Seinheppinn Stefán

Fyrir stuttu síðan birtist í vefritinu stjórnmál og Stjórnsýsla grein Stefáns Ólafssonar Aukinn ójöfnuður á Íslandi - Áhrif stjórnmála og markaðar í fjölþjóðlegum samanburði í útdrætti greinarinnar er meginniðurstaðan sú:

Ef skattleysismörk munu ekki fylgja launavísitölu á næstu árum má að öðru óbreyttu búast við að enn lengra verði gengið í ofangreinda átt, til aukins ójafnaðar í tekjuskiptingunni á Íslandi.

solafssonSíðastliðinn sunnudag birtist svo í Fréttablaðinu nokkuð áberandi frétt á síðu 6 undir fyrirsögninni "Lágtekjufólk dregst aftur úr"  Þar voru kynntar niðurstöður Stefáns Ólafssonar, prófessors við félagsvísindadeild Háskóla Íslands, í nýrri rannsókn sem byggir á fjölþættum gögnum frá Hagstofu Íslands, ríkisskattstjóra, Þjóðhagsstofnun og Hagfræðistofnun Háskóla Íslands, auk erlendra samanburðargagna. Aftur var því haldið fram að ef skattleysismörk fylgi ekki launavísitölu þá stefni allt í óefni. 

Nú hefur alþingi samþykkt breytingu á lögum um tekjuskatt þar sem persónuafslátturinn er hækkaður um 14% og bundin vísitölu neysluverðs. Þess er þó í engu getið í grein Stefáns eða Fréttablaðsins.  Er þetta bara seinheppni Stefáns að birta grein með þessari niðurstöðu, nokkrum dögum eftir að broddurinn var tekinn úr hans málflutningi. Eða hvað?

Hvað gengur Stefáni til? Er hann í pólitískum leik þar sem sannleikurinn skiptir ekki máli, bara áróðurinn?  Hvenær mun Stefán Ólafsson fagna vístölubindingu persónuafsláttarinns, eins og hann hefur barist fyrir á pólitískum vettvangi? Er hann að bíða eftir ordru frá 9. þingmanni Reykjavíkurkjördæmis norður? Getur hann ekki gefið "fræðilegt" álit fyrr? Er hann kannski bara prófessor Samfylkingarinnar?

 Svo vitnað sé til orða spunadoktorsins fyrrverandi:  Þegar stórt er spurt... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Kannski hefðir þú átt að afla þér upplýsinga um tilurð þessarar greinar.  Þar sem SÓ hefur haldið uppi harðri gagnrýni á skattkerfið og verið mjög málefnalegur í þeirri gagnrýni sinni (sem er meira en segja má um marga aðra sem hafa tjáð sig um skattkerfið) Samkvæmt upplýsingum frá Stjórnsýslustofnun HÍ barst greinin til birtingar áður en lögum um tekjuskatt var breytt þannig að svona uppsláttur eins og þú setur hann fram dæmir sig sjálfur

Hvenær ætla stjórnmálamenn að taka sig til og afnema þennan fjárans tekjuskatt sem hefur í dag snúist upp í andhverfu sína sem píningarskattur fyrst á fremst á venjulegt launafólk?

Sveinn Ingi Lýðsson, 22.12.2006 kl. 14:09

2 Smámynd: Friðjón R. Friðjónsson

Frumvapið var lagt fram í lok október. Einum og hálfum mánuði áður en ritið var gefið út. SÓ hafði nægan tíma til að bregðast við ef hann vildi. En hann er í pólitík ekki fræðimennsku.

Friðjón R. Friðjónsson, 22.12.2006 kl. 14:34

3 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Fjöldi góðra þingmála voru lögð fram á haustþinginu.  Fæst þeirra voru afgreidd fyrir jól.  Hafði tekjuskattsfrumvarpið einhverja tryggingu fyrir afgreiðslu þingsins.

Auðvitað er SÓ pólitískur.  Hins vegar er hann mjög málefnalegur og ég get vel unnt honum þess.  Ég er bara ósammála honum varðandi tekjuskattinn sem hann vill halda dauðahaldi í eins og aðrir vinstirmenn.  Og minn kæri:  Þegar menn hoppa í pollinn í þeirri von að sletta sem mestu þá alltaf hætt við að slettist líka á þá sjálfa. 

Sveinn Ingi Lýðsson, 22.12.2006 kl. 15:05

4 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Og að lokum:

Gleðileg jól!

Sveinn Ingi Lýðsson, 22.12.2006 kl. 15:06

5 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Stefán er samur við sig.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 22.12.2006 kl. 15:17

6 identicon

Stefán Ólafsson er öflugur fræðimaður sem dregið hefur fram þá svívirðu sem viðgengist hefur í skattkerfinu hér undanfarin ár. Undan því svíður geinilega og fótgögnuliðar svarblá íhaldsins fara mikinn. Auðvitað eru fræði Stefáns pólitísk í þeim skilningi að þau eru ekki hlutlaus um málefni þjóðfélagsins, frekar en annarra fræðimanna þó þeir reyni sumir að halda því fram. Það er hins vegar eins og menn taki ekki eftir því ef fræðimennirnir styðja við sjónarmið valdhafanna. Það að ríkisstjórnin sé núna að reyna að hysja upp um sig með því að hækka persónuafsláttinn verðskuldar hins vegar ekki neitt sérstakt prís. Þá aðgerð, eins og margar aðrar smálagfæringar þessa dagana, er ber að skýra útfrá því að kosningar fara fram í vor.

Reinhard

Reinhard Reynisson (IP-tala skráð) 23.12.2006 kl. 10:31

7 identicon

Ég skil ekki alveg hvert þú ert að fara hérna. Persónuafslátturinn er nú bundinn við vísitölu neysluverðs en SÓ sagði að ef hann yrði ekki bundinn launavísitölu þá mætti sjá aukin ójöfnuð. Ég þarf væntanlega ekki að benda þér á að þetta er ekki sama vísitalan.

Einnig annað. Til að tryggja meiri jöfnuð í tekjuskiptingu landsmanna ætti að sjálfsögðu að gera meira en að plástra ofan á persónuafsláttinn. Fyrst að þú virðist svona hrifinn af tenginu persónuafsláttarins við vísitölur hvað finndist þér þá um að hækka hann til samræmis við vísitölu neysluverðs eða launavísitölu (þú mátt velja) frá því hann var tekinn upp. Því það er nokkuð ljóst að hann hefur minnkað verulega að raungildi síðan staðgreiðsla skatta var tekin upp.

Gleðileg jól! 

Helgi Eiríkur Eyjólfsson (IP-tala skráð) 24.12.2006 kl. 10:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband