Að klappa sjálfum sér.

Annar hver bloggari fjallaaaa1f713fe57cedc nú um mann ársins hjá Time "borgara hins stafræna lýðveldis", sumir taka þetta til sín í léttum dúr eins og á að gera. Ég var að velta því fyrir mér í dag þegar ég entist í örfáar mínútur yfir góli Kristrúnar Heimisdóttur í Silfrinu hve úrsérgengið þetta spjallþáttaform er. Kannski er Silfrið bara úr sér gengið, því ég get horft nánast endalaust á sambærilega þætti þegar ég er úti, þá skiptir ekki máli hvort það er CNN, NBC, Fox eða PBS.

Til að fylgjast með íslenskri pólitík í dag þá les maður blog.is, svo einfalt er það. ég renni yfir tenglana hér til hliðar og skoða nú orðið nokkur blog í viðbót. 

Þessi þáttur hans Egils er svo fyrirsjáanlegur að ég nenni ekki að horfa, netið bjargar manni því þá er hægt að spóla í gegnum þáttinn.

Síðasti þáttur Egils var svona:

  1. Gamall krati með pistil sem yfirleitt felur pólitískar skoðanir sínar á bak eitthvað tilbúið "hlutleysi" og kaldhæðni.
  2. 4 pólitíkusar, flestir uppteknir af því að "skora stig"
  3. Gamall krati sem felur pólitík sína á baki við "fræðimennsku" en getur ekki falið biturð sína yfir því að vera ekki Seðlabankastjóri.
  4. Gamall kall sem er orðinn að krata því þeir voru þeir einu sem voru til í að veita honum athygli.
  5. Áhugavert spjall við tvær konur um bækur sem eru að gefa út mjög áhugaverðar bækur, en þær fengu engan veginn nægan tíma til að gefa þeim góð skil.

 Seimó seimó.

Þessu tengt, er ekki soldið fyndið að 3 af 4 upphafsstjórnendum Sunnudagsþáttarins eru mögulega á leið á þing, hvað fór úrskeiðis Óli Teitur? 


mbl.is Tímaritið Time velur „borgara stafræna lýðveldisins“ mann ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

sammála - ég horfi ekki á silfur egils fyrren nokkrir bloggarar eru búnir að minna mig á það og alltaf á netinu. Er ég eini aðdáandi Kristrúnar Heimis? Mér finnst hún svo indæl... 

halkatla, 18.12.2006 kl. 10:48

2 Smámynd: Friðjón R. Friðjónsson

Ómarr er gasalega hrifinn af Kristrúnu.  Persónulega kann ég vel við hana þegar ég hef haft kynni af henni, en hún er Kommi og KR-ingur, tveir mjög ljótir ósiðir.

Friðjón R. Friðjónsson, 18.12.2006 kl. 11:30

3 Smámynd: Andrés Magnússon

Kristrún er viðkunnanleg eins og allt hennar fólk, en það bætir málflutning hennar ekkert. En síðan vil ég bera blak af Agli; hann er leitandi í sinni pólitík, en fyrst og fremst er hann nú afar borgaralegur. Hann er ekki aðeins "gamall krati", því einhverntíman tókst okkur Kjartani bróður að telja hann á að ganga í Heimdall. Ég held að bæði Heimdallur og Egill hafi batnað við það!

Andrés Magnússon, 18.12.2006 kl. 12:26

4 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

Það væri ansi gaman að sjá þig ganga í ungliðahreyfingu VG Andrés.. verst hvað þið væruð ansi sammála í mörgu samt, en áhugavert að sjá hvort einhver myndi batna :)

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 18.12.2006 kl. 21:58

5 Smámynd: FreedomFries

Það er nú munur á spjallþáttum á CNN, NBC, Fox eða PBS. Allavegana er munur á PBS og hinum! Það eru t.d. yfirleitt engin frammíköll á PBS... Reyndar eru spjallþættir PBS stundum svo yfirþyrmandi sívílíseraðir og málefnalegir að maður þolir varla við!

En mér líður betur við að lesa að það er ekki bara ég sem læt mér nægja að fylgjast með íslenskri pólítík í gegn um þessa sömu tengla og þú ert með!

FreedomFries, 18.12.2006 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband