
Föstudagur, 22. desember 2006
Seinheppinn Stefán
Fyrir stuttu síðan birtist í vefritinu stjórnmál og Stjórnsýsla grein Stefáns Ólafssonar Aukinn ójöfnuður á Íslandi - Áhrif stjórnmála og markaðar í fjölþjóðlegum samanburði í útdrætti greinarinnar er meginniðurstaðan sú:
Ef skattleysismörk munu ekki fylgja launavísitölu á næstu árum má að öðru óbreyttu búast við að enn lengra verði gengið í ofangreinda átt, til aukins ójafnaðar í tekjuskiptingunni á Íslandi.
Síðastliðinn sunnudag birtist svo í Fréttablaðinu nokkuð áberandi frétt á síðu 6 undir fyrirsögninni "Lágtekjufólk dregst aftur úr" Þar voru kynntar niðurstöður Stefáns Ólafssonar, prófessors við félagsvísindadeild Háskóla Íslands, í nýrri rannsókn sem byggir á fjölþættum gögnum frá Hagstofu Íslands, ríkisskattstjóra, Þjóðhagsstofnun og Hagfræðistofnun Háskóla Íslands, auk erlendra samanburðargagna. Aftur var því haldið fram að ef skattleysismörk fylgi ekki launavísitölu þá stefni allt í óefni.
Nú hefur alþingi samþykkt breytingu á lögum um tekjuskatt þar sem persónuafslátturinn er hækkaður um 14% og bundin vísitölu neysluverðs. Þess er þó í engu getið í grein Stefáns eða Fréttablaðsins. Er þetta bara seinheppni Stefáns að birta grein með þessari niðurstöðu, nokkrum dögum eftir að broddurinn var tekinn úr hans málflutningi. Eða hvað?
Hvað gengur Stefáni til? Er hann í pólitískum leik þar sem sannleikurinn skiptir ekki máli, bara áróðurinn? Hvenær mun Stefán Ólafsson fagna vístölubindingu persónuafsláttarinns, eins og hann hefur barist fyrir á pólitískum vettvangi? Er hann að bíða eftir ordru frá 9. þingmanni Reykjavíkurkjördæmis norður? Getur hann ekki gefið "fræðilegt" álit fyrr? Er hann kannski bara prófessor Samfylkingarinnar?
Fimmtudagur, 21. desember 2006
Ég er með það
Það hafa margir orðið til að kvarta yfir dreifingu Blaðsins m.a. fyrrv. ritstjóri og er dreifingin einn þáttur í atburðarásinni makalausu þar sem -sme var vísað á dyr í Hádegismóum.
Talandi um ritstjórann fyrrverandi þá er ég aldrei þessu vant sammála honum þegar hann hælir Sigríði Björk Guðjónsdóttir, nýskipuðum aðstoðarríkislögreglustjóra í hástert . -sme segir hana víðsýna og glögga manneskju og tali um lögreglu, rannsóknir, glæpi, samstarf lögreglu við einstaklinga og fjölmiðla af þekkingu og yfirsýn, sme segist hafa orðið dolfallinn.
Ég er sammála sme að því leyti að Sigríður á eftir að vera til fyrirmyndar hjá embættinu. Ríkislögreglustjóri nýtur ekki sannmælis hjá honum frekar en endranær en ég held að þegar fram í sækir verður litið á skipun Sigríðar sem ákveðin straumhvörf í umfjöllun um embættið.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 19. desember 2006
Er ég einn
um það að finnast það fyndið þegar Guðmundur Steingrímsson skrifar þessa setningu?
Ég er nú svo gamall að ég man eftir manni sem fullkomnaði þennan leik og varð vinsælastur stjórnmálamanna á Íslandi fyrir vikið.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 18. desember 2006
Að klappa sjálfum sér.
Annar hver bloggari fjalla nú um mann ársins hjá Time "borgara hins stafræna lýðveldis", sumir taka þetta til sín í léttum dúr eins og á að gera. Ég var að velta því fyrir mér í dag þegar ég entist í örfáar mínútur yfir góli Kristrúnar Heimisdóttur í Silfrinu hve úrsérgengið þetta spjallþáttaform er. Kannski er Silfrið bara úr sér gengið, því ég get horft nánast endalaust á sambærilega þætti þegar ég er úti, þá skiptir ekki máli hvort það er CNN, NBC, Fox eða PBS.
Til að fylgjast með íslenskri pólitík í dag þá les maður blog.is, svo einfalt er það. ég renni yfir tenglana hér til hliðar og skoða nú orðið nokkur blog í viðbót.
Þessi þáttur hans Egils er svo fyrirsjáanlegur að ég nenni ekki að horfa, netið bjargar manni því þá er hægt að spóla í gegnum þáttinn.
Síðasti þáttur Egils var svona:
- Gamall krati með pistil sem yfirleitt felur pólitískar skoðanir sínar á bak eitthvað tilbúið "hlutleysi" og kaldhæðni.
- 4 pólitíkusar, flestir uppteknir af því að "skora stig"
- Gamall krati sem felur pólitík sína á baki við "fræðimennsku" en getur ekki falið biturð sína yfir því að vera ekki Seðlabankastjóri.
- Gamall kall sem er orðinn að krata því þeir voru þeir einu sem voru til í að veita honum athygli.
- Áhugavert spjall við tvær konur um bækur sem eru að gefa út mjög áhugaverðar bækur, en þær fengu engan veginn nægan tíma til að gefa þeim góð skil.
Seimó seimó.
Þessu tengt, er ekki soldið fyndið að 3 af 4 upphafsstjórnendum Sunnudagsþáttarins eru mögulega á leið á þing, hvað fór úrskeiðis Óli Teitur?
![]() |
Tímaritið Time velur borgara stafræna lýðveldisins mann ársins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Föstudagur, 15. desember 2006
Mynd vikunnar.
Mynd vikunnar er mynd af Heimssýnar bloginu. Hún sýnir stjórnarskrá lýðveldisins, Bandaríkjanna og hina fyrirhuguðu stjórnarskrá Evrópusambandsins. (Giscard dEstaing sagðist vona að skólabörn myndu læra utanaf formálann, hann er nú ekki nema 440 orð ef maður sleppir þeims sem staðfesta hana, það telur 500 orð)
Myndin segir meira en þessi tæpu 1000 orð sem formáli evrópuskráarinnar telur.
Þjóðfélag það þar sem grunnlögin er svona doðrantur er í vanda. Í því þjóðfélagi verða lögfræðingar og endurskoðendur feitir.
Ef grunnlögin eiga að vera svona hvernig yrði restin?
Góða helgi
Stjórnmál og samfélag | Breytt 16.12.2006 kl. 13:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Föstudagur, 15. desember 2006
Hvert stefnir Halla?
Halla Gunnarsdóttir pistlahöfundur og fyrrv. blaðamaður á Mogganum birti í gær viðhorfspistil sem vakti mig til umhugsunar. Pistillinn heitir "Hvert stefna Þjóðmál?" og þar fer hún yfir allt það sem henni finnst að tímaritinu Þjóðmál.
Hún hefur mál sitt á því að hrósa tímaritinu, það fari vel í hendi og lítið sé um auglýsingar. "Sumar greinar í Þjóðmálum skýra vel afstöðu og rök hægri manna og er það vel" segir Halla en bætir svo við: "Aðrar halda á lofti undarlegum, jafnvel afturhaldslegum, hugmyndum sem eru tímaritinu ekki til sóma." Það skín í gegn að henni finnst ómögulegt að afturhaldslegar hugmyndir fáist prentaðar. Þessar greinar sem henni er svo uppsigað við eru um jafnréttismál, innflytjendur og fóstureyðingar. Erfið mál að ræða en merkilegt að bregðast þannig við að vilja banna umræðuna. Lokaorð Höllu eru varnaðarorð til "upplýsts" fólks um að skrifa nú ekki í þetta ófétis tímarit:
Fræði- og stjórnmálamenn sem vilja láta taka sig alvarlega ættu að hugsa sig tvisvar um áður en þeir skrifa í Þjóðmál með óbreyttu sniði.
Það er frekar að blaðamenn sem vilja láta taka sig alvarlega ættu ekki að vilja loka á umræðu.
Nú eiga vinstri menn Lesbók Moggans og fleiri rit fyrir sín hugðarefni og ég hef ekki séð neinn vara við skrifum í LEsbókina þótt síður hennar séu t.d. notaðar í 22 ára gamalt uppgjör við nýlátinn mann.
Ég hef gaman af því að lesa skrif Höllu þótt ég sé henni aldrei sammála, ég skil ekki áráttu hennar til að bera blak af harðstjórum og hryðjuverkamönnum og leikið einhvern afsökunarleik fyrir þá. Rétt eins og mér virðist hún ekki skilja áráttu manna eins og mín að benda á að Ísrael er enn eina lýðræðisríkið í mið-austurlöndum og því eigi þeir að njóta vafans í deilum við harstjóra og leppi þeirra.
Ég ætla samt ekki að segja við neinn ekki skrifa á sömu síður og aðdáandi hryðjuverkamannanna í Teheran. Ég myndi frekar hvetja til þess að fólk svaraði atyrðum sósíalistanna, efni til umræðu því í þeim slag stöndum við sterkar að vígi, sannleikurinn og sagan er okkar megin.